Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201816 Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög hratt á Vesturlandi, og landinu öllu, undanfarin ár. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Markaðsstofu Vesturlands, fer ferðamönnum enn fjölgandi. „Ferðaþjónustan gekk almennt vel á Vesturlandi á síðasta ári, en það sem engin hafði búist við var niðursveifla sem kom frá apríl fram í miðjan júní. Það virtist engin skýring vera á því önnur en sú að mögulega hafa nei- kvæðar raddir Íslendinga haft þessi áhrif,“ segir Kristján. „Því mið- ur eru margir sem sjá aðeins nei- kvæðar hliðar ferðaþjónustunnar og hafa hátt um þær skoðanir sín- ar. Það gleymist stundum allt þetta jákvæða sem fylgir ferðaþjónust- unni, eins og aukin atvinna á lands- byggðinni. Neikvæða umræðan gæti svo spurst út til ferðaskrifstofa sem hætta þá við ferðir hingað til lands. Það er þó ekki vitað hvort þetta sé nákvæmlega ástæðan fyrir þessari niðursveiflu en það er ýmislegt sem gæti bent til þess, eins og að afbók- anir komu mest frá ferðaskrifstofum en ekki frá þeim sem voru að ferðast á eigin vegum. Þá gæti sterkt gengi einnig haft þessi áhrif.“ Vill sjá fólk gista meira á Vesturlandi Ferðaþjónustufyrirtæki á Vestur- landi eru enn að vaxa jafnt og þétt og að sögn Kristjáns gæti það tengst því að trú ferðaskrifstofa á Vestur- landi hefur aukist. „Það eru fleiri ferðaskrifstofur að koma hingað með fólk en enn sem komið er eru þetta meira dagsferðir þar sem fólk gistir í Reykjavík en kemur hingað í leit að afþreyingu og að njóta nátt- úrunnar. Við myndum vilja sjá fólk stoppa lengur hér og gista,“ segir Kristján. „Við finnum líka að ferða- menn vilja stoppa hér lengur. Við erum með upplýsingamiðstöð hér á Markaðsstofunni og hitti ég því oft ferðamenn sem margir tala um að þeir vildu hafa meiri tíma á Vestur- landi. Hér í landshlutanum okkar er líka að finna fjölbreytta gistiþjón- ustu og mun hún aukast enn frekar með hóteli í Borgarnesi og Varma- landi. Þá hefur gistimöguleikum einnig fjölgað á Snæfellsnesi og þá væri gaman að sjá nýtt hótel rísa á Akranesi einn daginn,“ bætir hann við. Aðspurður hvaða staðir hafa verið vinsælastir meðal ferðamanna á Vesturlandi á nýliðnu ári segir Kristján þá vera Snæfellsnesið sem heild og Borgarbyggð. Akranesviti er líka vinsæll og frá því hann var opnaður hefur ferðamönnum fjölg- að þar í bæjarfélaginu. Við bindum líka miklar vonir við að uppbygging í Leifsbúð dragi ferðamenn í aukn- um mæli í Dalina,” segir Krist- ján og bætir því við að ferðaþjón- ustuaðilar á Vesturlandi hafi upp til hópa staðið sig vel og sýnt mikinn áhuga á að byggja upp betri þjón- ustu fyrir ferðamenn. Mannamót Markaðs- stofanna framundan Kristján segir margt spennandi vera á döfinni í ferðaþjónustu á Vestur- landi árið 2018. „Hjá okkur á Mark- aðsstofunni er framundan Manna- mót Markaðsstofanna í Reykjavík fimmtudaginn 18. janúar. Þar er vettvangur fyrir ferðaþjónustuað- ila á landsbyggðinni að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaskrif- stofum á höfuðborgarsvæðinu. Það er orðið uppselt fyrir fyrirtæki að skrá sig með bás en 38 ferðaþjón- ustufyrirtæki af Vesturlandi verða á Mannamótinu. Næst á eftir er Mid Atlantic viðburður 27. janúar en þá mun Markaðsstofa Vesturlands kynna landshlutann fyrir erlendum ferðaskrifstofum,“ segir Kristján. Hvernig þjónustan þróast í heimabyggð Markaðsstofa Vesturlands hefur í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi