Skessuhorn - 01.11.2017, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni,
hafnaði í öðru sæti á Saler Valencia
mótinu sem lauk á Spáni á föstudag-
inn.
Valdís og hin sænska Emma
Nilsson voru jafnar fyrir lokahring
mótsins. Valdís lék þriðja og síðasta
hringinn á pari og lauk leik í mótinu
á samtals fimm höggum undir pari,
aðeins einu höggi á eftir Emmu sem
fór með sigur af hólmi. Er þetta
besti árangur Valdísar á LET Access
mótaröðinni, þeirri næststerkustu í
Evrópu.
Mótið á Spáni var það síðasta á
LET Access mótaröðinni á þessu
keppnistímabili. Valdís tók þátt í
sex þeirra og endaði þrisvar sinnum
meðal fimm efstu.
Framundan hjá Valdísi eru mót
á LET Evrópumótaröðinni, í Abu
Dhabi, Indlandi og Kína. Valdís háir
harða baráttu um að halda keppnis-
rétti sínum í þeirri mótaröð, sem er
sú sterkasta í Evrópu. kgk
Valdís Þóra
hársbreidd frá sigri
Íslandsmeistaramót 15 ára og
yngri í glímu var haldið á Hvols-
velli laugardaginn 28. október.
Glímufélag Dalamanna sendi
fjórar efnilegar glímudrottningar
til keppni í mótinu. Jasmín Hall
Valdimarsdóttir keppti í flokki tíu
ára stúlkna og gerði sér lítið fyrir
og sigraði í sínum flokki.
Í flokki ellefu ára stúlkna kepptu
þær Jóhanna Vigdís Pálmadóttir,
Dagný Sara Viðarsdóttir og Dagný
Þóra Arnarsdóttir. Jóhanna hafnaði
þar í öðru sæti, Dagný Sara í því
þriðja og Dagný Þóra í sjötta sæti.
kgk
Dalastúlkur gerðu
það gott í glímunni
Efnilegar glímudrottningar úr Glímufélagi Dalamanna. Ljósm. UDN.
Knattspyrnufélag ÍA samdi í liðinni
viku við tvo leikmenn sem spila munu
í Inkasso deildinni næsta sumar með
félaginu. Annars vegar var samið við
Hall Flosason um að verða áfram
með liðinu næstu tvö árin og hins
vegar gengur FH ingurinn Hörður
Ingi Gunnarsson til liðs við Skaga-
menn og mun spila með félaginu
næstu þrjú árin.
Knattspyrnumaðurinn Hallur
Flosason er 24 ára og uppalinn hjá
ÍA. Hann hefur verið einn af lykil-
mönnum Skagamanna og því metur
félagið hann sem mikilvægan hlekk í
liðið. Hallur hefur spilað 65 leiki með
meistaraflokki og skorað þrjú mörk.
Þá var skrifað undir þriggja ára
samning við Hörð Inga Gunnarsson
og gildir samningur því út leiktíðina
2020. Hörður Ingi er fæddur 1998
og er uppalinn hjá FH. Hann spilaði
sjö leiki í Pepsi deildinni í sumar með
Víkingi Ólafsvík. Einnig spilaði hann
tíu leiki fyrir HK í Inkassó deildinni.
Hörður hefur líka leikið með U17,
U19 og U21 árs landsliðum Íslands.
mm
Hallur og Hörður Ingi semja við ÍA
Frá undirritun samnings við Hörð Inga.
Frá undirritun samningsins við Hall Flosason.
Eftir rólega byrjun haustsins á
mótum, tóku sundmenn Sund-
félags Akraness þátt í sterku móti
hjá SH um helgina. 23 sundmenn
tóku þátt og gríðarlega góð stemn-
ing var á bakkanum, alls voru 55
bætingar hjá hópnum um helgina.
Bestum árangri Skagafólks-
ins náði Brynhildur Traustadótt-
ir en hún setti nýtt Akranesmet í
1500m skriðsundi stúlkna. Bætti
hún gamla tímann sem var frá
2005 um 55 sek. og synti á tím-
anum 18.25.27. Ágúst Júlíusson
elsti sundamaðurinn SA tók gull í
50 og 100m flugsundi og brons í
200m flugsundi. Þess má geta að
100m flugsundið var sjötta stiga-
hæsta sundið á mótinu hjá körlum
skv. FINA stigum.
