Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 11
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns
með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og
kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar.
Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt
sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru
störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun
og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum.
Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt
og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 560.000 krónur á
mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi
og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar.
Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á frumnámskeið vegna
vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og
hjá Guðrúnu Hjaltalín Guðjónsdóttur í síma 430 1000. Öllum umsóknum
verður svarað og trúnaði heitið.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Spennandi
sumarstörf
18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði
Bílpróf er skilyrði
Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf
að hafa sveinspróf eða vera langt
komið í námi í viðeigandi fagi
Mikil öryggisvitund og árvekni
Heiðarleiki og stundvísi
Góð samskiptahæfni
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Opinn fundur um um samgöngumál á Vesturlandi
Miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:00 til 20:00
í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi
Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson
Taktu daginn frá!
Dagskrá auglýst þegar nær dregur
Samgöngumál á Vesturlandi
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Lj
ós
m
. S
ke
ss
uh
or
n/
G
uð
rú
n
Jó
ns
dó
tti
r.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Slökkvilið Snæfellsbæjar var kall-
að út á ellefta tímanum á laugar-
dagskvöldið vegna elds sem log-
aði í flugeldakerru björgunarsveit-
arinnar Lífsbjargar. Kerran stóð á
hafnarsvæðinu í Rifi þegar eldsins
varð vart. Vegfarandinn, Davíð Óli
Axelsson, fyrrum formaður sveit-
arinnar, kom fyrstur á svæðið og
náði hann að mestu að slökkva eld-
inn áður en slökkviliðið kom á vett-
fang. Engin hætta skapaðist vegna
eldsins.
Björgunarsveitin Lífsbjörg hafði
verið með flugeldasýningu á Hellis-
sandi sama kvöld. Að sögn Hafþórs
Svanssonar, starfandi formanns
sveitarinnar, hafði greinilega leynst
glóð í kerrunni en engu að síður
höfðu björgunarsveitarmenn úðað
vatni og snjó yfir hana áður en farið
var aftur til Rifs. af
Glóð leyndist í flugeldakerrunni
Ungmennafélaginu Íslendingi í
Borgarfirði barst nýverið góð gjöf.
Ásdís B Geirdal á Hvanneyri kom
þá færandi hendi og gaf félaginu
150 þúsund krónur. Peningurinn
kemur til vegna sölu bóka á bóka-
loftinu sem Ásdís hefur staðið fyr-
ir. „Færum við Ásdísi kærar þakkir
fyrir dýrmæta gjöf sem nýtist alfar-
ið í barna- og unglingastarf félags-
ins. Við hvetjum alla til að koma við
á bókaloftinu og næla sér í bók til
að styrkja það góða starf sem Ásdís
stendur fyrir,“ segir Sigurður Guð-
mundsson, formaður Íslendings, í
tilkynningu frá félaginu.
mm
Færði Umf. Íslendingi góða gjöf
Ásdís ásamt
glímuköppum í
Umf. Íslendingi.