Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 20184
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Þessir litlu sigrar
nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, segir í
kvæðinu. Sú er raunin enn eitt árið. Margt gott gerðist á árinu sem við
höfum nú kvatt. Við getum til að mynda glaðst yfir frábærum árangri
íslenska fótboltalandsliðsins og látið okkur hlakka til að fylgjast með
strákunum austur í Rússlandi í sumar. Íslenskir kylfingar hafa einnig
verið að gera garðinn frægan og meðal annars Valdís Þóra Jónsdóttir af
Akranesi sem náði besta árangri nokkurs íslensks kylfings fyrr og síðar
með því að komast á verðlaunapall á stórmóti. Að það hafi ekki dug-
að henni til að verða kjörin Íþróttamaður ársins, er umhugsunarvert,
en sýnir kannski helst hvílíkar kanónur báðar þessar konur eru, hún og
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Í fjölmörgum fleiri íþróttagreinum eig-
um við afburðafólk. nægir að nefna árangur Borgfirðinganna Jakobs
Svavars Sigurðssonar og Mána Hilmarssonar sem báru af á HM í Hol-
landi í sumar á hrossum sínum.
En þessir litlu sigrar voru á svo fjölmörgum öðrum sviðum. Í atvinnu-
lífinu má nefna stórsókn í ferðaþjónustu sem leitt hefur til að hvert
fyrirtækið á fætur öðrum opnar sínar dyr og bjóða fram þjónustu. Ég
nefni sem dæmi Jón Jóel og frú hjá GoWest sem halda kynningar fyrir
fulltrúa annarra landa um hvernig standa á að sjálfbærri ferðaþjónustu.
nú eða náttúrulaugarnar sem opnaðar hafa verið í nafni Krauma við
Deildartunguhver. Á hverjum degi vinnur Hilmar vitavörður á Akra-
nesi litla sigra með því að laða á Akranes fjölda ferðafólks. Auk þess má
nefna að árangur Landnámssetursins í Borgarnesi er ótrúlega góður.
Alla daga ársins er þar fullt af gestum sem fræðast um sögu lands og
þjóðar og nýtur heilnæmra veitinga. Árangur íslenskrar ferðaþjónustu
er ekki síst eftirtektarverður í ljósi þess að langt er frá að uppbygging
innviða hafi fylgt eftir þeirri fjölgun fólks sem hingað sækir. Það er
von mín að ekki þurfi að verða mörg slys á borð við það sem varð við
Hunkubakka skömmu fyrir jól, til að þeir sem fara með ráðstöfun pen-
inga til vegagerðar taki við sér. En á sviði atvinnulífsins hafa fjölmargir
fleiri sigrar unnist á liðnu ári. Skaginn-3X hefur rækilega stimplað sig
inn sem hátæknifyrirtæki í fremstu röð og með hreinum ólíkindum að
fylgjast með árangri Ingólfs Árnasonar og starfsfólks hans. Þá vekur
það aðdáun mína og fleiri sá metnaður sem afkomendur Guðmundar
Runólfssonar í Grundarfirði sýna byggðarlaginu sínu. Þar er nú að
hefjast myndarleg uppbygging hátæknivinnslu á fiski og öll áhersla
lögð á að halda eignarhaldi fyrirtækisins í höndum þeirra sem slá í takt
við hagsmuni heimabyggðar.
Allir þeir sem ég hef nefnt hér eru í hópi 32 sem fengu tilnefningar
til Vestlendings ársins að þessu sinni. Lesendur okkar brugðust vel við
og tilnefndu þetta ágæta fólk. En eins og fyrr er einn sem stóð uppúr.
Að þessu sinni hreinlega raðaði Svavar Garðarsson í Búðardal inn vel
rökstuddum tilnefningum. nágrannar hans og jafnvel þeir sem lítt til
hans þekkja, sáu ástæðu til að tilnefna mann sem gefið hefur hundr-
uði vinnustunda til að fegra og bæta umhverfi sitt. Í viðtali við Svavar
í blaðinu í dag kemur fram að um tveir tugir staða hafa notið krafta
hans og eru nú sem fallegar vinir í sveitarfélaginu. Svo sannarlega gætu
fleiri tekið upp svona sið og fegrað blett eða svæði í nærumhverfinu.
Því hverjum líður ekki betur þar sem snyrtimennska og virðing fyrir
umhverfinu er sýnd? Til hamingju Svavar með alla þína litlu sigra.
Að endingu vil ég þakka lesendum Skessuhorns fyrir samstarfið á
árinu sem er að líða með von um að nýhafið afmælisár verði okkur
farsælt og gott.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Skömmu fyrir jól voru veitt verð-
laun fyrir Jólahús Snæfellsbæjar
2017 og í piparkökuhúsakeppninni.
