Skessuhorn - 01.11.2017, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 17
Laugardaginn 4. nóvember
á milli kl. 14:00 og 16:00
Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu
Ágóði rennur til kaupa á efni fyrir
vinnustofu og búnaði fyrir heimilisfólk
Vöfflur með tilheyrandi verða seldar gegn vægu
gjaldi, ágóði af vöfflu- og kaffisölu rennur til starfs-
mannafélags Brákarhlíðar vegna fræðsluferðar
Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur!
Basar og vöfflusala
í Brákarhlíð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Stykkishólmsbær
Hafnargötu 3
340 Stykkishólmur
Sími: 433-8100
netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is
KT.: 620269-7009
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Til íbúa í Stykkishólmi
Samkvæmt skráningu á vegum Stykkishólmsbæjar
hefur hlutfall sorps sem fer til endurvinnslu minnkað.
Sú þróun er ekki ásættanleg og bendir til þess að
bæta þurfi sorpflokkun. Undirritaður, fyrir hönd
bæjarstjórnar, vill hvetja íbúar Stykkishólms og gesti
okkar til þess að bæta flokkun á sorpi og koma þannig
til móts við þá eindregnu stefnu Stykkishólmsbæjar
að vera í fremstu röð þeirra sveitarfélaga sem
leggja áherslu á umhverfismál.
Góð flokkun sorpsins og aukin endurvinnsla er
til marks um vilja til þess að hafa umhverfismálin
í hávegum. Tökum höndum saman og bætum
flokkun sorpsins sem fellur til í Stykkishólmi.
Stykkishólmi, 1. nóvember 2017
Sturla Böðvarsson
bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar
Átt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja?
Orlofssjóður BHM óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir
um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til
sjóðfélaga sumarið 2018.
Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum
og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss
fyrir 6–8 manns í gistingu.
Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með
myndum af eigninni á obhm@bhm.is. Fram
komi upplýsingar um staðsetningu, bygg-
ingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og
hugmyndir um leiguverð.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Snæfellsbær
Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalar-
og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir
hjúkrunarfræðingi til starfa í 80-100% stöðugildi.
Á Jaðri eru 12 hjúkrunarrými og 5 dvalarrými.
Heimilið var nýlega stækkað og allt tekið í gegn. Þar er vinnuaðstaða með því besta sem gerist.
Nánari upplýsingar veitir Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðumaður í síma 857-6605.
Skriflegum umsóknum er tilgreini menntun, fyrri störf og 2 umsagnaraðila
ber að skila til forstöðumanns Jaðars fyrir 20. nóvember 2017 á netfangið
jadar@snb.is ellegar á póstfangið Hjarðartún 3a, 355 Ólafsvík.
Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ.
Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif,
Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli!
Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna.
Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp
á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi.
Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf,
hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík.
Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma.
Forstöðumaður
Frábær stemning og góður mór-
all hefur myndast í CrossFit stöð-
inni CrossFit Ægi, sem var opnuð
á Akranesi í september. Bræðurnir
Gunnar Smári og Jóhann Örn Jón-
björnssynir ásamt Sunnefu Burgess
eiga stöðina og segja þau viðtökur
bæjarbúa hafa verið mun betri en
þau þorðu að vona. „Þetta er búið
að vera rosalega skemmtilegt, bæði
hversu margir hafa komið að æfa hjá
okkur og að fylgjast með fólki á æf-
ingum og sjá alla bæta sig, einhver
sem gat kannski ekki gert armbeygju
í fyrsta tíma en tekur 20 í dag,“ segir
Sunnefa í samtali við blaðamann.
Allir sem vilja æfa CrossFit verða
að sækja grunnnámskeið áður en
mætt er í WOD, Workout of the
day. „Núna í lok vikunnar verða
sjö hópar búnir að ljúka grunn-
námskeiði hjá okkur, sem gerir 140
manns. Það er langt framúr okk-
ar allra björtustu vonum. Næstu
grunnnámskeið hefjast eftir helgi
og er orðið fullt á þau öll og lang-
ur biðlisti kominn á helgarnámskeið
sem verður haldið 11.-12. nóvem-
ber. Við erum alveg rosalega stolt og
meyr yfir þessu öllu,“ segir Sunnefa.
„Ég held líka að fólk sé ánægt hjá
okkur, en þeir sem hafa lokið grunn-
námskeiði eru flestir búnir að vera
duglegir að mæta í WOD. Það kem-
ur svo betur í ljós núna 6. nóvember,
þegar fyrstu áskriftarkortin hjá okk-
ur renna út, hversu margir ætla að
halda áfram. Við gerum okkur grein
fyrir að CrossFit er ekki fyrir alla,
annað hvort elskar fólk þetta eða
finnur sig alls ekki í þessu. En við
erum mjög bjartsýn á framhaldið,“
segir Sunnefa og bætir því við að
þau leggi mikla áherslu á að öllum
líði vel í tímum og að nóg pláss sé
fyrir alla. „Við viljum ekki sprengja
þetta alveg og gætum þess að taka
ekki of marga inn í einu. Við viljum
halda í þessa góðu stemningu,“ bæt-
ir hún við.
Tveir gestakennarar með mikla
reynslu á sínu sviði hafa haldið helg-
arnámskeið hjá CrossFit Ægi og að
sögn Sunnefu er stefnt að fleiri slík-
um námskeiðum. „Evert Víglunds-
son var með grunnnámskeið hjá
okkur í september og Kári Walter
var með helgarnámskeið í ólymp-
ískum lyftungum núna í október.
Þessi námskeið gengu mjög vel og
voru vel sótt. Bæði Evert og Kári
hafa sýnt áhuga á að koma aftur til
okkar en ekkert hefur verið neglt
niður ennþá,“ segir Sunnefa. Fyrir
þá sem hafa áhuga á að prófa Cross-
Fit er hægt að finna allar upplýsing-
ar á heimasíðu CrossFit Ægis, www.
crossfitaegir.is. arg
Frábær stemning í CrossFit Ægi
Æfing dagsins í gangi.
Hópur ungra kvenna sem æfir hjá Crossfit Ægi.