Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Side 14

Skessuhorn - 01.11.2017, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201714 Í liðinni viku var haldinn opinn fundur í sal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem fjöldi manns kom saman, meðal annarra frambjóðendur flestra flokka sem buðu fram í nýafstöðnum þing- kosningum. Að fundinum stóðu, auk skólans, Samtök ungra bænda og Matís en yfirskrift fundarins var: „Aukið virði landbúnaðaraf- urða – Hvað ætlar Ísland að gera?“ Ungt fólk var áberandi á fundin- um enda fjöldi ungmenna á staðn- um við nám í búfræði og búvísind- um meðal annars og efni fundarins án efa bein tengt hagsmunum ungra og verðandi bænda, framtíðarfólks- ins í landbúnaði. Einar Freyr El- ínarson, formaður Samtaka ungra bænda, setti fundinn og hafðu um leið orð á því hvernig önnur und- irstöðugrein landbúnaðarins hefur orðið fyrir miklum skerðingum, þá sérstaklega núna í haust. Á hann við hina umtöluðu lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda. „Það gefur auga leið að sá hópur sem hvað mest er hætta á að falli út úr greininni eru ungir bændur sem hafa gjarnan lagst í miklar fjárfest- ingar til framtíðar, þó að sjálfsögðu séu það þeir sem síst skyldu hætta. Það er stór hætta á mikilli byggð- aröskun ef ekkert verður að gert og í þessu máli geta stjórnmála- flokkarnir ekki skilað auðu,“ sagði Einar er hann horfði til frambjóð- enda. Á sama tíma séu þó tækifæri í greininni almennt, hvert sem litið sé. Með stórauknum ferðamanna- straumi megi sækja mikið fram og þá með sérstöku tilliti til sérstöðu íslensks landbúnaðar. Til að mynda sé sýklalyfjanotkun með því minnsta sem gerist og það skipti ekki einung- is miklu máli í dag, heldur sé hún einnig grundvöllur farsæls gengis greinarinnar í framtíðinni. Minntist hann einnig á að mikilvægt væri að stytta bilið milli neytenda og fram- leiðslunnar sjálfrar, auka upplýs- ingaflæði á því hvaðan matvæli komi sem boðið sé upp á. Það stuðli að heilbrigðri samkeppni á markaðn- um þar sem allt sé uppi á borðun- um. Telur hann að jafnvel hafi hall- að á íslenskar afurðir sem séu fram- leiddar á öðrum forsendum en mörg önnur innflutt matvæli. Þekking á landbúnaði á heimsvísu Sæmundur Sveinsson, nýskipaður rektor Landbúnaðarháskólans, tók einnig til máls og ræddi mikilvægi margra opinberra stofnana á sviði landbúnaðar, sérstaklega þegar lit- ið sé til þróunar í framtíðinni. Þekk- ingin, rannsóknir og kennsla sé al- mennt á heimsvísu, það sé þó nánast talið sjálfsagt mál eins og svo margt annað á okkar frábæra Íslandi. Jafn- framt minnti hann viðstadda á að þetta hafi ekki orðið til í neinu tómarúmi, frekar en annað. Stjórn- völd fyrri ára höfðu lagt áherslu á og fjármagn í þessar stofnanir hér áður fyrr og það væri mikilvægt að bæta í þegar kæmi að þessu. Marg- ar hverjar af þessum grunnstofn- unum fræðasviðsins séu fjársvelt- ar í dag, þeirri þróun sé mikilvægt að snúa við til að efla þekkingu og auka skilning á landbúnaði og vist- kerfum yfir höfuð. Þannig væri hægt að sækja fram. Miklar framfarir í sjávar- útvegi á fáum árum „Er sauðfjárrækt umhverfisspjöll,“ byrjaði Sveinn Margeirsson, for- stjóri Matís, á að spyrja fundargesti. Það væri orðræða sem hann heyrði víða og væri gott dæmi um það hvernig tengingin milli neytenda og bænda væri rofin og mikilvægt væri að brúa bilin aftur. Lykill í því væri að efla praktíska tengingu iðnaðar og fræða líkt og gert hafi verið í sjáv- arútvegi. Þar hafi aflaverðmæti ver- ið tvöfaldað á síðustu tíu til fimmtán árum. Efling og fjárfesting í fræðum og rannsóknum þurfi að skila sér út í atvinnulífið en ekki einungis í formi fleiri birtra vísindagreina. Gagn- rýndi Sveinn fráfarandi landbúnað- arráðherra fyrir niðurskurð á fjár- veitingum til Matís, það væri slæm þróun. „Fyrsta atriðið sem var virkilega horft til í sjávarútvegi var bætt með- ferð hráefnis, það er lykilatriði í því að búa til meiri verðmæti og þar liggja tækifærin í því að auka verð- mætin,“ sagði Sveinn. Þetta geti verið allt frá mjög einföldum hugs- unum eins og hreinlega, að kæla á réttum tíma. Í tilfelli landbúnaðar að láta til dæmis kjöt hanga lengur en gert er í dag eftir slátrun og svo framvegis. Með aukinni nýtni, þró- un nýrra vara, hafði Sveinn trú á að hægt væri að þrefalda verðmæta- sköpun og arðsemi landbúnaðar á næstu