Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201820 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum þann 14. des- ember 2017 að auglýsa að nýju lýs- ingu vegna breytingar á aðalskipu- lagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyr- ir skotæfingasvæði í landi Hamars. Sveitarstjórnin kýs að koma aft- ur fram með málið þrátt fyrir mikla andstöðu við fyrri tilraun hennar við sama mál haustið 2014. Hald- inn var opinber fundur þar sem til- lagan var kynnt og á þeim fundi lýstu margir sig andsnúna þess- ari hugmynd. Í framhaldinu bár- ust Borgarbyggð athugasemdir frá félagasamtökum, stofnunum, fyrir- tækjum og einstaklingum. Athuga- semdum þessara aðila var aldrei svarað en þær snérust meðal ann- ars um eftirfarandi þætti: Hávaði mun skerða náttúru-• upplifun Öryggi útivistarfólks og barna• Ekki í samræmi við markmið • aðalskipulags Kostnaðaráætlun skortir• Slysahætta fyrir hestamenn• Skerðir möguleika á reiðleið-• um Dregur úr áhuga á útreiðum • Skaðar uppbyggingu hesta-• mannasvæðis Hæfir ekki með fólkvangi • Skipuleggja skotsvæðið með • motorcross brautinni Eyðileggur náttúruupplifun • fólks Dregur úr öryggistilfinningu• Skipulagstillagan mun valda • óþægindum, ónæði og óör- yggi Ferðaþjónustan mun verða • fyrir tjóni Stjórn Skugga lýsti andstöðu • strax í upphafi Staðsetning ekki lögmæt mið-• að við EU og EFTA nálægð við Lækjarkot• Frá þessum tíma hefur verið skrifaður fjöldi greina með og á móti skotæfingasvæði, umræður hafa farið fram á samfélagsmiðlum og fréttir verið fluttar af fyrirhug- uðum framkvæmdum. Það yrði of langt mál að tíunda þessa umræðu í þessari grein en fyrir áhugasama er hægt að benda á heimasíðu fólk- vangsins Einkunna þar sem ég hef reynt að halda þessum upplýsing- um til haga. Öll þessi rök eiga enn við og hvet ég fólk til að senda aftur inn athugasemdir sínar og þá sem ekki skiluðu inn í fyrra skiptið til að gera það. Samkvæmt auglýsingu frá Borgarbyggð skulu ábending- ar vegna lýsingar vera skriflegar og berast í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar 2018 í Ráðhús Borg- arbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgar- byggd@borgarbyggd.is. Í maí 2016 lét Borgarbyggð há- vaðamæla í grennd við fyrirhuguð æfingasvæði fyrir motorcross og skotæfingar. Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu Borgarbyggð- ar. Skýrslan er að mörgu leyti vel unnin en er ómarktæk fyrir skot- æfingasvæðið vegna þess að í henni kemur ekki fram gerð skotvopn- anna sem notuð voru við prófan- irnar, skotvopnin sem notuð voru við hljóðmælingarnar voru ekki hljóðmæld, ekki haft samráð við hagsmunaaðila við val á mælistöð- um, fjarlægðir frá mælistöðum að skotstað ekki getið, veðurskilyrði voru óhagstæð þegar mælingar fóru fram og hvorki var starfsmað- ur Borgarbyggðar né annar óvil- hallur aðili fenginn til að vera við- staddur þegar hleypt var af skot- unum. Í skýrslunni kemur fram að: „Áætlað hljóðstig við Lækjarkot liggur þó yfir neðri mörkum.“ Fjarðabyggð fór í sambærilega vinnu og Borgarbyggð, í byrjun árs 2015 og lét kanna hljóðvist við fyr- irhugað skotæfingasvæði. Í skýrslu Fjarðabyggðar er bent á sænsk við- mið fyrir viðmiðunarmörk fyrir há- vaða frá skotæfingasvæðum, miðað við hámarkshljóðstig. Samkvæmt henni gilda eftirfarandi viðmið: Í skýrslunni kemur fram að há- vaði frá skotvopnum getur verið frá 150- 155 dB frá litlum rifflum og upp í 175 dB frá öflugustu riffl- unum. Almenna reglan er sú að hljóð minnkar um 5dB fyrir hverja 100m. Til glöggvunar má geta þess að sársaukamörk eru skilgreind við 140 dB. út frá þessum forsendum reiknaði ég út hversu hávær skot- hvellur yrði á nokkrum stöðum en tók ekki með í reikningana að gert er ráð fyrir að hægt verði að skjóta úr 5 rifflum samtímis og geta mæld hljóðstigsgildi þá hækkað um ná- lega 7 dB. Því hefur verið haldið fram í sveitarstjórn Borgarbyggðar að nota megi hljóðdeyfa við æfing- ar og í því sambandi verið vitnað í reglugerðarbreytingu um skot- vopn, skotfæri o.fl., nr. 787/1998. Í reglugerðinni er veitt undanþága til einstaklinga frá banni við að nota hljóðdeyfa á skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyð- ingu vargs eða meindýra í þéttbýli. Reglugerðarbreytingin er stutt og skýr, undanþágan snýr að þeim sem þurfa að nota riffla í atvinnu- skyni. Hvergi minnst á