Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 21. árg. 3. janúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! www.landnam.is - landnam@landnam.is Sími: 437 1600 Auður djúpúðga sýningar Sýningar í febrúar laugardagur 10. kl. 16:00 sunnudagur 11. kl. 16:00 sunnudagur 18. kl. 16:00 Uppselt í janúar Miðpantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 20 ÁR Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Fyrsta barn ársins á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands á Akranesi kom í heiminn að kvöldi nýársdags klukkan 22:16. Var það myndar stúlka sem vó 3.822 grömm og er 52 sentímetrar að lengd. Stúlkan er búsett í Reykjavík en foreldr- ar hennar eru þau Karlotta Maria Scholl úr Borgarnesi og Morgan Walford sem kemur frá Ameríku. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna og að sögn móður hennar gekk fæðingin mjög vel. „Settur dagur var 22. desember svo hún lét okkur bíða í tíu daga, en þegar kom að þessu gekk allt mjög vel. Það voru engir erfiðleikar í fæð- ingu og allt eins og það átti að vera,“ segir Karlotta. „Ég er líka alveg búin að jafna mig og sú litla er enn sem komið er bara mjög vær og góð, alveg fullkomin,“ bætir hún við og brosir. arg Fyrsta barn ársins fæddist á nýársdag Fyrsta barn ársins á HVE ásamt foreldrum sínum, Morgan Walford og Karlottu Mariu Scholl. Frá upphafi útgáfu hefur Skessu- horn staðið fyrir útnefningu á Vest- lendingi ársins. Valið fer þann- ig fram að kallað er eftir tilnefn- ingum íbúa um þá sem þykja verð- ugir þess að hljóta þetta sæmdar- heiti fyrir árangur í starfi eða leik. Að þessu sinni bárust tilnefningar um 32 einstaklinga. Vestlendingur ársins 2017 er Svavar Garðarsson í Búðardal í Dalabyggð. Hlaut hann fjölda tilnefninga. Einkum er nefnt að hann hefur lagt fram hundr- uði klukkustunda í sjálfboðastarfi við að fegra og bæta umhverf- ið á heimaslóðum. Hann lagfærir og hreinsar opin svæði og er öðr- um íbúum hvatning. Í haust beitti hann sér fyrir því að selir úr Hús- dýragarðinum yrðu fluttir í laug í Búðardal. Þar fóðrar hann selina og undirbýr þá til að komast í sjó í sitt náttúrulega umhverfi. Þeir sem urðu í tíu næstu sætum í kjöri á Vestlendingi ársins eru: Andrea Björnsdóttir á Eystri- Leirárgörðum (Vestlendingur árs- ins 2016), Anna Dröfn Sigurjóns- dóttir Kvíaholti á Mýrum, Guð- mundur Smári og Runólfur Guð- mundssynir í Grundarfirði, Guðrún Jónsdóttir safnstjóri í Borgarnesi, Ingólfur Árnason framkvæmda- stjóri á Akranesi, Jósep Ö Blöndal læknir í Stykkishólmi, Máni Hilm- arsson hestamaður í Borgarnesi, Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur á Akranesi og Þórður Gylfason veit- ingamaður á Akranesi. Skessuhorn óskar öllu þessu fólki til hamingju. Rætt er við Svavar Garðarsson Vestlending ársins á miðopnu. mm Svavar Garðarsson er Vestlendingur ársins 2017 Svavar Garðarsson í Búðardal með verðlaunagrip og blóm frá lesendum Skessuhorns. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.