Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Side 16

Skessuhorn - 30.08.2017, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 201716 Talsverðar framkvæmdir hafa stað- ið yfir á Breiðinni á Akranesi síð- ustu árin og hafa miklar breyting- ar verið gerðar á svæðinu. Meðal þeirra má nefna að opnuð voru tvö ný þjónustuhús þar í sumar, annað fyrir móttöku ferðamanna og hitt er nýtt sem salernishús. „Við vorum með móttökuna í vitanum áður en þessi fína aðstaða kom. Þetta er mun heimilislegra og skemmtilegra hér á nýja staðn- um þó vissulega séu blendnar til- finningar samhliða þessari breyt- ingu. Tengingin við ferðamann- inn er aðeins öðruvísi en áður var en ég lít björtum augum á breyt- ingarnar sem orðið hafa nú þeg- ar. Við erum mikið að selja vit- ann út á tónlist og hljómburðinn þar auk þess sem vitinn er tilval- inn fyrir myndlistarsýningar. Það er einmitt sýning í vitanum núna sem mun hún standa til 10. sept- ember,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður í samtali við Skessu- horn. Hilmar segir að ferðamönn- um hafi fjölgað mikið í sumar en að þó megi alltaf gera betur. „Við höfum svo margt hér á Akranesi til að bjóða ferðamönnum upp á en við þurfum bara að finna þessa segla okkar og vinna betur með þá,“ segir hann og bætir því við að hann hafi fulla trú á ferða- þjónustu á Akranesi. „Við þurfum að vera opin og jákvæð fyrir fólk- inu sem kemur hingað og þá gæt- um við gert svo mikið meira. Það eru margir í bænum að gera mjög góða hluti í ferðaþjónustu.“ Hilmar segir að það sé ýmislegt sem eigi eftir að gera til að bæta aðstöðuna enn frekar á Breiðinni. „En það er engu að síður búið að gera töluvert,“ segir Hilmar varðandi breytingarnar við vit- ann. „Mér finnst þetta frábært, að ákveðið var að leggjast í þess- ar framkvæmdir og gera meira úr þessu svæði. Íbúar þurfa bara að venjast svona breytingum og það tekur alltaf einhvern tíma,“ seg- ir Hilmar. „En sem ég segi, þá er framtíðin björt í ferðaþjónustunni hérna á Akranesi og okkur eru all- ir vegir færir ef rétt er á málum haldið.“ arg Tvö ný þjónustuhús tekin í notkun á Breiðinni Hilmar Sigvaldason vitavörður er kominn með vinnuaðstöðu í nýju þjónustuhúsi sem opnað var í sumar. Tvö ný þjónustuhús voru opnuð við vitann í sumar. Alþjóðlegi sumarskólinn var hald- inn í annað sinn við Háskólann á Bifröst núna í júlímánuði. Í boði voru fjölbreyttar námsgreinar sem lutu að því að þjálfa og styrkja nú- tíma stjórnunarhætti og leiðtoga- færni. Í því fólst m.a. þróun á leið- togahæfni með áherslu á persónu- lega færni nemenda og hvernig þeir geti nýtt styrkleika sína til að bæta leiðtogahæfni sína þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Lögð var áhersla á sjálfbærni og sam- félagslega ábyrgð en staðreyndin er sú að starfsumhverfið er í stöðugri breytingu sem kallar á ákveðna ný- sköpun í nálgun leiðtogafræða 21. aldarinnar. ,,Í námskeiðinu erum við að benda á að nútímafyrirtæki eru ekki bara til, til þess að hagnast heldur líka til þess að þjóna æðra markmiði og leysa samfélagsleg vandamál. Samfélagslegi þátturinn er alltaf að stækka.“ segir Karl Eiríksson verk- efnastjóri sumarskólans um námið. Gestakennarar allir með doktorspróf á sínu sviði Um 70 umsóknir bárust í námið en 26 þátttakendur komu hingað til lands. Voru þeir alls staðar að úr Evrópu, Indlandi, Brasilíu, Kólumb- íu, Bandaríkjunum og frá Kanada. Í hópnum voru ekki eingöngu nem- endur af sviði viðskipta heldur einnig útskrifaðir lögfræðingar, hjúkrunar- fræðingar, landbúnaðarfræðingar, svo eitthvað sé nefnt. Einn nemend- anna kom m.a. frá MIT í New York. Var meðalaldur þátttakenda 24 ár. Kennarahópurinn var einnig mjög fjölbreyttur og reyndist mikill áhugi þeirra fyrir þátttöku. Valdir voru sex kennarar úr þeim hópi og allir með doktorspróf á sínu sviði. Í öllum til- fellum var um að ræða reynslumikla kennara sem komu víða að m.a. frá Þýskalandi, Austurríki, Bandaríkj- unum og Hollandi. Gestakennar- arnir kenndu svo við námskeiðið auk kennara frá Háskólanun á Bif- röst sem voru þau Einar Svansson lektor og Dr. Auður H. Ingólfs- dóttir lektor. Karl segir gestafyrir- lesarana hafa sérðhæfða kunnáttu á námsefninu og innlegg þeirra hafi því gert mikið fyrir gæði námskeiðs- ins á heildina litið. Fjölbreytt dagskrá Nemendur dvöldu á Bifröst í þrjár vikur og var dagskráin fjölbreytt. Farið var í námstengdar fyrirtækja- heimsóknir m.a. Hellisheiðavirkj- un, Rjómabúið Erpsstaði, Sjávar- klasann í Reykjavík og Garðyrkju- stöðina Sólbyrgi í Reykholtsdal. Einnig var skipulögð afþreying fyr- ir nemendahópinn þar sem farið var m.a. að Háafell, Steðja, Sturlu- Reyki, Deildartunguhver, Hraun- fossa, Reykholt og fleiri staði. Það sem helst stóð þar upp úr var að nemendur fóru í hestaferð og fengu að spreyta sig við að veiða á sjó- stöng. Þar var ekki látið við sitja, heldur var nemendum einnig kennt að verka fiskinn, matbúa og grilla. Framsækið nám í stöðugri þróun Á næstunni verður síðan sest yfir niðurstöður matsskýrslanna sem nemendur unnu eftir nám þeirra við sumarskólann og farið yfir hvern- ig megi bæta skólann enn frek- ar. „Skólinn er í stöðugum vexti og lagt er upp með að bæta við að minnsta kosti einu námskeiði næsta sumar sem verður tilbúið til kynningar í haust. Nemendur virt- ust á heildina litið mjög ánægðir með námskeiðið,“ segja aðstand- endur Alþjóðlega sumarskólans á Bifröst. mm Góð reynsla af Alþjóðlega sumarskólanum á Bifröst Hluti hópsins á Bifröst. Farið var á ýmsa staði í Borgarfirði og héraðið nýtt til í þaula. Hér er hluti hópsins á hestbaki á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal. Íhugað úti í náttúrunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.