Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 21. árg. 10. janúar 2018 - kr. 750 í lausasölu
Lúsina burt!
Augndropar!
www.landnam.is - landnam@landnam.is
Sími: 437 1600
Auður djúpúðga
sýningar
Sýningar í febrúar
laugardagur 10. kl. 16:00
sunnudagur 11. kl. 16:00
sunnudagur 18. kl. 16:00
Uppselt
í janúar
Miðpantanir:
landnam@landnam.is
sími 437-1600
20 ÁR
Besta bankaappið
á Íslandi
Samkvæmt könnun MMR
Fátt er hressilegra á gamlársdag en reima á sig hlaupaskóna og taka léttan sprett með félögunum. Þessar skrautklæddu konur á Akranesi voru í hópi tæplega tvö hundruð
sem hlupu Gamlárshlaup ÍA. Nánar um það í Skessuhorni í dag. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Spölur hættir innheimtu veggjalda í
Hvalfjarðargöngum í lok sumars, að
sögn Gísla Gíslasonar stjórnarfor-
manns Spalar, sem á og rekur göng-
in. Gísli segir í samtali við Skessu-
horn að þetta sé samkvæmt samn-
ingi sem gerður var við ríkið áður
en framkvæmdir hófust fyrir rúmum
tuttugu árum. Endanleg dagsetning
á hvenær yfirtakan fer fram liggur
þó ekki fyrir en líklegt að það verði
síðla sumars eða í haust. Ráðherra
samgöngumála hefur þó ekki kveð-
ið skýrt á um að gjaldtöku verði hætt
jafnvel þótt ríkið yfirtaki göngin.
Hvalfjarðargöngin voru opnuð
fyrir umferð 11. júlí 1998. Frá upp-
hafi var ákveðið að ríkið tæki göng-
in yfir þegar afborgun af lánum og
öðrum kostnaði lyki og ekkert sem
bendir til annars en að svo verði. Frá
opnun hafa vegfarendur um Hval-
fjarðargöng greitt veggjald sem í dag
er þúsund krónur fyrir staka ferð á
fólksbíl en um 280 krónur fyrir þá
sem hafa fasta samninga og veglykla
í bílum sínum. Með því að gjaldtöku
verði hætt í sumar má reikna með að
umferð um Kjalarnes og Hvalfjarð-
argöng aukist og hefur verið nefnt
að aukningin gæti orðið allt að tíu
prósent.
Þó gjaldtöku verði hætt þarf engu
að síður að sinna rekstri ganganna
og ýmiskonar þjónustu sem lýtur að
öryggismálum og viðhaldi. Þannig
liggur til dæmis fyrir, að sögn Gísla,
að fara verður innan tíðar í kostn-
aðarsamar aðgerðir við endurnýj-
un dúks sem klæðir göngin að inn-
an. Ríkið yfirtekur rekstur ganganna
þegar starfstíma Spalar samkvæmt
samningi verður hætt. Forsvars-
menn Spalar lýstu yfir áhuga sínum
fyrir allnokkrum árum á að koma
að sér tvöföldun Hvalfjarðarganga,
það er nýjum göngum, í ljósi þess
að umferð hafði þá þegar þróast í þá
átt að öryggisviðmiðum yrði innan
tíðar náð um umferð í evrópskum
jarðgöngum. „Enginn áhugi hefur
reynst fyrir frekari aðkomu Spalar
og þess vegna liggur fyrir að verk-
efninu verði lokið eins og um var
samið, en heimildir Spalar til inn-
heimtu veggjalds falla niður þeg-
ar samningurinn við ríkið er upp-
fylltur,“ segir Gísli. Frá 2016 hefur
Spölur óskað eftir afstöðu ríkisins til
þess hvernig verði staðið að skilum
á göngunum og segist Gísli reikna
með að viðræður um það fari fram
fljótlega.
Á það hefur verið bent að ástand
Vesturlandsvegar, allt frá Mosfellsbæ
og í Borgarnes, er með þeim hætti að
vegurinn sjálfur er ekki síður kom-
inn að þolmörkum en Hvalfjarðar-
göngin. Í fjárlögum fyrir nýhafið ár
er ekki gert ráð fyrir framkvæmd-
um við Vesturlandsveg eða tvöföld-
un Hvalfjarðarganga. Nýr ráðherra
samgöngumála, Sigurður Ingi Jó-
hannsson formaður Framsóknar-
flokksins, hefur hins vegar ýtt út af
borðinu hugmyndum Jóns Gunn-
arssonar fráfarandi ráðherra um að
hefja stórfellda vegagerð á suðvestur-
horni landsins sem fjármögnuð yrði
með veggjöldum. Í fréttum í ljós-
vakamiðlum að undanförnu hefur
Sigurður Ingi hins vegar ekki kveðið
skýrt á um að ríkið hætti gjaldtöku
í Hvalfjarðargöng þótt Spölur skili
ríkinu mannvirkjunum. Því má segja
að bæði framkvæmdir við vegagerð
um Vesturlandsveg, mannvirki þeim
tengd og gjaldtaka fyrir umferð, sé í
töluverðri óvissu.
mm
Útlit fyrir að gjaldtöku verði hætt síðsumars