Verðlaunin voru afhent í Pakkhús-
inu en það er Menningarnefnd Snæ-
fellsbæjar sem sá um þetta eins og
áður. Verðlaun fyrir Jólahús Snæ-
fellsbæjar að þessu sinni hlutu þau
Vagn Ingólfsson og Una Erlings-
dóttir í Túnbrekku 17. Hlutu þau
viðurkenninarskjal og gjafakörfu
fyrir skreytingar. Kosningin fyrir
Jólahús Snæfellsbæjar fór að venju
fram á facebooksíðu Pakkhússins
og var þátttaka góð. Verðlaun fyrir
flottasta piparkökuhúsið fékk Soffía
Elín Egilsdóttir ásamt börnum sín-
um þeim Ásbirni og Særúnu. Fimm
hús voru skráð til keppni og voru til
sýnis í Pakkhúsinu.
þa
Jólahús og piparkökusamkeppni í Snæfellsbæ
Vagn og Una tóku við verðlaunum fyrir Jólahúsið Túnbrekku 17.Soffía Elín og börn áttu flottasta
piparkökuhúsið.
Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta
skipti upp á diplómanám í viðskipta-
fræði og verslunarstjórnun í sam-
starfi við Háskólann í Reykjavík,
Starfsmenntasjóð verslunar- og skrif-
stofufólks og Starfsmenntasjóð versl-
unarinnar. Um er að ræða starfstengt
fagháskólanám fyrir verslunarstjóra
og einstaklinga með víðtæka reynslu
af verslunarstörfum.
námið er 60 ECTS eininga dip-
lómanám sem byggt er á hæfnigrein-
ingu og tekur mið af starfi verslunar-
stjóra. námið er kennt með vinnu og
tekur tvö ár í dreifnámi. Þá er námið
að hluta til byggt upp á námskeiðum
sem þegar eru kennd til BS gráðu í
viðskiptafræði við Háskólann á Bif-
röst og Háskólann í Reykjavík. Þó er
einnig að hluta til um ný námskeið
að ræða, sérstaklega þróuð með sér-
þarfir verslunarinnar í huga og með
þátttöku lykilfyrirtækja í greininni.
nemendur útskrifast með dipló-
magráðu að námi loknu en hafa svo
möguleika á því að halda áfram og
klára BS gráðu við Háskólann á Bif-
röst eða Háskólann í Reykjavík í við-
skiptafræði. Styrkur námsins felst í
virku samstarfi við atvinnulífið og
í samstarfi háskólanna tveggja um
þróun þess og kennslu. Jón Snorri
Snorrason lektor Háskólans á Bifröst
hefur tekið þátt í verkefninu fyrir
hönd háskólans.
„Sífellt eru gerðar auknar kröfur
til stjórnenda í atvinnulífinu hvað
menntun varðar og eru stjórnend-
ur almennt nú flestir með háskóla-
nám að baki. nýtt fagháskólanám
í verslunarstjórnun er ætlað að gefa
starfandi verslunarstjórum færi á að
styrkja sig í starfi með því að bæta við
reynslu sína og öðlast menntun við
hæfi,“ segir Jón Snorri um nýju dip-
lómuna.
Almenn inntökuskilyrði eru stúd-
entspróf eða sambærilegt nám, en
einnig verður litið til starfsreynslu
og hæfni við inntöku nemenda.
Reynsla af verslunarstjórnun eða
víðtæk starfsreynsla á sviði verslun-
ar er skilyrði. Almennur umsóknar-
frestur í námið er 20. janúar 2018 en
mögulegt er að taka grunnáfanga í
viðskiptafræði, auk birgða-, vöru og
rekstrarstjórnun á vormisseri 2018 til
að flýta fyrir. mm
Nýtt diplómanám í viðskiptafræði
og verslunarstjórnun
Farþegabáturinn Austri SH frá
Ocean adventures í Stykkishólmi
steytti á skeri við Skoreyjar, um
þrjá kílómetra utan við Stykkis-
hólm, á þriðja tímanum 20. des-
ember. Um borð var skipstjóri og
sjö manna bresk fjölskylda. Einn
farþeganna fékk höfuðhögg og
skurð við óhappið, en meiðslin
voru ekki alvarleg. Hæsti viðbún-
aður var vegna slyssins og voru
þrjár björgunarsveitir af Snæ-
fellsnesi kallaðar út sem og þyrla
Landhelgisgæslunnar, en henni var
reyndar snúið við. nærliggjandi
skip og bátar héldu þegar á vett-
vang. Rétt fyrir klukkan þrjú var
öllum skipverjum bjargað um borð
í gúmmíbát og var skipbrotsfólkið
flutt til Stykkishólms. Þar var fólk-
inu veittur sálrænn stuðningur af
starfsfólki Rauða krossins.
Leki kom að bátnum, eins og
sjá má á meðfylgjandi myndum,
en með samhentu átaki björgunar-
sveitarfólks og skipverja á bátum
frá Stykkishólmi tókst að koma í
veg fyrir að báturinn færi niður og
var hann tekinn í tog og hífður á
land í Stykkishólmshöfn.
mm/ Ljósm. Landsbjörg
Mannbjörg þegar farþega-
bátur steytti á skeri