Skessuhorn - 01.11.2017, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 29
Sumarhús til leigu
Hef til leigu í skamman tíma lít-
ið sumarhús. Upplýsingar í síma
897-5142.
Stúdíóherbergi í Borgarnesi
Til leigu stúdíóherbergi á besta
stað í Borgarnesi með salerni,
húsgögnum, ísskáp, örbylgjuofni,
borðbúnaði, Stöð 2 o.fl. Sérinn-
gangur. Nánari upplýsingar í síma
860-8588.
Markaðstorg VesturlandsNýfæddir Vestlendingar
LEIGUMARKAÐUR
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna
Frítt á www.SkeSSuhorn.iS
Fyrir klukkan 12.00 á þriðju-
döguM
27. október. Stúlka. Þyngd:
3.390 gr. Lengd: 49,5 cm.
Foreldrar: Hafdís Mjöll
Lárusdóttir og Björn Torfi
Axelsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir.
28. október. Drengur. Þyngd:
3.304 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Sunna Garðarsdóttir og Skúli
Guðmundsson, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
29. október. Drengur. Þyngd:
3.454 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Eva Dögg Einarsdóttir og Orri
Þorkell Arason, Mosfellsbæ.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
Á döfinni
Grundarfjörður -
miðvikudagur 1. nóvember
Menningarhátíðin Rökkurdagar
stendur yfir í Grundarfirði um þessar
mundir og lýkur hátíðinni laugardaginn
4. nóvember næstkomandi. Fjölmargir
viðburðir af ýmsum toga. Dagskrá
Rökkurdaga má finna á www.
grundarfjordur.is.
Akranes -
miðvikudagur 1. nóvember
Menningarhátíðin Vökudagar er í
fullum gangi á Akranesi og stendur
til 5. nóvember. Fjölbreytt dagskrá og
fjölmargir viðburðir um allan bæ. Sjá
ítarlega dagskrá á www.akranes.is.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 1. nóvember
Sviðamessa FAB. Félag aldraðra í
Borgarfjarðardölum heldur hina árlegu
sviðamessu í Brún í Bæjarsveit kl.
14:00 til 17:00. Nýir félagar 60+ boðnir
velkomnir í félagið.
Akranes -
miðvikudagur 1. nóvember
Ungir gamlir, tvennir tónleikar í
Bíóhöllinni á Akranesi. Hinu árlega
tónlistarverkefni Ungir gamlir lýkur að
venju með tvennum stórglæsilegum
tónleikum í Bíóhöllinni. Markmið
tónlistarverkefnisins er að gefa hinum
yngri tónlistarmönnum á Akranesi
tækifæri til að vinna með reyndara
fólki og auka þannig líkurnar á því
áhugi þeirra fleyti þeim lengra á sviði
tónlistarinnar. Áhugasamir nemendur
taka þá þátt í stuttum námskeiðum
með þekktum tónlistarmönnum og
setja svo upp stórglæsilega tónleika. Í
ár kemur Páll Óskar Hjálmtýrsson fram
með ungu tónlistarmönnum. Fyrri
tónleikarnir fara fram kl. 17.30 og þeir
seinni kl. 20.30.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 1. nóvember
Skallagrímur tekur á móti Haukum í
Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik.
Leikið verður í íþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi kl. 19:15.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 2. nóvember
Pokahlaup í Hyrnutorgi kl. 17:00 til
18:00. Pokahlaupið er upptaktur
að umhverfisátaki Borgarbyggðar,
sem miðar að vþí að minnka notkun
burðarplastboka. Margnota pokar hafa
verið saumaðir í Öldunni í Brákarey
og eru merktir sem „pokar að láni“ og
hugmyndin er að þeir sem gleyma
margnot-pokunum sínum fái lánaðan
poka sem þeir svo skila. Pokarnir verða
í byrjun staðsettir við Bónus og Nettó.
Aldan mun halda utan um verkefnið
og bæta á pokum eftir þörfum, þar til
jafnvægi hefur náðst. Margt verður
að skoða úr héraði á pokahlaupinu,
skemmtun og ræðustúfar.