undanþág- ur vegna æfinga eða íþróttaiðkun- ar. Eftir því sem ég veit best þá eru ekki til hljóðdeyfar á haglabyssur. Reynsla íbúa í Kollafirði og á Kjalarnesi er ekki góð af skotæf- ingasvæðinu á Álfsnesi. Reykja- víkurborg keypti m.a. upp bæinn Skriðu sem er í 2,2 km fjarlægð frá skotæfingasvæðinu, á tugi millj- óna til að losa íbúa úr prísund- inni (Hótel Hamar er í sömu fjar- lægð frá fyrirhuguðu skotæfinga- svæði og Skriða er frá skotæfinga- svæðinu í Álfsnesi). Íbúi þar í sveit hefur komið inn í umræðuna um fyrirhugað skotæfingasvæði á sam- félagsmiðlum og varar stórlega við þessari framkvæmd. Það eru 5 km frá skotæfingasvæðinu að heimili hans og þangað heyrast skothvell- irnir alla daga. Hvort sem það er logn, mótvindur eða meðvindur. Ég setti tvo hringi á kort, annan með 2,2 km radíus (fjarlægð Skriðu frá æfingasvæðinu á Álfsnesi) og hinn með 5 km radíus frá fyrirhug- uðu skotæfingasvæði við Einkunnir (þetta er ónákvæmt kort hjá mér). Á kortinu getur fólk séð hvaða svæði lenda innan þessara hringja, s.s. hestahúsahverfið, reiðhöllin, reið- og göngustígar, fólkvangurinn Ein- kunnir, Langá, Hótel Hamar, kirkj- an og grafreiturinn að Borg, ýmis ferðaþjónusta, sumarbústaðabyggð- ir og golfvöllur. Ramsarsvæði, al- þjóðlegt búsvæði fugla á Hvanneyri liggur við 5 km mörkin og spurn- ing hvaða áhrif það mun hafa á það verndunarsvæði? Sveitarstjórn Borgarbyggðar ætlar að taka þessa áhættu og rýra gildi þessara staða með þeim afleiðingum sem það kann að hafa í för með sér. Samkvæmt fréttum er haf- ið kapphlaup á milli sveitarfélaga um staðsetningu Þjóðgarðsstofn- unar, Borgarbyggð sækist eftir því að stofnunin verði á Hvanneyri. Vitnar í því sambandi til þess að jörðin Hvanneyri og nánasta um- hverfi hennar er friðlýst og hafi hlotið viðurkenningu sem Rams- arsvæði, alþjóðlegt búsvæði fugla. Þá séu sex önnur friðlönd og fjöldi svæða á náttúruminjaskrá í sveitar- félaginu Borgarbyggð. Eitt þessara svæða sem vitnað er til er fólkvang- urinn Einkunnir, eini fólkvangur- inn á Vesturlandi, þar sem leyfa á skotæfingasvæði í 160 m fjarlægð frá fólkvangsmörkum og Ramsar- svæðið er í rúmlega 5 km frá skot- æfingasvæðinu. Ef hægt er að yfir- færa reynslu íbúa á Kjalarnesi upp í Borgarfjörð þá má reikna með því að skothvell- ir muni heyrast á Hvanneyri. Það að staðsetja skotæfingasvæði 160 m frá eina fólkvanginum á Vestur- landi mun ekki liðka til fyrir Borg- arbyggð að fá Þjóðgarðsstofnun að Hvanneyri. Það liggur fyrir að ef skotæfinga- svæðið verður staðsett á þeim stað sem boðað er þá mun það kippa stoð- unum undan starfseminni í Lækjar- koti og er nóg að vitna til gallaðr- ar skýrslu Borgarbyggðar í því sam- bandi. Ábúendur eru búnir að setja sig í samband við fasteignasölu til að meta eignir sínar, jörðin er metin á 250 milljónir og eru þeir komnir í samand við lögfræðistofu til að und- irbúa málsókn. Fleiri hagsmunaaðil- ar eru að skoða sín mál. Þessi stað- setning hefur áhrif á lífsviðurværi og náttúruupplifun margra. Það mun styrkja réttarstöðu þeirra á seinni stigum gagnvart Borgarbyggð að gera athugasemdir á þessu stigi málsins. Það má geta þess að sveitarfélagið Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag eða 4.926 ferkílómetr- ar að stærð og til samanburðar má nefna að Færeyjar eru 1.396 ferkíló- metrar að stærð! Borgarbyggð er því rúmlega þrisvar sinnum stærri að flatarmáli en Færeyjar. Ég trúi ekki öðru en sveitarstjórn Borgar- byggðar geti í góðu samstarfi við íbúa sveitarfélagsins fundið æfinga- svæði fyrir byssueigendur og skot- veiðimenn til æfinga sem sátt ríkir um. Það er brýnt að byssueigendur fái slíka aðstöðu hið fyrsta en ekki á þessum stað enda „skulum hafa það alveg á hreinu að skotfélagið sóttist ekki eftir þessari staðsetningu frekar en annarri, við sóttumst eftir landi fyrir okkar starfsemi“ svo vitnað sé í orð eins af stjórnarmönnum Skot- vest. Það mun aldrei ríkja sátt um skot- æfingasvæðið á þessum stað og það er einlæg von mín að frá þessari áætlun verði horfið. Hvet ég íbúa og hagsmunaaðila til að skila inn athugasemdum sínum í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar. Hilmar Már Arason, formaður umsjónarnefndar Einkunna. Er þetta áhættunnar virði? Pennagrein Hringirnir eru með 2,2 km og 5 km radíus fá skotstað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.