Eftirtaldir sundmenn komu með
verðlaun heim um helgina:
Gull: Ágúst, Sævar Berg, Bryn-
hildur, Sindri Andreas, Ásgerður
Jing.
Silfur: Sævar Berg, Sindri Andr-
eas, Una Lára, Guðbjörg Bjartey.
Brons: Ágúst, Sindri Andreas,
Ingibjörg Svava, Brynhildur.
Að sögn Trausta Gylfasonar for-
manns Sundfélags Akraness er
mikið að gera hjá félaginu núna.
Um næstu helgi fara yngri sund-
menn á mót í Reykjanesbæ á með-
an Ágúst Júlíusson og Sævar Berg
Sigurðsson munu keppa á sterku
alþjóðlegu móti í Kristiansand í
Noregi. Undirbúningur fyrir Ís-
landsmeistaramót í 25m laug er
einnig í fullum gangi, en það mót
fer fram í Laugardalslaug dagana
17. til 19. nóvember. mm/tg
Brynhildur setti Akranesmet í skriðsundi
Brynhildur Traustadóttir.
Blakdeild Ungmennafélags Grundar-
fjarðar stóð fyrir svokallaðri æfinga-
helgi í blaki um liðna helgi. Það var
Birta Björnsdóttir, landsliðskona úr
HK, sem sá um æfingarnar sem voru
fyrir alla aldurshópa sem æfa blak.
Góð mæting var hjá krökkunum sem
skemmtu sér vel undir dyggri leið-
sögn Birtu. Það voru fjölmargir sem
styrktu þennan viðburð en Kjörbúð-
in bauð öllum iðkendum upp á ávexti
alla helgina og Ragnar og Ásgeir ehf
bauð uppá pizzuveislu. Mikill hugur
er í blakdeildinni og mikið af efnileg-
um krökkum að koma upp. Stefnt er
að því að halda aðra svona helgi fljót-
lega eftir áramót og mun Birta þá
mæta aftur til að leiðbeina iðkendum.
tfk
Frábær æfingahelgi í blaki
Hópurinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara Skessuhorns.
Hrekkjavökumót Klifurfélags ÍA var
haldið um helgina með pompi og
prakt. Tóku um 25 ÍA klifrarar þátt
í mótinu. Eins og venja er voru þátt-
takendur klæddir upp í hrekkjavökus-
tíl og fjölmargir áhorfendur fylgdust
með og hvöttu sitt fólk áfram. Klifr-
aðar voru 15 leiðir sem leiðasmið-
ir ÍA sáu um að setja upp sérstaklega
fyrir þetta mót og náðu þrír klifrar-
ar að klára 14 af 15 leiðum. Að móti
loknu fengu áhorfendur að spreyta
sig á leiðunum og höfðu gaman að.
Eftir kosninganótt var svo blás-
ið til klifurs fyrir fullorðna á sunnu-
degi og var þátttaka með besta móti.
Mikill áhugi hefur verið fyrir fullorð-
insklifri og er Klifurfélagi ÍA ljúft og
skylt að verða við því, að sögn Þórðar
Sævarssonar. „Hins vegar er aðstaða
félagsins í kjallara íþróttahússins að
Vesturgötu langt frá því að vera full-
nægjandi en það segir sig sjálft að
klifur í kjallara setur félaginu ákveðn-
ar skorður. Meðal annars eru fjölda-
takmarkanir í hópa vegna plássleys-
is og aðstaðan er ófullnægjandi fyrir
eldri og reyndari klifrara. Það er því
von félagsins að hægt verði að finna
annað og hentugra húsnæði und-
ir aðstöðu félagsins hið fyrsta. Með
bættri aðstöðu myndi vera hægt að
bjóða upp á opna tíma fyrir almenn-
ing í klifur en núverandi aðstaða
býður ekki upp á slíkt svo vel sé,“
segir Þórður.
Framundan hjá Klifurfélagi ÍA
er fyrsta mót Íslandsmeistaramóta-
raðarinnar og fer það fram helgina
18.-19. nóvember í Klifurhúsinu í
Reykjavík. ÍA verður með keppendur
í öllum yngri flokkum ásamt flokki
ungmenna (U-19) kvenna.
mm/þs
Klifurfélag ÍA hélt
Hrekkjavökumót