Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.01.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 7 Námskeið í sjálfsþekkingu, íhugun og sjálfsvinsemd. Þú lærir að þekkja þig betur, vera og standa betur með sjálfri/sjálfum þér. Næstu námskeið á Akranesi hefjast 17. og 18. janúar. Dagnámskeið, kl. 14 – 16, á miðvikudögum, fjögur skipti. Kvöldnámskeið, kl. 19.30 – 21.30, á fimmtudagskvöldum, fjögur skipti. Nánari staðsetning fer eftir fjölda þátttakenda. Að þekkja styrkleika sína eflir persónulegan þroska, bætir geðheilsu, samskipti og eykur líkur á að blómstra bæði í starfi og einkalífinu sem sá einstaklingur sem þú ert. Skráning í síma 893-1562, í netfangið steina@her-nuna.is eða í gegnum facebook @hernuna. www.her-nuna.is - sími 893-1562 Styrkleikarnir þínir Kennari á vinnustof- unum er Steinunn Eva Þórðardóttir, stofnandi Hér núna, reyndur sál- fræðikennari og ráð- gjafi með diplóma á mastersstigi í jákvæðri sálfræði. SK ES SU H O R N 2 01 8 Síðastliðinn laugardag var önnur tilraun gerð á réttri viku til að fella með sprengingu efnissílóin á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akra- nesi. Laust eftir klukkan 16 var svo sprengt. Mikil druna kvað við en sílóin högguðust ekki og standa því áfram jafn skökk á sínum stað. Ljóst er að efnismagn og járna- binding í þessum sextíu ára mann- virkjum er meiri en sprengisér- fræðingar reiknuðu með. Nú er í undirbúningi af hálfu Work North ehf sem annast niðurrifið að beita öðrum aðferðum en sprengiefni til að fella hin rammgerðu mann- virki. Áfram verður því lokað fyrir umferð um Faxabraut vegna fram- kvæmdanna og varir lokunin þar til búið verður að meta að hún sé fær m.t.t. öryggis. „Mjög mikilvægt er að bæjarbúar virði þau mörk sem sett hafa verið um vinnusvæð- ið og er gangandi og akandi veg- farendum ekki heimilt að fara um Faxabraut eins og staðan er núna. Verktaka er ljóst að vanmat leiddi til þess að sprengihleðsla dugði ekki til að fella geymana í fyrstu atrennu,“ sagði í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út á föstudagskvöld vegna fyrirhug- aðrar sprengingar verktakans dag- inn eftir. Í þeirri tilkynningu sagði jafn- framt að vegna umræðu um útboð verksins þá þyrfti að koma því á framfæri að útboðið hafi farið fram í samræmi við lög um opinber inn- kaup. „Slíkt útboðsferli er um- fangsmikið og ríkar kröfur gerð- ar til bjóðenda. útboðsgögn voru unnin af verkfræðistofunni Mann- vit og yfirferð á þeim fór fram hjá skipulags- og umhverfissviði Akra- neskaupstaðar og lögfræðistofunni Landslögum. Þá var jafnframt leit- að til lögfræðistofunnar Landslaga um mat á tilboðum áður en tilboði í verkið var tekið. Sveitarfélagið mun leitast við að upplýsa íbúa og hagsmunaaðila um framgang verksins eftir því sem á líður og er til að mynda verið að setja upp Reynt var að sprengja að nýju en án árangurs myndavélar sem taka upp fram- kvæmdirnar og er stefnt að því að birta á mánaðarfresti upptökur af framvindu verksins.“ Loks segir í tilkynningu bæjaryf- irvalda að öðru leyti gangi niðurrif mannvirkja innan Sementsreitsins vel. Nú þegar er búið að rífa að mestu leðjuþró, dæluhús, blásara- hús, rafsíuhús og sandfæriband en niðurrif á þeim átti að vera lokið í byrjun febrúar. Verkið sé því vel á undan áætlun. mm Skömmu fyrir myrkur á laugardaginn var í annað skipti reynt að fella efnissílóin með sprengingu. Þau högguðust ekki. Líkt og í fyrra skiptið er hægt að skoða upp- töku af sprengingunni á fréttavef Skessuhorns. Ljósm. mm. Hér má sjá undir tvö af fjórum sílóunum, Suðurgötumegin. Eins og sjá má eru mannvirkin rækilega járnabent og massíf og því seigt í þeim. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.