fjórum árum. Þar spilar einn- ig rekjanleiki augljóst hlutverk, eins og formaður SUB minntist á. Auka þurfi staðbundna framleiðslu og samhengi Íslands sem hreins lands með hreinar afurðir í huga fólks, fyrir ferðamenn og almenna neyt- endur utan sem innanlands. Tæki- færi væru í að sameina landbúnað- ar-, sjávarútvegs- og utanríkisráðu- neyti þegar horft væri til útflutnings, þar væri hægt að ná ennþá lengra. Sveinn deildi einnig skoðun sinni á því hvernig það væri ákveðinn mis- skilningur að horfa einungis til þess að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, viðgerðakerfinu, væru til framtíð- ar gagnvart heilsu þjóðarinnar. Það gleymist að huga að viðhaldinu, lýð- heilsan væri fólgin í næringaröryggi í hreinum og ómenguðum matvæl- um, þar sem Ísland er í fararbroddi. „Fjárfestum í þekkingu, aukum stuðning við frumkvöðla og nýtum drifkraftinn í unga fólkinu,“ sagði Sveinn að lokum. Flokkarnir um margt sammála Seinni hluta fundar fengu frambjóð- endur tækifæri til að koma á fram- færi sínum áherslum í landbúnaði og leiðum til verðmætasköpunar. Voru þeir um margt sammála því sem kom fram í framsögu Einars, Sæmundar og Sveins. Að styrkja þyrfti tengsl milli bænda og neytenda en ekki síst afurðastöðva líka, sérstaklega í sauðfjárrækt. Einnig að efla þyrfti fræðasviðið til að auka þekkingu og hafði Sæmundur, rektor LBHÍ, orð á því í lok fundar að honum þætti ljóst að það skipti ekki máli hvaða flokkar mynduðu ríkisstjórn, aukið fjármagn yrði alltaf tryggt til skól- ans miðað við það sem frambjóð- endurnir lögðu til málanna. Margir voru sammála um að áherslu ætti að leggja á nýsköpun og sérstöðu afurð- anna, fólk væri farið að kaupa minni og dýrari en betri matvæli í miklum mæli eins og fulltrúi Bjartrar fram- tíðar minntist á. Hvað varðaði út- flutning nefndi fulltrúi Miðflokksins að ekki ætti að stefna á illa borgandi markaði, fulltrúa Samfylkingarinnar þótti það orðið fullreynt að stefna á erlenda markaði og sama mátti segja um innflutning ferskra matvæla, skoðanirnar voru mismunandi. Pí- ratar og Viðreisn sögðu það skapa heilbrigða samkeppni, bæði fyrir neytendur og framleiðendur, að fá erlend matvæli á markaðinn. Á móti vildu Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur sporna gegn slíkum hugmyndum. Einnig bar á góma að landbúnaður væri ekki bara spurning um framleiðslu matvælaafurða held- ur einnig sterkt byggðamál og í raun menning, þá sérstaklega hjá Vinstri grænum og Flokki fólksins. Mikl- ar umræður og fyrirspurnir voru í lok fundar til flokkanna og veltu bú- fræðinemar því meðal annars fyr- ir sér hvort flokkarnir hefðu hugs- að sér einhverja leið til að auðvelda nýliðun í landbúnaði, því hún væri mjög kostnaðarsöm. Sumir nefndu þá að ein leiðin til þess væri meðal annars að afnema verðtrygginguna sem rætt hefur verið töluvert um í aðdraganda kosninganna. Fundinum streymt Þess má geta að fundinum var streymt á facebook-síðu Samtaka ungra bænda og má sjá hann þar auk umræðna á twitter undir myllu- merkinu #aukidvirdi. Fyrirhugað er að halda landsþing á næsta ári um fundarefnið og standa vonir til þess að hægt verði í kjölfar þess að halda fleiri fundi þessum líkum um land allt til þess að freista þess að efla drifkraft og kveikja á hugmyndum til eflingar á landbúnaði. Ljóst er að lík- lega mun landbúnaður taka nokkur þróunarskref á næstu árum ef marka má umræðuna og viðburði í samfé- laginu samanber nýyfirstaðið stefnu- mót matvælaframleiðenda og veit- ingasala í Hjálmakletti í verkefninu Matarauður Vesturlands. sla Landbúnaðurinn horfi til sjávarútvegsins í verðmætasköpun afurða „Aukið virði landafurða hlýtur að verða eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkis- stjórnar,“ sagði Sveinn Margeirsson forstjóri Matís sem hélt erindi á fundinum. Ásamt honum fluttu erindi þeir Einar Freyr formaður SUB og Sæmundur Sveinsson nýskipaður rektor LBHÍ. Hátt í hundrað manns komu saman í sal LBHÍ til að ræða framtíð landbúnaðar. Nemandi við Landbúnaðarháskólann biður frambjóðanda um að færa rök fyrir því að tala fyrir loftslagsmálum á sama tíma og mælt er með auknum innflutningi matvæla sem skilji eftir sig stór umverfisspor. Frambjóðendur kynntu sína stefnu í landbúnaðarmálum og svöruðu fyrirspurnum fundargesta á lokaspretti kosningabarátt- unnar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.