Snæfellsbær -
fimmtudagur 2. nóvember
Opin æfing og samsöngur í Langaholti
kl. 20:30. Karlakórinn Kári og Karlakórinn
Heiðbjört verða með opna æfingu og
samsöng í Langaholti í Staðarsveit. Frítt
inn og allir velkomnir.
Stykkishólmur -
föstudagur 3. nóvember
Vesturlandsslagur í körfunni! Snæfell
tekur á móti ÍA í 1. deild karla. Leikurinn
hefst kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í
Stykkishólmi.
Borgarbyggð -
föstudagur 3. nóvember
Tónleikar með Hafdísi Huld á Sögulofti
Landnámsseturs kl. 20:00. Hafdís Huld
sendi fyrr á árinu frá sér sýna fjórðu
sólóplötu Dare to Dream Small og
heldur nú tónleika hér á landi til þess
að fagna útgáfunni. Platan hefur fengið
frábæra dóma bæði hér heima og
erlendis. Með Hafdísi á tónleikunum
verður Alisdair Wright en saman
hafa þau komið fram á tónleikum
og tónlistarhátíðum um allan heim
undanfarin 11 ár. Miðasala á www.midi.
is.
Grundarfjörður -
laugardagur 4. nóvember
Hljómsveitin Á móti sól á stórdansleik
í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Húsið
opnar kl. 23:00. Aldurstakmark er 18 ár
og miðaverð er kr. 3.000, miðasala við
innganginn.
Borgarbyggð -
sunnudagur 5. nóvember
Vígsluafmæli Stafholtskirkju. Í byrjun
nóvember verða liðin 140 ára frá því
Stafholtskirkja var vígð. Af því tilefni
verður hátíðarmessa þar sem frú
Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr.
Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Stafholtskirkju leiðir söng
undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur.
Messan hefst kl. 14:00. Að henni
lokinni verður boðið til kaffisamsætis á
prestssetrinu.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 9. nóvember
Tónleikar með Guitar Islancio. Þeir Björn
Thoroddsen, Gunnar Þórðarsson og Jón
Rafnsson í Guitar Islancio verða með
tónleika á sögulofti Landnámsseturs
fimmtudaginn 9. nóvember. Á
efnisskránni eru lög af nýútkomnum
geisladiski, ,,Þjóðlög”, auk laga úr
ýmsum áttum. Verð aðgöngumiða
2.500 Miðasala við innganginn – posi á
staðnum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Næstkomandi laugardag klukkan 13
mun Áslaug Jónsdóttir frá Melaleiti
í Hvalfjarðarsveit lesa fyrir yngstu
börnin á Bókasafni Akraness úr ný-
útkominni bók sinni. Áslaug skrif-
ar fyrir börn og eru Skrímslabæk-
urnar hennar með vinsælli bókum á
bókasafninu og hafa þær hlotið fjölda
verðlauna og verið gefnar út í nokkr-
um löndum. Fyrsta barnabók Áslaug-
ar kom út árið 1990 en síðan hefur
hún skrifað margar myndabækur fyr-
ir yngstu börnin og þrjú barnaleikrit.
Hún hefur jafnframt unnið við sjón-
listir af ýmsu tagi, myndlýst eigin
bækur og annarra, teiknað fyrir dag-
blöð, tímarit og annað prentað efni
sem og hannað leikmyndir. mm
Áslaug les fyrir yngstu börnin
Jón Bjarnason organisti í Skál-
holti og píanóleikari heldur tón-
leika sem bera yfirskriftina Tungl-
skin og öldugangur í Vinaminni á
Akranesi í kvöld, miðvikudaginn
1. nóvember klukkan 20. Á tón-
leikunum verður myndasýning
með skýja- og náttúruljósmynd-
um, sem Jón hefur tekið, á með-
an hann leikur píanótónlist eftir
nokkra af helstu meisturum píanó-
bókmenntanna. Helst ber að nefna
Tunglskinsónötu Beethovens og
hina frægu cís moll prelúdíu eft-
ir Rachmaninoff. Ljósmyndunum
hefur verið raðað upp með tilliti
til stemningar píanóverkanna sem
leiknin eru á tónleikunum. Á efn-
isskránni eru verk sem ná yfir þró-
un píanósins og píanótónlistar með
verkum eftir J.S. Bach, (1685-1750)
Beethoven, Chopin, Liszt, Rachm-
aninoff, Debussy og endar á Mau-
rice Ravel (1875 –1937) Bösendor-
fer flygillinn í Vinaminni er frábært
hljóðfæri og það stefnir í dásamlega
kvöldstund
Tónleikarnir eru í um klukku-
stund og eru liður í dagskrá Vöku-
daga, menningar- og listahátíðar á
Akranesi. Aðgangseyrir kr. 2.500
en Kalmansvinir greiða kr. 1.500.
