Skessuhorn - 13.09.2017, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 19
Vel var mætt í fyrsta prjónakaffi
vetrarins hjá Rifssaumi í Rifi síðasta
laugardag. Þar voru saman komnar
konur til að hittast, prjóna, læra af
hvorri annarri og hafa gaman. Rifs-
saumur hefur staðið fyrir prjóna-
kaffi í nokkur ár í miðri viku. Til
stendur að hafa fleiri svona hittinga
og líklega á þessum tíma þar sem
hann virðist henta vel. Rifssaumur
stendur einnig fyrir prjónahelgi í
samstarfi við Önnur Þóru Böðvars-
dóttur yogakennara sem hefur not-
ið sívaxandi vinsælda. þa
Fyrsta prjónakaffið
í Rifssaumi
Skotfélag Snæfellsness hélt árlegt
pæjumót sunnudaginn 10. sept-
ember síðastliðinn. Pæjumótið var
haldið í fyrsta sinn árið 2016 eftir
vel heppnað konukvöld skotfélags-
ins. Þá var sú hugmynd viðruð í
fyrsta sinn að halda mót eingöngu
fyrir konur. Heppnaðist það svo vel
að mótið er komið til að vera.
Alls voru keppendur 15 talsins að
þessu sinni og var þeim skipt í tvo
flokka. Annars vegar þær sem höfðu
keppt áður og svo þær sem aldrei
höfðu tekið þátt í keppni. Keppt var
með .22 kalíbera rifflum á 50 metra
færi. Lydía Rós Unnsteinsdóttir
varð hlutskörpust þeirra óvönu en
Anna Karen Ingibjargardóttir og
Sigríður Hjálmarsdóttir voru í öðru
og þriðja sæti. Það var síðan Aðal-
heiður Lára Guðmundsdóttir sem
sigraði í keppni þeirra reynslumeiri
en Mandy Nachbar og Dagný Rut
Kjartansdóttir lentu í öðru og þriðja
sæti. Mótið heppnaðist mjög vel
þrátt fyrir smá norðan kulda og ljóst
er að áhuginn fyrir skotfimi er að
aukast. tfk
Árlegt pæjumót
Skotfélags Snæfellsness
Hildur Ingadóttir sem kom alla leið frá Akranesi til að taka þátt í pæjumótinu er
hér einbeitt á svip.
Lydía Rós Unnsteinsdóttir er hér að skjóta beint í mark.
Þátttakendur stilltu sér upp fyrir myndatöku í lok móts.
Sundgarpar úr Sundfélagi Akraness
syntu hið árlega Faxaflóasund síð-
astliðinn laugardag.
Synt er frá Reykjavík til Akraness
og komið í land á Langasandi, en
leiðin er samtals um 21 kílómetri
að lengd. Það eru sundfélagar 14
ára og eldri sem taka þátt í Faxa-
flóasundinu. Að þessu sinni voru
tólf krakkar sem skiptust á að synda
yfir flóann. Þegar nálgast Akranes
stungu sér allir til sunds og syntu
saman síðasta spölinn.
Faxaflóasundið er árviss viðburð-
ur og áheitasund. Félagar úr sund-
félaginu höfðu safnað áheitum í að-
draganda sundsins, bæði hjá ein-
staklingum og fyrirtækjum. Ágóð-
inn er nýttur til að standa straum af
kostnaði við æfingaferðir sem farn-
ar eru annað hvert ár.
„Sundið gekk alveg ótrúlega vel.
Krakkarnir voru um fimm klukku-
stundir á leiðinni og við vorum
komin á Akranes mun fyrr en við
bjuggumst við,“ segir Harpa Hrönn
Finnbogadóttir hjá Sundfélagi
Akraness í samtali við Skessuhorn.
Hún segir sundfólkið hafa fengið
góða fylgd á leiðinni. „Júlíus Víðir
Guðnason fylgdi okkur á hafnsögu-
bátnum Jötni alla leiðina. Þetta
var í tólfta skiptið sem hann fylgir
okkur, við gætum ekki gert þetta
án hans. Einnig voru með í för fé-
lagar úr Björgunarfélagi Akraness
sem fylgdu krökkunum á gúmmí-
bátum á meðan þeir syntu,“ segir
Harpa þakklát. „Þannig að þetta
gekk allt saman alveg brillíant vel.
Við hjá Sundfélagi Akraness viljum
þakka öllum sem studdu okkur við
Faxaflóasundið. Bæði þeim aðstoð-
uðu okkur við sjálft sundið og einn-
ig þeim sem hétu á krakkana og
studdu þannig við starf sundfélags-
ins,“ segir Harpa Hrönn Finnboga-
dóttir að endingu. kgk
Syntu yfir Faxaflóann
Sundgarpar úr Sundfélagi Akraness koma í land á Langasandi sl. laugardag eftir
að hafa synt frá Reykjavík. Krakkarnir skiptast á að synda yfir Faxaflóann þar
til nálgast Akranes að allri stinga sér til sunds og synda saman síðasta spölinn.
