Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 11 Ertu í atvinnuleit, vantar þig aukavinnu, lítið hús nálægt Bónus í Stykkishólmi vantar manneskju til að þrífa. Um er að ræða framtíðarstarf. Hér er um að ræða góða og rólega vinnu og þú þarft að vera sjálfstæð og hafa áhuga. Vinnutími er 1-2 kls c.a. milli kl 12:00 - 14:00. Talað verður við alla sem sækja um. Vinsamlega sendið fullt nafn og símanúmer á sunnan7@simnet.is og þér verður svarað um hæl. Atvinna SK ES SU H O R N 2 01 8 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is ný pr en t 0 2 /2 0 16 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi Flugeldasýning, fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði S K E S S U H O R N 2 01 8 LJ Ó S M Y N D : G U Ð R Ú N J Ó N S D Ó TT IR Miðvikudaginn 20. desember voru átta nemendur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði braut- skráðir. Alma Björk Clausen hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, eða einkunnina 7,6 og fékk að launum veglega bókagjöf frá sveitarfélög- unum og peningagjöf frá Lands- bankanum. Blaðamaður sló á þráð- inn til Ölmu og spurði hana út í ár- angurinn og hvað taki nú við. Alma var á opinni braut en hún byrj- aði framhaldsskólagönguna í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ og kom það best út fyrir hana í flutn- ingi á milli skóla að skrá sig á opna braut. „Ég fékk mest metið með því að velja þessa braut. Ég var á við- skiptafræðibraut í Fjölbrautaskóla Garðabæjar en slík braut er ekki í boði hér,“ segir Alma. Auk þess að hafa verið í fullu námi hefur Alma unnið á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri í Ólafsvík samhliða námi. „Ég hef alltaf unnið með náminu og oft hefur það verði krefjandi en ég gat þetta bara með góðu skipu- lagi. Ég lærði held ég ekkert meira en aðrir en námið liggur ágætlega fyrir mér,“ segir Alma. Framundan tekur við meiri vinna á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri fram að næsta hausti en þá hefur Alma hug á að fara í háskóla. „Mig langar að læra viðskiptafræði en ég er ekki enn búin að ákveða hvaða háskóli verður fyrir val- inu,“ segir Alma. „Viðskiptafræðin heillar mig langmest en ég hef lengi haft áhuga á öllu sem tengist rekstri fyrirtækja og stjórnun. Þegar ég var lítil var alltaf draumurinn að verða útibússtjóri, t.d. í banka, eða eitt- hvað slíkt. Ég veit þó ekkert hvar ég enda og hef í raun enga sérstaka stefnu lengra en að fara í háskóla næsta haust,“ segir Alma að end- ingu. arg Alma Björk Clausen með hæstu lokaeinkunn á stúdentsprófi Alma Björk Clausen brautskráðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í desember. Ljósm. úr einkasafni. Miðvikudaginn 20. desember braut- skráðust átta nemendur frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Af félags- og hugvísinda- braut brautskráðust Baldvin Mat- tes, Konráð Ragnarsson og Patrek- ur Örn Gestsson. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Ár- mann Örn Guðbjörnsson, Daní- el Husgaard Þorsteinsson og Finn- bogi Þór Leifsson. Af opinni braut brautskráðust Alma Björk Clausen og Anna Halldóra Kjartansdóttir. Alma Björk Clausen hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi. Fékk hún veglega bókagjöf frá sveitarfélög- unum og peningagjöf frá Lands- bankanum. Baldvin Mattes hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku. Ármann Örn Guðbjörns- son og Konráð Ragnarsson fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íþróttum. Kvenfélagið Gleym mér ei gaf einnig öllum nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. Athöfnin hófst á því að stór- sveit Snæfellsness flutti lag. Sveit- in er skipuð nemendum FSn og er jafnan fengin til þess að koma fram við hátíðleg tækifæri. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjöl- brautaskóla Snæfellinga, braut- skráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðar- skólameistari afhenti síðan nem- endum viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu við- urkenningarnar ásamt Landsbank- anum. Sólrún flutti kveðjuræðu kenn- ara og starfsfólks og Marta Magn- úsdóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára stúdenta. nýstúdentinn Ármann Örn Guðbjörnsson hélt kveðjuræðu nýstúdenta þar sem hann kvaddi skólann og starfsfólk hans. nemendur sem útskrifuðust í desember árið 2007 færðu skól- anum gjöf að tilefni 10 ára útskrift- arafmælis þeirra. Að lokum bauð skólameistari gestum í kaffi og kök- ur. mm/ Ljósm. tfk. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.