Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 15 Hafnsögumaður Faxaflóahafna sf. Auglýst er laust til umsóknar starf hafnsögumanns Faxaflóahafna sf. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða til starfa hafnsögumann. Starfsstöð hafnsögumannsins verður í Reykjavík. Starfið felst aðallega í leiðsögu skipa á svæði Faxaflóahafna sf., skipsstjórn dráttarbáta, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: • Skipstjórnarréttindi – CB (2. stigs skipstjórnarnám) • Námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna • Góð kunnátta í íslensku og ensku • Góð tölvukunnátta Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi. Hafnsögumenn Faxaflóahafna sf. sinna verkefnum á þeim stöðum. Unnið er á 12 klst vöktum allt árið. Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið gudbjorg@faxi.is eigi síðar en 21. janúar2018. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður í síma 5258900. Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Fæst í apótekum, barnavöruverslunum og Útilíf Fjöldi gesta lagði leið sína á hina ár- legu áramótabrennu sem fór fram á Breiðinni í Ólafsvík. Var veður með besta móti og nutu gestir þess að hittast og syngja saman þjóðleg lög. Að sögn þeirra sem stóðu að brenn- unni voru notuð á fimmta þúsund vörubretti og stór rafmagnskefli. Björgunarsveitin Lífsbjörg var að vanda með stórglæsilega flugelda- sýningu sem var að mati gesta al- gjört augnakonfekt. af Fjölmenni á brennu og flugeldasýningu Karlakórinn Söngbræður held- ur sína árlegu, þjóðlegu sviða- og hrossakjötsveislu í Þinghamri á Varmalandi í Stafholtstungum, laugardaginn 13. janúar kl. 20:00. Að sögn Gunnars Arnar Guð- mundssonar formanns kórstjórnar hafa sviðin verið pöntuð frá Kópa- skeri líkt og fyrri ár. Bæði hafa þau reynst væn og hæfilega sviðin af þeim Þingeyingum. „Ungu hross- in tvö, til veislunnar ætluð, voru fönguð í byrjun nóvember og slátr- að á Hellu og síðan söltuð í tunnur. Þau bíða nú spennt eftir að verða á veisluborðum Söngbræðra. Ein- hvers misskilnings gætti hjá ágætu unghrossi Kibba fyrrum veitinga- mans í Baulunni. Þetta hross átti að fá ókeypis ferð austur á Rangár- velli, en það framdi sjáfsvíg vikunni fyrir ferðina, gerði sér greinilega ekki ljóst sá heiður sem fylgir því að verða étið undir söng og gam- anmálum. Þykkvabæjarkartöflur og mosfellskar rófur eru farnar að bíða vinnslu okkar bræðra. Vonandi sjá sér sem allra flestir fært að koma og eiga góða kvöld- stund með okkur við át og söng. Söngbræður munu syngja, ein- hverjir munu vera með gleðimál og undir lokin munu allir syngja við undirleik hljómsveitar Söngbræðra. Söngbræður boða til árlegrar sviða- og söngveislu Ekki er víst að öllum líki maturinn, en það gerir ekkert til, við hinir borðum þá bara enn meira,“ segir Gunnar. Ekki verður breytt þeirri venju að hafa hvorki grænmeti né káljurt- ir á borðum, eingöngu verða soðin svið, heit og köld og saltað hrossa- kjöt, meðlæti kartöflumús og rófus- tappa og geta menn borðað eins og þeir vilja. Unnt er að panta miða í símum 892-8882 (Þórir Páll) og 894-9535 (Sigurgeir). mm Svipmynd af hlaðborðinu á síðasta ári. Að undanförnu hefur verið unnið að lagfæringum á gömlu Hlíðartúns- húsunum í Borgarnesi. Fjárhúsþak húsanna var orðið ónýtt og því skipt um það. Yfirumsjón með verkinu hafa þeir Stefán Ólafsson byggingameist- ari og Unnsteinn Elíasson hleðslu- meistari. mm/ Ljósm. úr safni. Skömmu fyrir áramót veitti Menn- ingarsjóðurinn Fegurri byggðir, Sjóminjasafninu í Sjómannagarð- inum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krón- ur. Stjórn Sjóminjasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unn- ið mikið starf í uppbyggingu á hús- næði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýn- ingar. Markmið menningarsjóðsins er að veita viðurkenningar og styrki til framfara- og menningarmála á því svæði sem áður var neshreppur utan Ennis. Í stjórn sjóðsins eru Þórhalla Baldursdóttir, Sirrý Gunnarsdóttir, Lydía Rafnsdóttir og Kári Viðars- son. Var styrkurinn og viðurkenn- ingin afhent með athöfn í Sjóminja- safninu og var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. þa Sjóminjasafninu afhentur styrkur F.v: Guðríður Sirrý Gunnarsdóttir, Þórhalla Huld Baldursdóttir, Þóra Olsen og Lydía Rafnsdóttir. Hlíðartúnshúsin lagfærð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.