Skessuhorn - 01.11.2017, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 27
fengið misjöfn viðbrögð við þessari
ákvörðun minni, en það er ótrúlegt
hvað fólk getur haft mikla skoðun
á lífi annarra. Ég hef t.d. fengið að
heyra að barnið mitt ætti ekki að fá
leikskólapláss, því ég tók ákvörðun
um að gera þetta ein þá ætti ég bara
að sjá alveg um hann sjálf. Margir
hafa líka sakað mig um að vera vond
móðir því ég er að eignast barn án
föður. Ég tek svona athugasemdum
ekki inná mig. Ég veit hvað er rétt
fyrir mig og mína fjölskyldu og það
eitt skiptir mig máli,“ segir Sunna
og bætir því við að hún sé vel með-
vituð um að með því að opna líf sitt
á samfélagsmiðlum geti hún átt von
á allskonar skilaboðum frá fólki.
„Ég fæ samt mikið meira af jákvæð-
um og skemmtilegum skilaboðum
heldur en neikvæðum.“
Opnar sig um
feimnismál
„Ég man þegar ég eignaðist Jas-
mín hafði ég enga hugmynd um
hvað myndi koma eftir fæðinguna.
Ég stóð í þeirri trú að um leið og
barnið væri komið út væri allt þetta
erfiða búið. Ég vissi ekki að það
væri eðlilegt að hin ýmsu vandamál
gætu fylgt í kjölfar fæðingar, enda
fékk ég enga fræðslu um það,“ seg-
ir Sunna, en hún hefur, frá því Axel
Helgi fæddist, verið ófeimin við að
segja frá öllu því sem líkami hennar
er að ganga í gegnum. „Mín upplif-
un er að þetta er mikið feimnismál,
eins og fleiri málefni sem tengjast
líkama kvenna. Guð forði fólki að
heyra minnst á túrblóð eða útferð,“
segir Sunna og hlær.
Ekki sagt allt
„Þegar kona er búin að eignast
barn er erfiði parturinn ekki endi-
lega búnn, legið er lengi að dragast
saman og því fylgja oft miklir verk-
ir. Ég man hvað ég var reið yfir
þessum verkjum fyrst, því maður
er búinn að rembast lengi við að
koma barni í heiminn og þá vill
maður vera búinn með þetta slæma
þegar barnið er loksins fætt. Með
smá fræðslu hefði ég getað und-
irbúið mig betur fyrir þetta. Svo
fylgir úthreinsun í kjölfar fæðing-
ar og gyllinæð er líka eitthvað sem
flestar mæður hafa fengið að kynn-
ast. Margar konur rifna og þá þarf
að sauma og kynfærin verða bólg-
in, sumar konur geta jafnvel ekki
pissað í klósett lengi á eftir, heldur
þurfa að pissa í sturtu og sprauta
vatni á sig um leið. Konum er ekki
nærri alltaf sagt frá þessu, allavega
ekki áður en barnið fæðist.“
Vill opnari umræðu
og fræðslu
Sunna segir það ekki hafa verið
planið að taka fyrir þetta málefni
á Snapchat, heldur hafi það gerst
þegar hún fann að þörf væri á að
opna þessa umræðu „Ég hef heyrt
margar vinkonur mínar tala um að
þær hafi ekki fengið nærri nógu
mikla fræðslu um hvað gerðist eft-
ir fæðingu. Ég kom lítillega inná
þetta á Snapchat og viðbrögðin
voru rosaleg. Ég fékk fjölda skila-
boða frá konum sem tóku und-
ir þetta með mér. Margar þeirra
sögðust hafa sömu sögu að segja
og aðrar sendu mér skilaboð til að
þakka mér fyrir upplýsingarnar því
þær ættu von á barni en hefðu ekki
fengið neina fræðslu um þetta. Ég
skil ekki af hverju ljósmæður eða
læknar ræði þetta ekki betur við
verðandi mæður. Mér finnst þetta
ekki feimnismál svo ég ákvað að
tala opið um þetta og vona að heil-
brigðisstarfsmenn bæti fræðslu fyr-
ir verðandi mæður,“ segir Sunna
að endingu.
arg/ Ljósm. úr einkasafni Sunnu.
Á laugardaginn gengu Íslendingar
til alþingiskosninga. Hér í Norð-
vesturkjördæmi bauð Framsóknar-
flokkurinn fram framboðslista með
kraftmiklu fólki víðsvegar úr kjör-
dæminu. Eins og öllum er ljóst þá
hefur flokkurinn gengið í gegnum
talsverða erfiðleika. En á undan-
förnum vikum hefur komið fram
mikill kraftur og tekist hefur að
virkja grasrót flokksins víðsveg-
ar um landið. Á ferðum okkar um
kjördæmið fundum við fyrir mik-
illi jákvæðni og hún endurspeglað-
ist í úrslitum kosninganna. Þegar
búið var að telja öll atkvæði þá fékk
Framsóknarflokkurinn 18,42% at-
kvæða og er næststærsti flokkurinn
í kjördæminu.
