Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 15

Skessuhorn - 13.09.2017, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 15 SK ES SU H O R N 2 01 7 Snæfellsbær Starf markaðs- og kynningarfulltrúa hjá Snæfellsbæ er laust til umsóknar Snæfellsbær óskar eftir að ráða hæfileikaríkan og áhugasaman einstakling í starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Starfið er margþætt og krefst góðrar færni á ýmsum sviðum. Hlutverk og ábyrgðarsvið: Um er að ræða umsjón með markaðs-, upplýsinga- og kynningarmálum í Snæfellsbæ, m.a. umsjón með vef Snæfells- bæjar, samfélagsmiðlum tengdum Snæfellsbæ, auglýsingagerð, sérverkefnum, samantektum og skýrslugerð. Fulltrúinn þarf að vera leiðandi í sínu starfi og hugmyndaríkur þegar kemur að því vinna við styrkumsóknir og skýrslugerð vegna markaðs-, menningar- og ferðamálatengdra verkefna af hálfu Snæfellsbæjar. Fulltrúinn aðstoðar starfsmenn/nefndir Snæfellsbæjar, einstaklinga og félagasamtök, í samráði við bæjarstjóra og bæjar- ritara, við skipulagningu og utanumhald viðburða í Snæfellsbæ. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg en þó ekki skilyrði. Reynsla af umsjón og uppbyggingu vefsvæða er kostur og jafnframt menntun eða reynsla á sviði framsetningar kynningarefnis. Gott vald á ritun íslensku og ensku er skilyrði, jafnframt þekking á ritvinnslu (excel, word, powerpoint) og góður hæfileika til að tjá sig í rituðu máli. Stafið krefst frumkvæðis og metnaðar. Umsækjandi þarf jafnframt að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa góða skipulagshæfileika ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Annað: Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og SAMFLOTs bæjarstarfsmannafélaga. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síðar en 1. nóvember 2017. Umsóknarfrestur er til og með 22. september nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Lilju Ólafardóttur, bæjarritara, á netfangið lilja@snb.is, eða til Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@snb.is. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni til starfsins út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Öllum umsóknum verður svarað. Hausta tekur og við förum að huga að því að geyma mat til vetrarins Skyrmysa er tilvalin til að sýra slátrið og ýmsan annan mat. Fáanleg í 2,5, 5 og 10 ltr brúsum Hægt að panta í Ljómalind í síma 437 1400 eða á Erpsstöðum í síma 868 0357 Einnig er hægt að panta á netfanginu erpur@simnet.is www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook. SK ES SU H O R N 2 01 7 Fyrsti fundur bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar var haldinn fyrir rúmum 23 árum síðan, þriðjudaginn 14. júní árið 1994. Gunnar Már Krist- ófersson setti þann fund, en hann var aldursforseti þeirra níu bæjar- fulltrúa sem tóku sæti í bæjarstjórn nýsameinaðs sveitarfélags. Fyrsta mál á dagskrá var að kjósa Pál Ing- ólfsson forseta bæjarstjórnar. Síðastliðinn fimmtudag, 7. sept- ember, fundaði bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar 300. sinni. Fundað var í Ráðhúsi Snæfellsbæjar á Hellis- sandi og fundarstjórn var í höndum Björns H. Hilmarssonar, forseta bæjarstjórnar. Í tilefni af þessum tímamótum smellti Kristinn Jónasson bæjar- stjóri mynd af viðstöddum fund- armönnum. Var hún birt í gær á Facebook-síðu Snæfellsbæjar. Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Þórðarson, Svandís Jóna Sigurð- ardóttir, Fríða Sveinsdóttir, Lilja Ólafsdóttir bæjarritari, Björn H Hilmarsson, Rögnvaldur Ólafs- son, Júníana Björg Óttarsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir. kgk Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur fundað 300 sinnum Keppt hefur verið í Ryderkeppni milli Golfklúbbsins Vestarr og Golfklúbbsins Mostra síðan árið 2001 og er keppnin tvískipt og er hverjum degi skipt í þrennt. Byrjað er að spila eftir Texas-fyr- irkomulagi. Önnur keppnin er greensome og síðan lýkur keppni með tvímenningi. Fyrri keppnis- dagur Ryderkeppninnar var leik- inn á Víkurvelli í Stykkishólmi í vor en sá síðari fór fram á Báravelli í Grundarfirði síðastliðinn laug- ardag. Vestarmenn höfðu tveggja vinninga forskot eftir fyrri keppn- isdaginn þegar félögin mættust á laugardaginn. Þátttaka var góð, en 28 keppendur voru skráðir til leiks, 14 frá hvoru félagi. Á meðan keppni stóð býð- ur heimaliðið upp á veitingar og að venju voru þær með veglegra móti. Í mótslok var grillað fyr- ir alla og keppnin gerð upp með gleði og gamni. Þema dagsins var möguleg sameining sveitarfélag- anna og áhrif þess á starf klúbb- anna. „Keppnin var drengileg og skemmtileg. Vestarr bætti einum vinningi við og sigraði saman- lagt með þremur vinningum. Ás- geir Guðmundsson var liðsstjóri Mostra og Garðar Svansson var liðsstjóri Vestarr,“ segir í tilkynn- ingu frá Golfklúbbnum Vestarr. kgk/ Ljósm. sk. Vestarr sigraði Ryderkeppnina Keppendurnir 24 sem tóku þátt Ryderkeppni Vestarr og Mostra sl. laugardag. Garðar Svansson, liðsstjóri Vestarr, með bikarinn sem lið hans hlaut að launum fyrir sigurinn. Ásgeir Guðmundsson, liðsstjóri Mostra, klappar fyrir sigurvegur- unum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.