Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 20182 vinnslu og pökkun auk aðgangs að frystigeymslum. Albert Svavarsson, framkvæmda- stjóri Ísfisks, var að vonum ánægð- ur með þennan áfanga og hlakk- aði til að hefja starfsemi í húsinu og auka samstarf sitt við Skaga- menn. Nú þegar er búið að flytja töluvert af fiskvinnslutækjum frá Breiðdalsvík á Akranes og verður unnið að uppsetningu þeirra og undirbúið að vinnsla á vegum Ís- fisks geti hafist fyrir mánaðamótin. 15-20 manns munu vinna á veg- um fyrirtækisins á Akranesi á fyrri hluta þessa árs við vinnslu, pökk- un og frystingu á þorski á Banda- ríkja- og Kínamarkað. Það fólk kemur úr röðum íbúa á Akranesi. Síðsumars verður svo síðari áfangi í flutningi fyrirtækisins á Akranes þegar fiskvinnslan þar með um 30 störfum verður flutt úr Kársnesinu á Akranes. Ekki liggur fyrir hversu margir núverandi starfsmanna Ís- fisks fylgja með á Akranes en Al- bert Svavarsson segir nær fullvíst að þá verði til enn fleiri störf fyrir Skagamenn og tækifæri að ganga til liðs við fyrirtækið. Albert segir að næsta haust megi því búast við að minnsta kosti 60 manns muni starfa við fiskvinnsluna á Akranesi. Verulega kveður að Ísfiski á mark- aði, en á síðasta ári var það næst stærsti kaupandi á fiskmörkuðum hér á landi, einungis Frostfiskur keypti meira. Ísfiskur stefnir á að vinna úr um fimm þúsund tonnum af bolfiski á ári, að stærstum hluta þorski og ýsu. Samhliða sölu á fiskvinnsluhús- unum í sumar gerði HB Grandi samning um leigu á stórum hluta annarrar hæðar fiskvinnsluhús- anna. Þar er nú hafin vinnsla á veg- um dótturfyrirtækja HB Granda. Starfsemi Blámars var flutt úr Ör- firisey á Akranes og þá fer einn- ig fram pökkun á ýmsum vörum Norðanfisks í húsnæðinu. Sú vinnsla er einkum á innanlands- markað og pakkað í tveimur að- skildum pökkunarlínum. Nú vinna því hátt í tíu manns HB Granda og dótturfélaga að ýmsum störf- um í húsinu og mun fjölga þegar vinnsla og hrognafrysting hefst á Akranesi þegar loðnuvertíðin gengur í garð. Auk þess rekur HB Grandi þjónustuverkstæði áfram á Akranesi fyrir útgerð og vinnslu, auk dótturfélaganna Norðanfisks og Hrognavinnslu Vignis G Jóns- sonar. mm Það eru válynd veður og jafnvel ill- viðri í kortunum næstu daga með hvassviðri, rigningu eða éljum. Ástæða er til að minna fólk á að búa sig vel og fara að öllu með gát hygg- ist það bregða sér af bæ næstu daga. Á morgun, fimmtudag, spáir vaxandi suðaustanátt 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu um landið sunnanvert. Þó þurrt á Norðurlandi lengst af. Hlýnar í veðri. Suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð eða mikil rigning á föstudag, einkum um landið suðaustanvert. Hiti á bilinu 2 til 7 stig. Vaxandi sunnan- og síðan suðaustanátt með skúrum og éljum. Suðaustan stormur um kvöldið með töluverðri rigningu um landið sunn- anvert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig. Útlit fyrir suðaustanátt með éljum á sunnudag, en áfram hvasst og rigning fram eftir degi fyrir austan. Suðaustlæg eða breytileg átt með skúrum eða éljum víða um land á mánudag. Vestlendingar voru spurðir um skoð- un sína á Áramótaskaupinu á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Mjög gott“ sagði helmingur, eða 50% en næst- flestir, 27% sögðu „þokkalegt“. „Lé- legt“ sögðu 20% og 4% kváðust ekki hafa séð skaupið. Í næstu viku er spurt: Strengdir þú áramótaheit? Þórður Már Gylfason í Sansa átti frumkvæði að stofnun minningar- sjóðs Arnars Dórs Hlynssonar, sem lést langt fyrir aldur fram síðastliðið haust eftir erfið veikindi. Mun sjóð- urinn styðja íþróttastarf á Akranesi með árlegum úthlutunum. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Gríðarlega margir urðu til að spreyta sig á myndagátu og krossgátu sem birtist í Jólablaði Skessuhorns 20. des- ember síðastliðinn. Á fjórða hundr- að lausnir bárust. Dregið var úr rétt- um innsendum lausnum og fá tveir heppnir þátttakendur í verðlaun bók- ina: „Litbrigði húsanna - Saga minja- verndar og endurnýjaðra bygginga um allt land,“ eftir Guðjón Friðriks- son. Rétt lausn á myndagátu var: „Hvað skyldi ný ríkisstjórn Katrínar hanga lengi saman.“ Þröstur Þór Ólafsson á Akranesi er heppinn vinningshafi. Rétt lausn fyrir jólakrossgátuna var: „Yfirstærðarkrossgáta.“ Jón Trausti Markússon, Lækjarhvammi 9 í Búð- ardal er sá heppni. Skessuhorn óskar þeim til ham- ingju og þakkar jafnframt öllum sem þátt tóku. mm Lausnir á krossgátu og myndagátu í Jólablaði Skessuhorns Forsíða bókarinnar sem heppnir þátt- takendur fá að launum. Þröstur Þór Ólafsson sigurvegari í Myndagátu Jólablaðs. Jón Trausti Markússon sigurvegari í Jólakrossgátu Skessuhorns. Síðastliðinn föstudag var formleg afhending lykla og yfirtaka Ísfisks á fiskvinnsluhúsunum og skrif- stofum að Bárugötu 10-12 á Akra- nesi. Skrifað var undir kaupin að húsinu í lok ágústmánaðar en þá greindi Skessuhorn ítarlega frá fyrirætlunum Ísfisks um að flytja alla starfsemi sína úr Kópavogi og á Akranes. HB Grandi og dóttur- fyrirtæki hans leigja engu að síður miðhæð húsanna fyrir ýmsa fisk- Ísfiskur tekur við lyklavöldum að fiskvinnsluhúsum Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, tekur hér við lyklavöldunum að Bárugötu 10-12 úr höndum Torfa Þorsteinssonar, framkvæmdastjóri botnfisk- ssviðs HB Granda. Vel við hæfi þótti að lyklaskiptin ættu sér stað við lágmynd af frumkvöðlunum, útgerðarhjónunum Haraldi Böðvarssyni og Ingunni Sveinsdóttir sem prýðir vegg á efsta stigapallinum í húsinu. Fastlega má gera ráð fyrir að 70-80 manns að lágmarki muni starfa í húsinu við Bárugötu 10-12 síðsumars á þessu ári. Kaup- verðið á húsi og búnaði var 340 milljónir króna. Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.