Skessuhorn - 01.11.2017, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 20172
Tvær menningarhátíðir á Vestur-
landi standa nú sem hæst. Það eru
Vökudagar á Akranesi og Rökkur-
dagar í Grundarfirði. Fjölbreytt dag-
skrá er á báðum hátíðum og menn-
ingarþyrstir Vestlendingar hvatt-
ir til að kynna sér þá viðburði sem í
boði eru.
Það verður suðvestanátt 8-15 m/s
og rigning eða jafnvel slydda til
fjalla á morgun, fimmtudag. Úr-
komulítið norðaustan- og austan-
lands. Hægari vindur um kvöldið.
Hiti 2 til 7 stig að deginum. Gengur
í norðaustan 8-15 m/s á föstudag
með éljum við norðausturströnd
landsins. Hæg breytileg átt í öðr-
um landshlutum fram eftir degi og
stöku skúrir eða slydduél. Hiti ná-
lægt frostmarki. Norðan 5-13 m/s á
laugardag og dálítil él á Norður- og
Austurlandi, en léttskýjað syðra. Hiti
kringum frostmarkið. Gengur lík-
lega í suðaustan storm með rign-
ingu eða slyddu á sunnudag. Hlýnar
í veðri, fyrst á Vesturlandi. Á mánu-
dag er útlit fyrir suðlæga átt, frem-
ur kalt veður og skúrir eða él á Suð-
ur- og Vesturlandi. Annars staðar úr-
komulítið.
„Ætlar þú að ferðast til útlanda í vet-
ur?“ Þeirri spurningu hafa lesend-
ur svarað á vef Skessuhorns und-
anfarna viku. „Já, örugglega“ sögðu
flestir, eða 45%. „Nei, held ekki“
sögðu næstflestir eða 36%. „Veit
það ekki ennþá“ sögðu 10% og
sama hlutfall sagði „já, líklega“.
Í næstu viku er spurt: „Eiga konur
að stefna að sérstökum kvenna-
framboðum?“
Vestlendingur vikunnar
Guðbjörg Árnadóttir var á fimmtu-
dag sæmd menningarverðlaunum
Akraneskaupstaðar fyrir framlag sitt
til menningarmála á Akranesi, eink-
um leiklistar. Guðbjörg er Vestlend-
ingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Aðaltvímenn-
ingur BB
framundan
BORGARFJ: Borgfirsk-
ir briddsspilarar luku und-
irbúningstímabili sínu á
mánudagskvöldið í Loga-
landi, en þá var spilað síðasta
kvöld hausttvímennings-
ins en stigahæsta par bestu
tveggja kvölda spila frítt í að-
altvímenning; félagsins. Þeir
félagar Heiðar og Logi voru
hittnir enda báðir nýkomnir
af rjúpu. Þeir skoruðu mest
samanlagt og spila því frítt.
Þeir Ingimundur og Bald-
ur áttu hins vegar besta skor
mánudagsins síðasta. Næstu
fjögur mánudagskvöld verð-
ur aðaltvímenningur BB á
dagskrá. Spilaður verður ba-
rómeter; 24-28 spil á kvöldi.
„Ennþá eru nokkrir spilarar
óheimtir og er vonast eftir
þeim í Logaland á mánudag
sem og öllum sem áður voru
heimtir,“ segir í tilkynningu
frá félaginu.
-mm
SÍÐASTI PÖNTUNARDAGUR ER TIL
MIÐNÆTTIS Á MIÐVIKUDÖGUM.
AFHENDING ER Á ÞRIÐJUDEGI Í KOMANDI VIKU.
GSM: 865-2580
SMIÐJUVÖLLUM 17
300 AKRANES
SÍMI: 431-2580
WWW.SANSA.IS BORGARNES OG NÁGRENNI:
VIÐ MINNUM Á AÐ SANSABÍLLINN ER Á PLANINU HJÁ
GEIRABAKARÍ, DIGRANESGÖTU 6 BORGARNESI Á
ÞRIÐJUDÖGUM FRÁ KL. 17:00 - 18:00
- ÞÚ SÆKIR
Kíktu inná SANSA.IS
1 32
Guðmundur Þór Pálsson, verktaki
hjá GP Vélum á Akranesi, er heit-
fengnari en gengur og gerist. Síð-
degis á mánudaginn var hann að
steypa fyrir utan Kirkjubraut 54 á
Akranesi á stuttermabolnum. Guð-
mundur var að steypa upp í sem
nemur bílastæði fyrir einn bíl, en
stæðið var of nálægt gangbraut sem
liggur þar yfir götuna. Skapaði það
hættu fyrir gangandi vegfarendur,
því til að komast út úr stæðinu þurfti
að bakka bílnum út á gangbrautina.
