Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 17
Hátt í tvö hundruð vaskir hlaup-
arar létu ekki smá kulda á sig fá
og hlupu árlegt Gamlárshlaup ÍA
á gamlársdag. Veðrið var reyndar
gott miðað við árstíma og því upp-
lagt að hrista af sér steikarslenið.
Hitað var upp á Akratorgi og ræst
með því að flugeldur var sendur á
loft. Hlaupnir voru tveir eða fimm
kílómetrar. Að venju var fólk í alls
konar búningum í hlaupinu og
margir sem krydduðu daginn og
kölluðu fram bros með skemmti-
legum klæðnaði. úrslit í hlaupinu
urðu þau að Sunna Sigurðardótt-
ir kom fyrst í mark í tveggja kíló-
metra hlaupinu en bróðir henn-
ar Arnór Sigurðsson var fyrstur
að ljúka fimm kílómetrum. Með-
fylgjandi myndir tók Guðmund-
ur Bjarki Halldórsson af nokkrum
hlauparanna.
mm
Nýja árið byrjar vel í líkamsrækt-
araðstöðunni í Íþróttamiðstöðinni
við Jaðarsbakka á Akranesi. Íþrótta-
bandalag Akraness hefur að undan-
förnu keypt inn nokkur ný tæki og
lagt auk þess nýtt gólfefni á hluta
húsnæðisins. „Við reynum alltaf að
bæta aðstöðuna og endurnýja eitt-
hvað á hverju ári en núna fórum
við í aðeins meiri framkvæmdir en
venjulega. Síðustu tækin voru sett
saman um liðna helgi og nýtt gólf-
efni lagt inni í tækjasal og að hluta til
inni í hliðarsal,“ segir Hildur Karen
Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
ÍA, í samtali við Skessuhorn.
„Nýja gólfefnið er töluvert meira
hljóðdempandi sem breytir miklu
fyrir aðstöðuna og dregur úr hávaða
þegar lóð falla í gólfið. Við keypt-
um einnig tvö ný Assault þrekhjól
í tækjasalinn og tvö Assault hlaupa-
bretti, sem eru orðin mjög vinsæl
meðal notenda. Í tækjasalinn hefur
líka verið sett upp stór margnota
kaplavél auk þess sem við bættum
við handlóðum í báða sali,“ segir
Hildur Karen. arg
Bætt aðstaða í
líkamsræktinni
á Jaðarsbökkum
Stór margnota kaplavél í líkamsræktarstöðinni.
Þarna má sjá hluta af nýja gólfefninu.
Meðal þeirra tækja sem bættust við í
líkamsræktarstöðina voru tvö Assault
hlaupabretti.
Hlupu Gamlárshlaup ÍA
Nýtt ár, ný markmið
Gleðilegt ár kæru lesendur og
velkomin í Heilsuhorn Kaju!
Áramótin að baki og marg-
ir hafa sett sér markmið á nýju
ári. Algengustu markmiðin eru
að venju að létta sig, hætta ein-
hverju eða bæta einhverju inn í
sína daglegu rútínu. Markmiðin
tengjast oftar en ekki að bæta
heilsu og vellíðan sem er bara
gott og gilt. En þegar líða tekur
á árið renna markmiðin oftar en
ekki út í sandinn sennilega sök-
um þess að þau voru of háleit
og/eða of erfitt að fylgja þeim.
Í þessum pistli ætla ég að gefa
nokkur góð ráð sem hafa það að
markmiði að minnka sykurneysl-
una, en ekki að hætta henni al-
veg. Með því einu að velja holl-
ari viðbættan sykur getur þú
stórbætt heilsu þína og um leið
minnkað sykurneyslu. En ef við
byrjum á byrjunni. Ég legg til að
þú lesir fyrstu tvo pistlana mína
um viðbættan sykur til þess að
þú verðir meðvitaður/meðvituð
um hvað viðbættur sykur er og
hvaða heiti hann hefur. Í fram-
haldi af þeim lestri þá skaltu
setja þér markmið um hvaða
viðbætta sykur þú ætlar að úti-
loka úr mataræði þínu og hvaða
viðbætta sykri þú ætlar að halda
inni. Ég mæli með að halda inni
pálmasykri, hunangi og hlynssír-
ópi. En þetta þrennt er náttúruleg-
ur sykur sem inniheldur næringu
að einhverju leyti. Þessi ákvörð-
un, þ.e. að henda út úr mataræði
þínu öllum hinum viðbætta sykr-
inum, kallar á mjög svo breyttan
lífsstíl en samt sem áður getir þú
gert þér glaðan dag með pálma-
sykri, hunangi og/eða hlynssírópi.
Það að fá sér 70% súkkulaði með
hrásykri ætti einnig að halda inni
enda hefur það lítil áhrif á sykur-
púkann. Skýringuna tel ég vera að
með neyslu á 70% súkkulaði inn-
byrðir þú það mikla næringu að
líkaminn segir sjálfkrafa stopp,
þ.e. hátt hlutfall kakómassa verður
náttúrulegur „sykurfíknar stopp-
ari“.
Síðan er algjör skylda að lesa
innihaldslýsingar þegar farið er
að versla og sleppa þeim vörum
sem innihalda þann sykur sem eru
í banni.
Þeir sem hætta í viðbættum sykri
fara oft í það að fá sér þurrkaða
ávexti og falla í þá gryfju að borða
óhóflega af þeim. Til að koma í veg
fyrir óhóf þá er besta ráðið að
borða ætíð hnetur og/eða fræ
með þurrkuðum ávöxtum því
próteinið og næringin í hnet-
um og fræjum býr til þennan
líkamlega „sykurfíknar stopp-
ara“. Ég mæli með þessari sam-
setningu, möndlur og trönu-
ber, kasjúhnetur og apríkosur,
fíkjur og heslihnetur, svo eigum
við til í Matarbúri Kaju blöndu
sem við köllum Kaju blöndu
sem er algjör snilld sem milli-
mál eða út á morgunmatinn.
Nú fyrir kökufíklana þá er
mjög gott ráð að nota heilhveiti
2/3 með hvíta hveitinu og nota
lífrænan reyrsykur (hrásykur) í
staðin fyrir þann hvíta. Næring-
in og trefjarnar sem eru í heil-
hveitinu og að einhverju leyti í
reyrisykrinum verður að hinum
náttúrulega „sykurfíknar stopp-
ara“.
Látum þetta duga í bili en þeir
sem vilja frekari upplýsingar
eða ráðleggingar geta komið
í Matarbúr Kaju mánudaga og
þriðjudaga frá kl. 17-18.
Lífrænar kveðjur,
Kaja
Heilsuhorn Kaju