Ljósm. bbm.
Þrjú Íslandsmeistaramót í kraftlyft-
ingum fóru fram á Akranesi um liðna
helgi. Keppt var í íþróttahúsinu við
Vesturgötu og mótshaldari var Kraft-
lyftingafélag Akraness.
Á laugardeginum var keppt í bekk-
pressu. Kraftlyftingafélag Akraness
eignaðist þar Íslandsdsmeistara því
Einar Örn Guðnason sigraði 105 kg
flokk karla með lyftu upp á 225 kg þá
vann Viðar Engilbertsson til silfur-
verðlauna í 93 kg flokki karla með
lyftu upp á 110 kg. Einar Örn hrósaði
einnig sigri í stigakeppni karla. Sigur-
lyfta hans í 105 kg flokki skilaði hon-
um 134,5 Wilksstigum. Stigahæst
kvenna varð Sóley Margrét Jónsdótt-
ir úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar.
Hún lyfti mest 120 kg og hlaut 100,7
Wilksstig fyrir vikið.
Metaregn í klassískri
bekkpressu
Félagar úr Kraftlyftingafélagi Akra-
ness gerðu gott mót í klassísku bekk-
pressunni. Steinunn Guðmundsdótt-
ir hreppti silfurverðlaun í 72 kg flokki
kvenna með 65 kg lyftu, Einar Örn
fékk silfur í 105 kg flokki karla með
182,5 kg, Bjarki Þór Sigurðsson fékk
silfrið í 120 flokki karla með 155 kg og
Viðar Engilbertsson hreppti bronsið í
93 kg flokki karla með 125 kg lyftu.
Stigahæst voru þau Ingimund-
ur Björgvinsson og Fanney Hauks-
dóttir, bæði úr Kraftlyftingafélagi
Reykjavíkur. Fanney sigraði í 63 kg
flokki kvenna með lyftu upp á 107,5
kg sem skilaði henni 115,9 Wilksstig-
um. Ingimundur sigraði 105 kg flokk
karla á nýju Íslandsmeti með 200 kg
og 120,7 Wilksstig.
Fleiri met féllu í klassískri bekk-
pressu á mótinu á Akranesi. Ragn-
heiður Kr. Sigurðardóttir úr KFR
setti met í klassískri bekkprssu í 57 kg
flokki með lyftu upp á 81 kg. Vikt-
or Ben Gestsson úr KFR tók metið
í +120 kg flokki (opnum aldursflokki
og U23) með 205 kg lyftu og Sóley
Margrét setti nýtt met í +84 kg flokki
U18 og U23 með lyftu upp á 82,5
kg.
Júlían JK og Sóley
stigahæst í réttstöðu
Á sunnudag fór síðan fram Íslands-
meistaramótið í réttstöðulyftu.
Kraftlyftingafélag Akraness eignað-
ist þar þrjá Íslandsmeistara. Viðar
Engilbertsson sigraði í 93 kg flokki
karla með lyftu upp á 235 kg, Einar
Örn sigraði í 105 kg flokki með 285
kg lyftu og Bjarki Þór sigraði í 120
kg flokki með 290 kg.
Í stigakeppninni urðu hlutskörp-
ust þau Sóley Margrét í kvenna-
flokki og Júlían J.K. Jóhannsson í
karlaflokki. Sóley sigraði í +84 kg
flokki kvenna með 200 kg lyftu í
þriðju tilraun. Skilaði lyftan henni
167,9 Wilksstigum og naumu for-
skoti á Örnu Ösp Gunnarsdóttir úr
Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar
sem hafnaði í öðru sæti.
Júlían keppti, líkt og Sóley, í yfir-
þungavigt og vann þar öruggan sig-
ur með lyftu upp á 370 kg. Hlaut
hann einnig stigabikar karla með
201,5 Wilksstig.
kgk
Fjöldi meta var sleginn
á Akranesi um helgina
Einar Örn Guðnason tvöfaldur Íslandsmeistari
Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness hampaði Íslandsmeistaratitl-
inum í 105 kg flokki í réttstöðulyftu og í bekkpressu með útbúnaði.
Ljósm. Sveinn Þór.
Sóley Margrét Jónsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar varð þrefaldur Íslands-
meistari. Hún sigraði í +84 kg flokki kvenna í bekkpressu, klassískri bekkpressu og
réttstöðulyftu. Ljósm. Sveinn Þór.