Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 9 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 1266. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta og horfa á beina útsendingu frá fundinum á Facebook síðu Akraneskaupstaðar sem og einnig er hægt að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn 6. janúar • kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 7. janúar kl. 20.00.• Bæjarmálafundir Samfylkingarinnar og Frjálsra með framsókn• falla niður. Bæjarstjórnarfundur                                 Laust er til umsóknar starf matráðs/ ræstitæknis við Ráðhús Borgarbyggðar Um er að ræða 100% starf frá 1. febrúar 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti starfsfólks og ræsting Ráðhússins. Helstu verkefni: Elda og framreiða fjölbreytt og létt fæði í matar- og kaffitímum• Frágangur og þrif í eldhúsi• Ræsting á skrifstofum og þjónusturýmum• Önnur tilfallandi verkefni þ.m.t. matarinnkaup• Hæfniskröfur: Þekking á hollri og fjölbreyttri fæðu• Þjónustulund og lipurð í samskiptum• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð• Ábyrgð og samviskusemi• Hreinlæti og snyrtimennska• Reynsla af sambærilegu starfi kostur• Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið eirikur@borgarbyggd.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Erlendir ferðamenn á bílaleigu- bíl lentu í ógöngum í Gilsfirðin- um á jóladag. Hugðust þeir aka Steinadalsheiðina áleiðis á Ísafjörð. Ferðamennirnir höfðu fylgt GPS tæki bifreiðarinnar sem vísaði þeim stystu leið en talsvert er um útköll þar sem fólk treystir á tæknina án þess að meta aðstæður og heldur á lokaða vegi. Starfsmaður bílaleig- unnar óskaði eftir aðstoð frá KM þjónustunni í Búðardal sem sendi út mann á dráttarbíl til björgunar. Það má líkast til telja það til bjart- sýni að menn hafi ætlað sér að halda í gegnum skaflinn á umræddri bif- reið. sm Útkall í Gilsfjörð á jóladag Átakið Á allra vörum afhenti skömmu fyrir áramót Kvennaat- hvarfinu söfnunarfé sem safnað- ist í haust. Um 78 milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Á allra vörum með frjálsum framlögum og sölu á varasettum. Auk fjármunanna skilaði söfnunin gjöfum og öðrum framlögum að andvirði 12 milljón- um króna. Í ár var kastljósinu beint að málefni tengdu Kvennaathvarfinu og safnað var fyrir íbúðarhúsnæði fyrir konur sem eiga ekki í önnur hús að vernda eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfs- ins veitti fjármununum viðtöku og sagði af því tilefni að hér færi kraftur kvenna í sinni tærustu mynd. Á allra vörum hafa staðið fyrir átta þjóð- arátökum og alls hafa safnast ríflega 600 milljónir króna til hinna ýmsu málefna. mm Söfnuðu 90 milljónum fyrir Kvennaathvarfið „Við vorum aðeins í vandræðum með lokur í dælustöð við Digra- nesgötu sem dælir skólpi í nýju hreinsistöðina sem verið er að taka í gagnið í Borgarnesi,“ sagði í til- kynningu frá Veitum skömmu fyrir jól. „Ástæðan? Jú, einhverjum hef- ur tekist að koma moppu niður um klósettið hjá sér og annar sturtaði niður vörubílsstrappa.“ Bent er á að ekkert á að fara í fráveitulagnir nema líkamlegur úr- gangur og klósettpappír. „Vinnum saman að því að hafa þennan mik- ilvæga þátt samfélagsins, sem góð fráveita er, í lagi,“ sagði í tilkynn- ingunni. mm/ Ljósm. Veitur. Skúringamoppa og vöru- bílsstrappi í skólpið!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.