Skessuhorn - 13.09.2017, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 201710
Dagana 6. og 7. september voru
haldnir fundir í Stykkishólmi,
Helgafellssveit og Grundarfirði um
kosti og galla sameiningar þessara
þriggja sveitarfélaga. Það voru ráð-
gjafar frá KPMG sem stýrðu fund-
unum. Mjög góða mæting var hjá
íbúum sveitarfélaganna enda marg-
ir sem láta sig málið varða. Farið var
stuttlega yfir vinnuna sem farið hef-
ur fram en einnig var farið yfir nið-
urstöðu netkönnunar um áhuga íbúa
fyrir sameiningu. Eftir það voru
fundargestir látnir skrifa niður sínar
hugmyndir og hvernig þeir sjá sam-
einingarferlið fyrir sér. Þeir Sævar
Kristinsson og Sveinbjörn Gríms-
son frá KPMG fóru því með þykkan
bunka af hugmyndum og útfærslum
í farteskinu eftir þessa þrjá fundi.
Það var sameiningarnefnd sem
stóð fyrir fundinum en í henni eru
þrír fulltrúar frá hverju sveitarfélagi.
Nú mun KPMG nota sviðsmynda-
sjónarmið þátttakenda í vinnunni
sem framundan er áður en frekari
kynningar fara fram.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
á íbúafundinum í Grundarfirði.
tfk
Íbúafundir um
sameiningu
Vinnan í gangi.
Það eru margir íbúar sem vilja frekari kynningu á verkefninu enda
fjöldi spurninga sem vakna.
Boðið var uppá kaffi og meðlæti á meðan vinnan fór fram. Íbúar höfðu margt til málanna að leggja og var skrafað á hverju
borði.
Golfklúbburinn Leynir og Akra-
neskaupstaður skrifuðu síðast-
liðinn fimmtudag undir samn-
inga um uppbyggingu frístunda-
miðstöðvar við Garðavöll á Akra-
nesi. Þetta nýja hús verður rúm-
lega þúsund fermetrar að flatar-
máli og skiptist í 700 m2 jarðhæð
og 310 m2 kjallara. Húsið verður
byggt úr forsteyptum einingum og
mun rísa á sömu lóð og núverandi
klúbbhús Leynis er og stefnt er að
því að það verði tilbúið til notkun-
ar næsta sumar. Kostnaðaráætlun
gerir ráð fyrir að byggingakostn-
aður verði um 300 milljónir króna.
Að sögn Guðmundar Sigvalda-
sonar, framkvæmdastjóra Leynis,
vinna stjórnendur golfklúbbsins
út frá þeim forsendum þegar kem-
ur að endanlegum samningum við
verktaka. Hann segir að ágæt til-
boð hafi borist í flesta verkþætti,
en ekki sé þó búið að ná samning-
um um þá alla.
Fjölnota hús
Frístundamiðstöðin mun hýsa
félagsstarf Leynis og aðra frístund-
astarfsemi á vegum Akraneskaup-
staðar og Íþróttabandalags Akra-
ness. Fyrirkomulag eignarhalds er
með þeim hætti að Fasteignafélag
Akraneskaupstaðar slf. mun eiga
húsið, Akraneskaupstaður leigir
það af fasteignafélaginu og endur-
leigir síðan til Leynis. Einkum er
horft til þess að Leynir nýti húsið
yfir sumarið en önnur félagsstarf-
semi verði að auki yfir vetrartím-
ann. Í húsinu verður m.a. fullbú-
ið eldhús og veislusalur fyrir allt
að 200 gesti og mun sú aðstaða því
bætast í framboð veislu- og við-
burðahúsnæðis í bæjarfélaginu. Á
jarðhæð hússins verður afgreiðsla,
skrifstofa, salerni, búningaaðstaða,
veitingasalur og önnur stoðrými.
Í kjallara verður heilsárs inniað-
staða til golfæfinga og annarra frí-
stunda ásamt geymslum og tækni-
rými. Núverandi bílastæði munu
öll nýtast.
Ekki byrjað fyrr en allir
samningar verða í höfn
Þessa dagana eru útboð í gangi um
ýmsa verkhluta við byggingu Frí-
stundamiðstöðvarinnar og gera
áætlanir golfklúbbsins og Akranes-
kaupstaðar ráð fyrir að á næstu vik-
um, þegar ásættanleg tilboð hafa
borist í alla verkþætti, verði haf-
ist handa við framkvæmdir. Byrjað
verður að rífa núverandi klúbbhús
og jarðvegsframkvæmdir hefjast í
kjölfarið.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
gat þess við undirritun samninga
í gamla golfskálanum að það væri
mikil tilhlökkun meðal stjórnenda
bæjarins og bæjarfulltrúa um þetta
verkefni í ljósi þess að jákvæðni,
metnaður og víðsýni hafi verið haft
að leiðarljósi í gegnum allt undir-
búningsferli að framkvæmd þessari.
Sævar Freyr hrósaði stjórnendum
Leynis fyrir frumkvæði, dugnað og
metnað með verkefnið þar sem gott
skipulag og vönduð vinna hefur
farið fram. Golfklúbburinn Leynir
mun á næstu vikum, þegar heildar-
mynd á verkefnið verður komin,
upplýsa frekar um framkvæmda-
tíma og annað sem snýr að verk-
efninu.
Forsenda fyrir stórmót
Félaga- og iðkendafjöldi í golfi er
mjög vaxandi á Akranesi og núver-
andi klúbbhús Leynis fyrir nokkru
sprungið utan af starfseminni.
Hreinlætisaðstöðu og fleiru er til
að mynda ábótavant. Að vonum
fagnar Guðmundur Sigvaldason,
framkvæmdastjóri Leynis, þessum
áfanga. Hann segir að auk þess að
bæta aðstöðu félagsmanna í Leyni
sé bætt aðstaða forsenda fyrir því
að Leynir geti tekið að sér stórmót
í golfi í framtíðinni. Golfsamband
Íslands hafi í hyggju að setja ákveð-
in gæðaviðmið sem útilokað var að
Leynir gæti uppfyllt með þeirri að-
stöðu sem nú er. Hins vegar sé sjálf-
ur golfvöllurinn í röð þeirra bestu
og ekkert því til fyrirstöðu að halda
stórmót á vellinum. mm
Skrifað undir samning um byggingu
frístundamiðstöðvar við Garðavöll
Byggð verður þúsund fermetra frístundamiðstöð við Garðavöll á sömu lóð og
núverandi klúbbhús stendur.
Tölvugerð mynd úr aðalsal nýju frístundamiðstöðvarinnar.
Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Leynis, Þórður Emil Ólafsson,
formaður stjórnar og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri handsala samninga að
aflokinni undirskrift.
Viðstaddir athöfn þar sem skrifað var undir samninga voru m.a. fulltrúar
bæjaryfirvalda, golfklúbbsins Leynis og starfsmenn á svæðinu.