Undirrituð voru kjörin á Alþingi
fyrir okkar kjördæmi og við vilj-
um með þessari stuttu grein þakka
ykkur fyrir þann stuðning sem þið
sýnduð bæði okkur og Framsókn-
arflokknum. Þessu fylgir mikil
ábyrgð og við munum leggja okkur
fram að standa undir henni. Norð-
vesturkjördæmi er stórt og víðfemt.
Það að ná tveimur þingmönnum
auðveldar okkur að ná utan um
kjördæmið.
Við viljum að lokum hvetja íbúa
kjördæmisins til að vera í sambandi
við okkur um mál sem brenna á
fólki. Við erum hér fyrir ykkar til-
stilli og mikilvægt að samstarf okk-
ar verði gott á kjörtímabilinu.
Með góðri kveðju
og þökk fyrir stuðninginn.
Ásmundur Einar Daðason og
Halla Signý Kristjánsdóttir
Takk fyrir stuðninginn!
Pennagrein
Borgfirðingurinn Sunna Rós Bax-
ter er einstæð móðir sem býr nú í
Keflavík. Hún eignaðist sitt annað
barn, Axel Helga, föstudaginn 13.
október síðastliðin. Fyrir átti hún
Jasmín, átta ára. Sunna fæddi Axel
Helga heima og sýndi frá fæðing-
unni á Snapchat, þar sem nokkur
þúsund manns fylgdust með. „Ég
er mjög opin manneskja og á ekk-
ert erfitt með að hleypa fólki nokk-
uð nærri mér. Margir höfðu fylgst
með allri meðgöngunni á Snapchat
og voru spenntir að sjá fæðinguna
líka svo ég ákvað að sýna bara frá
öllu,“ segir Sunna aðspurð hvers
vegna hún hafi ákveðið að sýna frá
fæðingunni. „Þar hjálpaði vissulega
að hafa fæðinguna heima. Ég er
ekki viss um að ég hefði getað sýnt
frá öllu ef ég hefði verið á sjúkra-
húsi. Það er mun afslappaðra að
fæða heima hjá sér, ég þurfti ekki
að hafa áhyggjur af hvaða ljósmóð-
ir væri með mér eða að ég þyrfti
jafnvel að skipta um ljósmóðir í
miðri fæðingu. Ég vissi nákvæm-
lega hverjir yrðu viðstaddir og ég
valdi það fólk sjálf. Þó fæðingin hafi
vissulega verið löng og tekið mik-
ið á var andrúmsloftið gott og mér
fannst yndislegt að geta haft Jasmín
með, en ég efast um að hún hefði
fengið að vera hjá mér á spítala.
Fæðingin var einnig tekin upp fyr-
ir heimildamynd um heimafæðing-
ar svo mér fannst lítið mál að deila
henni líka á Snapchat, með öllum
sem höfðu beðið spenntir með mér
alla meðgönguna,“ bætir Sunna við
og hlær.
Eignaðist
Axel Helga ein
Sunna er eina foreldri Axels Helga
en hún fór í tæknisæðingu til að
verða ófrísk. „Ég get vel skilið að
fyrir margar konur sé þetta erfitt að
hugsa sér að eignast barn ein, sér-
staklega ef um er að ræða óplanaða
meðgöngu eða ef viðkomandi kona
er að eignast fyrsta barn. Það á alls
ekki við um mínar aðstæður. Ég tók
ákvörðun um að eignast Axel Helga
og skipulagði það sjálf. Ég vissi líka
alveg út í hvað ég væri að fara, eða
eins mikið og foreldri getur vitað
um það, en ég hef verið ein með
Jasmín frá upphafi. Hún á pabba
sem býr í Noregi svo hún fer ekki
mjög oft til hans, þó hún fari stund-
um. Ég gerði mér því alveg grein
fyrir hvernig það er að vera einstæð
móðir,“ segir Sunna. „Ég vildi ein-
faldlega eignast annað barn en ég
vildi ekki fara í samband, svo þetta
var leiðin sem ég valdi. Ég hef alveg
Sýndi frá fæðingu í beinni útsendingu
Sunna Rós Baxter með Axel Helga nýfæddan í fanginu og hjá þeim er Jasmín, 8 ára
dóttir Sunnu, sem fékk að fylgjast með fæðingu bróður síns.
Sunna með börnin sín tvö, Jasmín og Axel Helga
Sunna og Axel Helgi.
Sunna fæddi Axel Helga heima.