Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eldri borgarar í Borgarbyggð hafa æft pútt af kappi innanhúss frá því í byrjun október í skemmti- legri aðstöðu sem nefnd er Eyjan. Það er Golfklúbbur Borgarness og eldri borgarar sem komu sér upp þessari aðstöðu í gamla sláturhús- inu í Brákarey. Þar er æft af kappi tvisvar í viku og hefur mæting ver- ið mjög góð. Að meðaltali hafa 17 púttarar mætt á æfingar. Þar hefur ríkt kátína en einnig samkeppni. Meðalskor í október og nóvember gilti sem forgjöf á Aðventumóti sem fór fram fimmtudaginn 14. desember. Til leiks mættu 12 karl- ar og 6 konur. Í karlaflokki var Þórhallur Teits- son hlutskarpastur án forgjafar með 61 högg. Jafnir í 2.- 3. sæti urðu Björn Jóhannssson og Þorbergur Egilsson með 63 högg. Þorberg- ur vann annað sætið í bráðabana. Árni Ásbjörn Jónsson hreppti sig- ur með forgjöf með 57 högg. Indr- iði Björnsson varð annar með 60 högg en Jón Þór Jónasson og Guð- mundur Bachmann urðu jafnir í þriðja sæti með 63 högg. Þóra Stefánsdóttir vann í kvennaflokknum án forgjafar með 65 höggum. Ragnheiður E. Jóns- dóttir varð önnur með 66 högg og Hugrún B. Þorkelsdóttir þriðja með 69 högg. Guðrún Helga Andrésdóttir varð hlutskörp- ust með forgjöf með 61 högg. Lilja Ósk Ólafsdóttir varð önnur með 63 högg og Ásdís B. Geirdal þriðja með 68 högg. Mótsstjóri var Ingimundur Ingimundarson sem stjórnar flestum æfingum. Íþróttanefnd FEBBn efnir til opins púttsmóts í Eyjunni 22. febrúar sem nefnst Þorraþræll. Er það í annað sinn sem mótið verður haldið. Er það opið öllum 60 ára og eldri og vænst er góðrar þátt- töku. mm/ii Aðventumót eldri borgara í pútti var haldið í Eyjunni Svipmynd úr aðstöðunni í Eyjunni. Ljósm. úr safni. Sautján íþróttamenn eru að þessu sinni tilnefndir í kjöri Íþróttamanns Akraness 2017. Fær verðlaunahafi Friðþjófsbikarnum afhentan við hátíðalega athöfn á þrettándanum. Bikarinn er gefinn til minningar um Friðþjóf Daníelsson af móð- ur hans og systkinum. Valið fer fram með þeim hætti að níu manna nefnd greiðir atkvæði í kjörinu en auk þeirra er eitt atkvæði í almennri kosningu á vef Akraneskaupstaðar. Valið er í fyrsta, annað og þriðja sæti. Á vef Akraneskaupstaðar má finna samantekt á umsögnum um þá sem tilnefndir eru í kjörinu. Eftirfarandi íþróttamenn eru til- nefndir: Badmintonmaður ársins: Brynjar Már Ellertsson Fimleikamaður ársins: Valdís Eva Ingadóttir Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson Hnefaleikamaður ársins: Bjarni Þór Benediktsson Íþróttamaður Þjóts: Guðmundur Örn Björnsson Karatemaður ársins: Kristrún Bára Guðjónsdóttir Keilumaður ársins: Guðmundur Sigurðsson Klifrari ársins: Brimrún Eir Óðinsdóttir Knattspyrnumaður ársins: Arnar Már Guðjónsson Knattspyrnukona ársins: Bergdís Fanney Einarsdóttir Knattspyrnumaður Kára: Alexander Már Þorláksson Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir Körfuknattleiksmaður ársins: Jón Orri Kristjánsson Skotmaður ársins: Stefán Gísli Örlygsson Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson Vélhjólaíþróttamaður ársins: Þorbjörn Heiðar Heiðarsson. mm Sautján í kjöri til Íþrótta- manns Akraness 2017 Veður var fremur kalt á Snæfells- nesi yfir jólahátíðina, frost samhliða norðanátt. Við þessar aðstæður geta myndast falleg klakabönd eins og við einn af löndunarkrönunum á bryggjunni í Ólafsvík. Alfons Finns- son tók þessa mynd af syni sínum á annan dag jóla. mm Klakabönd við Ólafsvíkurhöfn Á milli hátíða fóru fram í Íþrótta- húsi Snæfellsbæjar svokölluð Jóla- mót bæði í blaki og fótbolta. Vel var mætt á bæði mótin en rúmlega 20 tóku þátt í blakmótinu bæði karlar og konur. Fyrirkomulagið þar var að hver og einn taldi stig- in sem hann fékk í hverjum leik og í lokin voru svo öll stigin reiknuð saman og sá stigahæsti vann. Í fót- boltanum tók svipaður fjöldi þátt en skipt var í fjögur lið og spil- að. Hörkufjör var í öllum leikj- unum og úrslitaleikurinn spenn- andi. Það sem var gaman að sjá við þessi Jólamót var að tilgangurinn var fyrst og fremst að hafa gaman þó keppnisskapið væri ekki langt undan. Einnig að þarna var sam- an komið fólk á mismunandi aldri bæði þeir sem eru að æfa íþróttina og þeir sem æfðu á yngri árum en hafa lagt skóna á hilluna. þa Héldu Jólamót í blaki og fótbolta Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylf- ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var á fimmtudaginn síðasta útnefnd Íþróttamaður ársins 2017. Sem fyrr eru það Samtök íþróttafrétta- manna sem standa fyrir kjörinu sem lýst var í Hörpu. Ólafía hlaut 422 stig af alls 520 stigum mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Ein- ar Gunnarsson og Gylfi Þór Sig- urðsson voru í næstu sætum á eft- ir. Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr Leyni varð í 9. sæti í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja sinn þar sem tveir kylfingar eru á topp tíu listan- um í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Karlalandslið Íslands í knatt- spyrnu var valið lið ársins og Heim- ir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, þjálfari ársins. Báðir aðilar hlutu fullt hús í kjör- inu. Loks var Skúli Óskarsson kraft- lyftingamaður valinn í heiðurshöll ÍSÍ. Hann er 17. einstaklingurinn sem hlýtur þann heiður. mm Fyrsti golfarinn til að verða Íþróttamaður ársins Hlaupahópur Snæfellsbæjar stóð fyrir hlaupi á Gamlársdag. Var hlaupið bæði fyrir börn og fullorðna og vegalengdin um það bil 5 kíló- metrar. Ágætlega var mætt í hlaup- ið. Voru hlaupararnir skrautklæddir og skemmtu sér hið besta. Að hlaupi loknu buðu þau heiðurshjón Rán Kristinsdóttir og Fannar Baldurs- son upp á heitt súkkulaði í bílskúrn- um hjá sér. Hefur hlaupahópurinn staðið fyrir svona hlaupum áður og er þetta frábært framtak hjá þeim sem vonandi verður framhald á um næstu áramót. þa Skrautklæddir hlupu á Gamlársdag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.