Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 21 Þriðjudaginn 20. mars síðastliðinn voru 30 ár liðin frá fæðingu Unn- ar Helgu Bjarnadóttur í Borgarnesi. Hún var eldri dóttir hjónanna Bjarna Kristins Þorsteinssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Unnur Helga veikt- ist af krabbameini og lést 14. ágúst 2002, 14 ára að aldri. Bjarni og Guðrún, ásamt dótt- ur þeirra Þorgerði Erlu, ákváðu að minnast Unnar Helgu og færðu Borg- arneskirkju að gjöf moldunarfont til notkunar við útfarir. Í gjafabréfi seg- ir: „Unnur Helga var afar trúuð og elsk að sinni kirkju og er gjörningur sá að færa kirkjunni þessa gjöf mjög í anda Unnar Helgu að hugsa um og gleðja aðra fremur en sjálfa sig.“ moldunarfonturinn er smíðaður af listamanninum og hagleikssmiðnum Ragnari Imsland á Höfn í Horna- firði. „sóknarnefnd og sóknarprestur þakka þessa myndarlegu gjöf og þann góða hug er fylgir.“ mm Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var kynnt bráðabirgða niðurstaða úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála frá 15. mars sl. varðandi kæru um stöðvun framkvæmda við uppsteypu svokallaðs legsteina- húss í skipulögðu landi Bæjargils í landi Húsafells II í Borgarfirði. Í málinu var kveðinn upp úrskurður sem sneri að kröfu kærenda, eig- enda Gamla bæjarins á Húsafelli I, um stöðvun framkvæmda við upp- steypu hússins sem er á nærliggj- andi lóð. Niðurstaða úrskurðar- nefndar var að hafna kröfu eig- enda Húsafells I um stöðvun fram- kvæmda. Í lok úrskurðar segir: „Að teknu tilliti til markmiðs lagaheim- ildar þeirrar sem úrskurðarnefnd- in hefur til stöðvunar framkvæmda, sem og takmarkaðra áhrifa þeirra framkvæmda sem eftir standa, verður ekki séð að knýjandi nauð- syn sé á að fallast á kröfu kærenda um stöðvun þeirra. Verður kröfu hans þar að lútandi hafnað en bent er á að áframhaldandi framkvæmdir eru á ábyrgð og áhættu leyfishafa.“ Hægt er að lesa niðurstöðu Úr- skurðarnefndar í heild sinni í fund- argerð byggðarráðs Borgarbyggðar frá 22. mars. mm Hafna kröfu um að stöðva framkvæmdir við steinmunasafn Í síðasta mánuði var búið að steypa upp hús fyrir væntanlegt steinmunasafn í Húsafelli. Ítarlega var fjallað um framkvæmdir þar í umfjöllun Skessuhorns 7. mars síðastliðinn. Beint frá býli og Verndun og rækt- un (VOR), félag framleiðenda í líf- rænum búskap, hafa fengið aðild að Bændasamtökum Íslands. Aðildar- umsóknir þeirra voru samþykktar á Búnaðarþingi 2018 sem fram fór í marsbyrjun. Beint frá býli var stofnað árið 2008 og er tilgangur félagsins að hvetja til heimavinnslu og sölu milliliðalaust, beint frá bænd- um. Einnig að vinna að hagsmun- um bænda sem stunda eða hyggja á framleiðslu og sölu heimaunn- inna afurða. markmið félagsins er að tryggja neytenendum gæðavöru með öryggi og rekjanleika í fyrir- rúmi. Þá skal félagið hvetja til varð- veislu hefðbundinna aðferða við matvælaframleiðslu og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefð- um í matargerð. Félagið Verndun og ræktun var stofnað árið 1993 og er hagsmuna- félag framleiðenda sem stunda líf- ræna ræktun hráefnis eða full- vinnslu á lífrænum íslenskum af- urðum. kgk/ Ljósm. úr safni. Fengu aðild að Bændasamtökunum Annan dag í páskum hefur göngu sína nýr umræðuþáttur á N4 sem ber nafnið Landsbyggðarlatte. Í þessum þætti verður komið víða við í umræðunni um landsbyggð- armál. Nafnið á þættinum er til að undirstrika að hann brýtur svo- lítið upp klisjunar sem einkenna oft umræðuna um byggðamál. „Í þættinum verða landsmálin rædd af áhugafólki um samfélags- og byggðamál á forsendum ólíkrar landsbyggðar, velt upp mikilvæg- um viðfangsefnum sem sjaldnast eru talin til byggðamála og leitað að nýjum og áhugaverðum hliðum á gömlum og lúnum þrætueplum byggðaumræðunar. Áhersla verður lögð á opna og uppbyggilega um- ræðu um mikilvæg málefni.“ Þáttastjórnendur Landsbyggð- arlatte eru Þóroddur Bjarnason prófessor, Eva Pandora Baldurs- dóttir sérfræðingur, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri. Þá fá þáttastjórnendur til sín áhuga- fólk um hin ýmsu málefni lands- byggðarinnar. mm Byggðaumræðan frá óvæntum hliðum á Landsbyggðalatte Minningargjöf um Unni Helgu Bjarnadóttur Frá afhendingu minningar- gjafarinnar 20. mars síðast- liðinn. F.v. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason sóknar- prestur, Guðrún Kristjánsdóttir, Bjarni Kr. Þor- steinsson og Þorgerður Erla Bjarnadóttir. Ljósm. þe. Frá skírn Unnar Helgu. Ásamt foreldrunum er litli frændi Sigursteinn Sigurðsson til vinstri. Unnur Helga Bjarnadóttir. Fyrstu lömbin í snæfellbæ á þessu vori komu í heiminn síðasta laug- ardag hjá frístundabóndanum Jóni Andréssyni. Að sögn Jóns gekk burðurinn erfiðlega með seinna lambið en móður og afkvæmum heilsast vel í dag enda í góðum höndum hjá Jóni bónda. af Fyrstu lömbin í Snæfellsbæ söngkeppni samfés fór fram í Laugardalshöllinni á laugardag- inn. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í höllina og horfðu á fulltrúa félagsmiðstöðva víðsveg- ar af landinu keppa. Það var Aníta Daðadóttir frá félagsmiðstöð- inni Fönix í Kópavogi sem söng til sigurs og í öðru sæti var Bene- dikt Gylfason frá félagsmiðstöð- inni Bústöðum. söngkonan Elva Björk Jónsdóttir frá félagmiðstöð- inni Eden í Grundarfirði hafn- aði í þriðja sæti með lagið Think- ing out loud sem Ed sheeran hef- ur gert frægt. Dómnefnd skip- uðu þau Aron Hannes Emilsson, Dagur sigurðsson, Hildur Kristín stefánsdóttir, Ragna Björg Ársæls- dóttir og Rakel Pálsdóttir. arg Elva Björk hafnaði í þriðja sæti í söngkeppni Samfés Á myndinni eru fulltrúar félagsmiðstöðva á Vesturlandi sem tóku þátt í söng- keppni Samfés um helgina. F.v. Katrín Lea Daðadóttir, Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Hekla María Arnardóttir frá félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði en hún hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.