Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2017, Page 1

Skessuhorn - 13.09.2017, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 20. árg. 13. september 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Fylgstu með okkur á Facebook FYRRI NÁMS VÍSIR HAUST ANNAR ER KO MINN ÚT HAUSTÖNN 2017 Á þessum árstíma er veisla hjá smáfuglunum. Sumir halda til fjarlægari landa meðan aðrir búa sig undir vetursetu hér. Starar er sólnir í ýmis ber. Hér er einn þeirra að gæða sér á beri af reyniviði, en þessu skemmtilega skoti náði Guðmundur Bjarki Hall- dórsson ljósmyndari á Akranesi í skógrækt bæjarins í liðinni viku. Fisk Seafood ehf. hefur fest kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu Soffaníasi Cecilssyni hf. í Grundarfirði. Kaup- in eru með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum. „Með þessu hyggst Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflug- asta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekst- ur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áfram- haldandi öfluga starfsemi í Grundar- firði.“ Sjá nánar bls. 8. Fisk Seafood kaupir í Grundarfirði Fyrirhugað er að hefja í næstu viku sauðfjárslátrun í Sláturhúsi Vestur- lands í Brákarey. Öll tilskilin leyfi eru til slátrunar í húsinu og því ekkert að vanbúnaði að hefja þar starfsemi. „Við erum hópur fólks úr héraði sem hef- ur undirbúið þetta að undanförnu og búið er að taka húsið á leigu af eigend- um þess sem ekki höfðu sjálfir tök á að nýta það. Nú er ákveðið að hefja slátrun í næstu viku og að hún verði komin á fullt mánudaginn 25. sept- ember,“ segir Þorvaldur T Jónsson í Hjarðarholti í samtali við Skessuhorn, en hann er í forsvari fyrir undirbún- ingshópinn. Þorvaldur segir að mikil þörf sé fyr- ir starfsemi af þessu tagi í héraðinu og þrýstingur á að aðstaðan og leyf- ið verði nýtt. „Við tökum sláturhús- ið á leigu til reynslu en ef vel geng- ur verður þetta framtíðarrekstur. Við byrjum á dilkaslátrun núna, en áætl- um að hægt verði að taka stórgripi til slátrunar síðar í haust. Þá höfum við í hyggju að bæta vinnsluna og munum að líkindum bæta við frystigámum til að hægt sé að geyma kjöt tímabund- ið. Við sjáum þetta engu að síður fyrir okkur sem þjónustusláturhús þar sem bændur koma sjálfir með féð til slátr- unar, kjötið verði látið hanga í 2-3 daga en verði þá tekið og bændur sjái sjálfir um sölu þess.“ Þorvaldur gerir ráð fyr- ir að til að byrja með verði slátrað 80 lömbum á dag og að 5-6 muni starfa við slátrun. Leyfi er þó til auka veru- lega við þann fjölda, eða allt upp í 300 dilka á dag og mun eftirspurnin ráða því hvort bætt verði við. Jón Eyjólfs- son á Kópareykjum verður sláturhús- stjóri. „Við erum búin að manna þetta að hluta en vantar enn tvo vaska menn í slátrunina,“ segir Þorvaldur. Sláturpantanir eru teknar á netfang- ið fyrirspurnir@slaturhus.is en einnig gefur Þorvaldur nánari upplýsingar í síma 853-6464. mm Bændur taka Sláturhús Vesturlands á leigu Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Albert Þór Magnús- son, umboðsaðili Lindex á Íslandi, segist í samtali við Skessuhorn vera spenntur fyrir þessu verkefni. Lin- dex er ein stærsta tískufatakeðja Norður-Evrópu með um 500 versl- anir í 16 löndum. Verslunin býður tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti, sem og föt fyrir börn og unglinga. Verslun Lindex á Akranesi verður til húsa að Dalbraut 1, við hlið bókaversl- unar Eymundsson og Krónunn- ar. Þar var síðast verslun árið 2008, þegar tölvuverslun BT var þar til húsa. Sjá nánar bls. 13. kgk Lindex verslun opnuð á Akranesi Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristinsdóttir eru umboðsaðilar Lindex. Hér eru þau við opnun verslunar Lindex í Krossmóa í Reykjanesbæ fyrr á þessu ári.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.