Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 20188 Harma niður- skurð á fé til náttúrustofa LANDIÐ: Stjórn Fugla- verndar harmar niður- skurð á fé til náttúru- stofa. Stjórnin skorar á fjárlaganefnd, að auka framlag til stofanna. „Á náttúrustofunum eru unnar þýðingarmiklar grunnrannsóknir á lífríki Íslands. Í því sambandi vill stjórn Fuglaverndar benda á mikilvægt hlut- verk stofanna við vökt- un stofna bjargfugla og lunda. Stofnar nær allra sjófugla sem verpa á Ís- landi hafa átt undir högg að sækja og þeir hafa minnkað á undanförn- um árum. Rannsóknir og vöktun eru forsenda þess að skilja hvað ráði þess- ari fækkun og hvernig tryggja megi vernd þess- ara fugla. náttúrustof- urnar hafa verið leiðandi við rannsóknir á sjófugl- um og mikilvægt að geta þeirra á því sviði verði ekki skert,“ segir í til- kynningu frá félaginu. „Það er óforsvaranlegt, nú þegar Íslendingar eru í fararbroddi í alþjóð- legu loftslagssamstarfi eins og Arctic Circle, að skerða rekstur náttúru- stofanna.“ -mm Forsvarsmenn Skagans 3X und- irrituðu skömmu fyrir jól stærsta samning sinnar tegundar sem ís- lenskt tæknifyrirtæki hefur gert. Þar er færeyska útgerðarfélag- ið Varðin Pelagic sem kaup- ir vinnslubúnað fyrir nýja upp- sjávarvinnslu á Þvereyri sem er á Suðurey í Færeyjum. Virði samn- ingsins er um fimm milljarðar ís- lenskra króna. nýja vinnslan mun hafa afkastagetu fyrir allt að 1.300 tonn af pakkaðri vöru á sólarhring. Samningurinn kveður einnig á um að hægt verður að stækka vinnslu- getuna í allt að 1.700 tonn á sólar- hring. Auk Skagans 3X koma fyrir- tækin Frost og Rafeyri á Akureyri að verkefninu ásamt fleiri íslensk- um fyrirtækjum. Skaginn 3X hafði árið 2012 sett upp heildarvinnslu fyrir Varðin Pelagic og var sú vinnsla á sínum tíma stærsta og fullkomnasta upp- sjávarvinnsla í heiminum. Hús- ið sem hýsti vinnsluna brann hins vegar í júní síðastliðnum og hef- ur Varðin Pelagic síðan farið út í mikinn og nákvæman samanburð á lausnum til að geta byggt upp að nýju. „Það var skylda okkar að skoða alla kosti sem í boði voru og einnig að hlusta á kröfur við- skiptavina okkar og aftur höfum við komist að þeirri niðurstöðu að lausnin frá Skaganum 3X sé sú framúrskarandi lausn sem mætir okkar kröfum best,“ segir Bogi Ja- cobsen, forstjóri Varðin Pelagic. Skilvirkni, afurðagæði og umhverfisvernd „Þetta er stærsti samningur í sögu fyrirtækisins og að mér vitandi stærsti samningur sem íslenskt tæknifyrirtæki hefur gert,“ segir Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X. „Það er mikil viðurkenning í því fólgin að Varðin hafi aftur valið okkur og er sönnun þess að okkar lausnir eru í senn áreiðanlegar og framsæknar,“ segir Ingólfur. Skaginn 3X hefur undanfar- ið gert fjölda samninga um nýjar lausnir í uppsjávariðnaði og má þar m.a. nefna uppsetningu á nýrri verksmiðju fyrir Eskju á Eskifirði, samning við France Pélagique um nýja kynslóð sjálfvirkrar vinnslu fyrir skip auk samningsins við Varðin Pelagic. Allar þessar lausn- ir eru stór skref í framþróun á sjálf- virknivæðingu og bættum gæðum afurða. „Fjölbreyttir möguleikar í framleiðslu og pökkun eru mikil- vægir til að fullnýta auðlindir hafs- ins og til að mæta auknum kröfum markaðarins. nýja vinnslan verður byltingarkennd heildarlausn fyrir uppsjávariðnaðinn þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd, skilvirkni og afurðagæði,“ segir Ingólfur Árnason. mm Stærsti samningur Skagans 3X frá upphafi Varðin Pelagic byggir nýju uppsjávarvinnsluna á Suðurey í Færeyjum. Ingólfur Árnason og börn hans undirrituðu samninginn við forsvarsmenn Varðin Pelagic skömmu fyrir jól. Ingólfur Árnason forstjóri Skag- ans 3X tók í gær við viðskiptaverð- launum Viðskiptablaðsins. Það var Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sem afhenti Ingólfi verðlaun- in. Í rökstuðningi Viðskiptablaðs- ins segir m.a.: „Hátæknifyrirtæk- ið Skaginn 3X er að umbylta mat- vælaiðnaði, sérstaklega í sjávarút- vegi, með nýjum og framsæknum lausnum. Fyrirtækið sérhæfir sig í kæli- og vinnslutækni og framleið- ir í dag íslaus kælikerfi, alsjálfvirk lestarkerfi fyrir fiskveiðiskip og verksmiðjur fyrir vinnslu á upp- sjávarfiski. Þó Skaginn 3X sé til- tölulega nýtt nafn í hugum margra þá stendur það á gömlum merg. Skaginn 3X er sameiginlegt vöru- merki þriggja systurfyrirtækja; Skagans hf., Þorgeirs & Ellerts hf. og 3X Technology ehf.“ Fyrirtækið Skaginn 3X hefur vaxið hratt síðustu misseri og ár. Starfsmannafjöldinn hefur marg- faldast og velta Skagans hf., eins dótturfélaganna þriggja, nam 4,3 milljörðum króna árið 2016, sem var 42% aukning frá árinu 2015. Vöxtur fyrirtækisins endurspegl- ast ágætlega í því að fyrir skömmu undirritaði Skaginn 3X um fimm milljarða króna samning við fær- eyska fyrirtækið Varðin Pelagic um byggingu uppsjávarverksmiðju á Suðurey í Færeyjum. Verksmiðja sú mun geta afkastað 1300 tonnum af unni og pakkaðri vöru á sólar- hring. Heimurinn opinn fyrir nýrri tækni Sjálfur segir Ingólfur Árnason að nú séu að verða kaflaskil hjá fyr- irtækinu. Búið sé að þróa einstak- ar vörur og nú þurfi að nýta tæki- færið til fullnustu. „Við erum kom- in með vörur sem við teljum alveg einstakar og jafnframt teljum við að þær eigi gríðarlega mikið inni á markaðnum. Það er ástæðan fyr- ir því að við höfum verið að stækka mjög hratt síðustu misseri. Það er til þess að geta nýtt þau tækifæri sem ég held að okkar nýja tækni muni veita okkur. Ég trúi því að næstu tvö ár verði mjög viðburða- rík hjá Skaganum 3X. Heimurinn er opinn fyrir okkar tækni,“ segir Ingólfur Árnason. nánar er rætt við Ingólf í nýjasta tölublaði Við- skiptablaðsins. mm Ingólfur og Skaginn 3X hljóta viðskiptaverðlaun Ingólfur Árnason við höfuðstöðvar fyrirtækisins á Akranesi. Ljósm. Viðskiptablaðið/ Haraldur Guðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.