Munaði oft litlu að slys yrðu af þeim
sökum.
Guðmundur var því kallaður til að
steypa í stæðið, en hann tekur að sér
alls kyns smáviðhald fyrir Akranes-
kaupstað. Var hann til að mynda að
steypa á öðrum stað í bænum þenn-
an sama dag, einnig á stuttermabol-
num. Vel lá á Guðmundi, sem sagði
vel hafa gengið að steypa og þvertók
fyrir að sér væri kalt. Þvert á móti
undraðist hann að blaðamaður væri
íklæddur jakka og með húfu á höfði.
Blaðamaður benti honum á að það
væri næstum kominn nóvember og
taldi töluvert óvenjulegra að vera úti
á bolnum en í jakka. Guðmundur
viðurkenndi að svo kynni vel að vera
en fannst engin ástæða til að dúða
sig. Rétt væri að vera klæddur eftir
aðstæðum, það ætti við nú sem og
eftir að vetur er genginn í garð. „Ég
fer kannski í þunna flíspeysu í vetur,
það ætti að vera meira en nóg fyr-
ir mig,“ sagði hinn heitfengi Guð-
mundur Þór Pálsson að endingu.
kgk
Steypt á stuttermabolnum í lok október
Guðmundur Þór Pálsson, verktaki hjá GP Vélum, steypir á stuttermabolnum. Fyllt var upp í sem nemur einu bílastæði, sem var of nálægt gangbraut á horni
Kirkjubrautar og Háholts. Guðmundur girðir hér vinnusvæðið af svo steypan fái
að harðna í friði.
Síðastliðinn miðvikudag var und-
irritaður í atvinnuvegaráðuneytinu
viðaukasamningur við Sóknaráætl-
un Vesturlands sem felur það í sér
að íslenska ríkið mun leggja fjöru-
tíu milljónir króna í uppbyggingu
Vínlandsseturs í Leifsbúð í Búð-
ardal. Megin hlutverk Vínlands-
seturs verður að byggja upp segul
fyrir ferðamenn og efla ferðaþjón-
ustu í Dalabyggð. Um er að ræða
samstarfsverkefni sem Dalabyggð,
Eiríksstaðanefnd og aðstandendur
Landnámsseturs í Borgarnesi hafa
unnið að á liðnum tveimur árum.
Verkefnið er hugarsmíði hjónanna
Kjartans Ragnarssonar og Sigríð-
ar Margrétar Guðmundsdóttur í
Landnámssetrinu. Gert er ráð fyr-
ir að Vínlandssetur verði byggt upp
sem samfélagsverkefni í eigu sveit-
arfélagsins eða sem sjálfseignar-
stofnun, en rekstur verði í höndum
einkaaðila.
Fjárveiting ráðuneytanna sem
hlut eiga að máli byggir á stefnu-
mótandi byggðaáætlun fyrir árin
2014-2017; „einkum með vísan í
sértækar aðgerðir á varnarsvæðum,
sem og áherslum löggjafans um
að sérstaklega skuli hlúa að svæð-
um sem búa við langvarandi fólks-
fækkun, atvinnuleysi og einhæft at-
vinnulíf,“ segir í frétt ráðuneytisins
vegna samningsins. „Dalir eru fyrst
og fremst landbúnaðarhérað og eru
breytingar í landbúnaði helsta or-
sök fólksfækkunar. Ekki hefur ver-
ið nægt framboð af atvinnutækifær-
um á svæðinu til að taka við þeim
sem bregða búi eða flytja úr sveit-
unum af öðrum orsökum. Atvinnu-
tækifærum í Búðardal hefur frekar
fækkað með samdrætti í þjónustu,
opinberri sem almennri. Sameining
sýslumannsembætta, lögregluum-
dæma og breytingar í bankakerfinu
hafa fækkað störfum. Með fækkun
starfa fækkar íbúum,“ segir í frétt
frá atvinnuvegaráðuneytinu.
Í samningnum um sóknaráætlanir
2015-2019 fyrir Vesturland, skuld-
binda samningsaðilar sig, ríkið og
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi,
sig til að auka ráðstöfunarfé til
samninga um atvinnuuppbyggingu
á samningstímanum. Heildarfram-
lag ráðuneytanna til þessa verkefnis
í Búðardal er eins og fyrr segir 40
milljónir króna. mm
Ríkið leggur fjörutíu milljónir í
uppbyggingu Vínlandsseturs
Jón Gunnarsson ráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra fyrir atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið og Rakel Óskarsdóttir stjórnarformaður Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Vínlandssetri er ætlað að vera til húsa í Leifsbúð.