Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Qupperneq 1

Skessuhorn - 24.01.2018, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 21. árg. 24. janúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar laugardagur 3. mars kl. 20:00 laugardagur 10. mars kl. 20:00 sunnudagur 11. mars kl. 16:00 Auður djúpúðga Uppselt í janúar og febrúar Næstu sýningar í mars fimmtudagur 1. mars kl. 17:00 sunnudagur 4. mars kl. 16:00 sjá nánar á landnam.is Miðpantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 Frumsýning föstudaginn 2. mars kl. 20:00 Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Mannamót markaðsstofa landshlutanna var haldið í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Er um að ræða vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna starfsemi sína fyrir ferðaskrifstofum, sem og að efla tengsl innan greinarinnar. Afar góð þátttaka var meðal vestlenskra ferðaþjóna að þessu sinni, en 38 fyrirtæki af Vesturlandi sendu fulltrúa á Mannamót og komust ekki fleiri fyrir. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kjartan Ragnarsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi ræða við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra og Kristján Guðmundsson, forstöðumann Markaðsstofu Vesturlands. Sjá umfjöllun og myndasyrpu frá Mannamóti á bls. 16-19. Ljósm. rmh. Sífellt bætist í hóp þeirra sem mót- mæla aðgerðaleysi stjórnvalda til vegabóta á Vesturlandsvegi. Und- anfarna daga hafa slys og óhöpp verið nær daglega á veginum og skemmst að minnast þess að ungur maður lét lífið í árekstri tveggja bíla 3. janúar síðastliðinn. Fólk er nú al- gjörlega búið að fá nóg af ástandinu og krefst tafarlausra úrbóta. Veg- urinn um Kjalarnes er í engu sam- ræmi við umferðarþunga ekki síst með tilliti til viðhaldsleysis. Í fyrsta skipti virðist því sem Vestlendingar ætli að standa saman í kröfu sinni um vegabætur. Meðal annars með stofnun áskorunarsíðu og undir- skriftasöfnun í gegnum Facebook. Á blaðsíðu 10 í Skessuhorni í dag er að finna viðtal við Bjarnheiði Halls- dóttur á Akranesi sem verið hefur í fararbroddi þeirra sem krefjast úr- bóta á Kjalarnesi. Þá er ástæða til að minna á að í kvöld, miðvikudag klukkan 18, er fyrirhugaður fundur í Tónlistarskólanum á Akranesi þar sem samgöngumál á Vesturlandi verða til umræðu. Þar mætir meðal annarra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Grundartangafyrirtækin láta í sér heyra „Við undirritaðir tökum eindregið undir áskorun bæjarstjórnar Akra- ness á samgönguyfirvöld þess efn- is að þegar verði brugðist við al- varlegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og frekari fjármunum veitt til nauðsynlegra úrbóta varð- andi tvöföldun vegarkaflans. Jafn- framt minnum við á áður sendar ábendingar um að afar brýnt sé að lagfæra gatnamótin af Vesturlands- vegi inn á Grundartangasvæðið með hliðsjón af umferðaröryggi.“ Þannig hljóðaði yfirlýsing sem for- svarsmenn níu fyrirtækja á Grund- artanga sendu yfirvöldum sam- göngumála síðastliðinn föstudag. Þetta eru forsvarsmenn Þróunar- félags Grundartanga, Faxaflóa- hafna, Norðuráls, Elkem, Meit- ils – GT tækni, Stálsmiðjunnar Framtaks, Líflands, Vélsmiðjunnar Hamars og Snóks verktaka. mm Alvarlegt ástand Vesturlandsvegar á Kjalarnesi Svipmynd af veginum á Kjalarnesi í liðinni viku. Slabb og blautur vegur gerir hann stórhættulegan til umferðar. 20 ÁR

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.