undanfarin ár unnið að verkefninu Áfangastaðaáætlun Vest- urlands. „Þetta er stórt verkefni sem við ætlum að vinna með áfram. Til- gangurinn er að setja upp áætlun um hvernig við viljum sjá ferða- þjónustu þróast á Vesturlandi, eft- ir svæðum. Við skiptum Vesturlandi í fjögur svæði; Dalabyggð, Snæ- fellsnes, Borgarbyggð og Skorra- dal auk Hvalfjarðarsveitar og Akra- ness. Við héldum fundi með íbú- um og ferðaþjónustuaðilum á þess- um svæðum fyrir jól þar sem farið var yfir framtíðarsýn og ætlunin er að halda fundi núna í janúar þar sem rætt verður um hvernig við ætlum að ná þessari framtíðarsýn. Fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradals- hrepp verður þriðjudaginn 16. janú- ar, í Dalabyggð miðvikudaginn 17. janúar, Fyrir Akranes og Hvalfjarð- arsveit mánudaginn 22. janúar og fyrir Snæfellsnes þriðjudaginn 23. janúar. Þarna gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sinni skoðun og hvernig þeir vilja sjá ferðaþjón- ustu þróast í sinni heimabyggð. Við viljum alltaf að hagsmunir íbúa séu hafðir að leiðarljósi,“ segir Kristján. Lætur af störfum hjá Markaðsstofu Vesturlands Kristján hefur unnið hjá Markaðs- stofu Vesturlands í tæp fimm ár, eða frá árinu 2013, en stefnir nú að nýj- um verkefnum og hefur sagt starfi sínu lausu. „Ég fékk spennandi til- boð um annað starf í Húsafelli og ákvað að þetta væri kjörið tæki- færi til að breyta til. Ég verð hér hjá Markaðsstofunni út febrúar og byrja í nýju vinnunni í mars.“ Krist- ján mun taka við sölu- og markaðs- málum í Húsafelli. „Mér hefur lið- ið mjög vel hjá Markaðsstofu Vest- urlands og þetta starf hefur verið virkilega lærdómsríkt og skemmti- legt. Ég hef fengið að fylgjast með ferðaþjónustunni vaxa og breytast mikið á þessum tíma og hefur verið alveg einstaklega gaman að taka þátt í því. Ég hef ekki tölu um hversu margir ferðamenn komu hingað árið sem ég byrjaði hjá Markaðsstof- unni, en árið á undan komu hingað um 300.000 ferðamenn. Óstaðfestar tölur fyrir árið 2017 segja að ferða- menn á Vesturlandi hafi verið um 800.000 talsins í fyrra. Það hefur því mjög margt breyst á þessum tíma, en ég er spenntur að takast á við ný verkefni og halda áfram að taka þátt í þeirri þróun sem er að eiga sér stað í ferðaþjónustu á Vesturlandi,“ segir Kristján að endingu. arg „Ferðaþjónustan blómstrar á Vesturlandi“ Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóri lítur yfir farinn veg en hann hverfur nú til annarra starfa eftir að hafa stýrt Markaðsstofu Vesturlands Kristján Guðmundsson, forstöðumanns hjá Markaðsstofu Vesturlands, ásamt Rósu Björk Sveinsdóttur á Mannamóti Markaðsstofanna á síðasta ári. Næsta Mannamót verður fimmtudaginn 18. janúar næstkomandi. Ljósm. kgk. Haustið 2015 boðaði Lonely Planet, stærsti útgefandi ferðahandbóka í heiminum, til hófs í Samgöngusafninu í Lundúnum. Tilefnið var útgáfa handbókarinnar Best in Travel 2016, þar sem Vesturland skipaði það ár annað sæti á lista útgáfunnar yfir eftirsóknarverðustu áfangastaði í heiminum í flokki landssvæða árið 2016. Kristján fór utan og tók við viðurkenningu þess efnis fyrir hönd Vesturlands. Með honum á myndinni eru fulltrúar Lonely Planet. Ljósm. kgk. Kristján og Edda Arinbjarnar í Húsafelli á Mannamóti ferðaþjónustunnar. Ljósm. kgk. Óstaðfestar tölur fyrir árið 2017 segja að ferðamenn á Vesturlandi hafi verið um 800.000 talsins. Hér er hluti þeirra. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.