-fréttatilkynning
Píanótónleikar og myndasýning
Jóns Bjarnasonar í Vinaminni
Laugardaginn 4. nóvember næst-
komandi verður opið hús í Heil-
brigðisstofnun Vesturlands í Borg-
arnesi frá klukkan 11 til 14. Þetta
er í fjórða skipti sem starfsfólk býð-
ur íbúum að kíkja við á heilsugæslu-
stöðinni og njóta fræðslu um valið
efni. Nú sem fyrr er valinn sami
dagur og basar heimilisfólks í Brák-
arhlíð er haldinn. Linda Kristjáns-
dóttir yfirlæknir í Borgarnesi segir
að þessu sinni verði gestir fræddir
um stoðkerfisverki og meðhöndlun
við þeim.
„Þetta er orðinn fastur og heim-
ilislegur liður í okkar starfi og við
veljum alltaf eitt viðfangsefni sem
þema á hverju ári. Áður höfum við
haft þema um sykursýki, öndunar-
færasjúkdóma, reykingar og andleg
vandamál. Nú ætlum við hins vegar
að fjalla um stoðkerfisvandann. Við
munum bjóða upp á stutta fyrir-
lestra um verki og meðhöndlun við
þeim, hvað sé til ráða og farið yfir
úrræði. Við sýnum veggspjöld með
leiðbeiningum og hvar fólk get-
ur aflað sér upplýsinga, svo sem á
netinu. Þá mun sálfræðingur okkar
fjalla um hugræna atferlismeðferð.
Mest áhersla verður lögð á að fjalla
um hvaða úrræði eru í boði fyrir þá
sem glíma við stoðkerfisverki og
á því eru ýmsir vinklar með og án
lyfja,“ segir Linda.
Í boði verða léttar veitingar. „Við
starfsfólkið bjóðum alla velkomna
til okkar, fólk á öllum aldri,“ segir
Linda.
mm
Fjallað um stoðkerfisverki á
opnu húsi í HVE Borgarnesi
Sunnudaginn 5. nóvember næst-
komandi er allra heilagra messa í
kirkjum landsins og kirkjudagur
Akraneskirkju. „Á þeim degi er lát-
inna minnst og heiðruð minning
þeirra sem látist hafa síðastliðið ár.
Við hátíðarmessu kl. 14 verða les-
in nöfn þeirra sem voru jarðsungn-
ir frá Akraneskirkju frá kirkjudegin-
um árið 2016. Einnig verða tendruð
kertaljós til minningar um látna ást-
vini. Eftir messu býður kirkjunefndin
til kirkjukaffis í Vinaminni. Allir eru
velkomnir til messu,“ segir í tilkynn-
ingu frá prestum Akraneskirkju.
Um kvöldið sunnudaginn 5.
nóvember klukkan 20 verður Sálma-
kvöld í Vinaminni. „Fluttir verða
sálmar eftir þá Sigurð Flosason og
Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Kór
Akraneskirkju syngur og Sigurður og
Aðalsteinn Ásberg munu segja frá til-
urð sálma sinna og hvers vegna þeir
semja sálma.“
mm
Kirkjudagur Akraneskirkju og
Sálmakvöld næsta sunnudag