Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201824 Ég skammaðist mín mikið sem barn, ég veit náttúrlega ekki hvort aðrir gerðu það en svona eftir á að hyggja grunar mig að það hafi jafn- vel verið óhóflegt því ég var alls ekk- ert svo slæmur krakki, í mínu minni allavega. Í þá daga tíðkuðust líkam- legar hirtingar ekki lengur en það þótti sjálfsagt að nota harkaleg orð sem vísuðu til persónuleika. „Þú ert nú meiri prófessorinn, þú mynd- ir týna af þér hausnum ef hann væri ekki skrúfaður fastur,“ var frasi sem ég heyrði í ýmsum útgáfum. Það þótti ekki flott að vera prófess- or á þeim árum, bara til að skýra þetta fyrir nútímafólki. Börn áttu að sjást en ekki heyrast og ekki vera að ónáða fullorðna fólkið. Í veislum fengu börnin síðast. Það átti ekki að klaga, ekki að monta sig og guð hjálpi þeim sem var með eitthvað væl! Athugið að þetta er sko ekki væl, ég er bara að rifja upp... En alveg upp á síðkastið á seinni hluta míns þroskaferils, hef ég ver- ið að endurskoða hugmyndir mín- ar, meðal annars til þess að skamm- ast mín. Niðurstaða er kannski ekki alveg komin en mér sýnist margt benda til þess að það sé fullkom- in óþarfi að skammast sín, nokk- urn tímann. Og „hana þá“ eins og ein dóttir mín sagði. Þó að við ger- um mistök, gleymum til dæmis að skila inn skattaskýrslu, sem öllum öðrum tekst að gera, þá þarf ekkert að skammast sín. Það er ekki hjálp- legt, gerir reyndar meira ógagn því það að skammast sín fyrir mistök, gerir það ólíklegra að fólk leiti sér hjálpar eða láti vita af því sem aflaga fór. mjög raunhæft dæmi er þegar vinnustaður vinnur að stóru verk- efni sem á að skila á ákveðnum tíma, starfsmaður sem á að leysa ákveðin hluta verkefninsins en lendir í vand- ræðum, skammast sín fyrir það og lætur engan vita, vinnur daga og nætur og verður úttaugaður. Þeg- ar málið loks kemst upp er kannski of seint að bjarga málum sem hefði verið „kökusneið“ (e. a piece of cake) ef hann hefði strax leitað til sam- starfsfélaga eða yfirmanns og þau leyst það saman. Ef „mistökin“ sem fólk gerir eru beinlínis refsiverð eins og að beita ofbeldi eða ræna, gerir skömm ekkert gagn heldur, en það er ekki þar með sagt að það sé í lagi. Það þarf að gera skýran greinarmun á sekt og skömm. Þetta eru eðlisólík hugtök. Ef ég geri eitthvað rangt, móðga einhvern í reiði, bætir það ekki ástandið að skammast sín, en það að viðurkenna að hegðunin var óviðeigandi eða særandi og biðjast afsökunar eða bæta á einhvern hátt fyrir er mun gæfulegra viðbragð. Brené Brown er bráðfyndin vís- indasögumaður (vísindakona sem kynnir rannsóknir með skemmtileg- um frásögnum) sem hefur rannsakað skömm og berskjöldun í mörg ár og er líklega hugmyndafræðingur „me- too“ - byltingarinnar, a.m.k. rakst ég fyrst á þetta slagorð hjá henni, leið- réttið mig ef þið vitið betur. Niður- stöður hennar eru að skömm þrífst best í einangrun, þögn og dómhörku, en verst í nálægð samhygðar (emp- athy). Í hennar orðum: „The two most powerful words when we´re in struggle: me too“ (tekið af https:// www.ted.com/talks/brene_brown_ listening_to_shame). samkvæmt Brené Brown tengist skömm sterk- lega við fíkn, þunglyndi, ofbeldi, einelti, sjálfsvíg, átraskanir og árás- argirnd. meðan sekt hinsvegar er alveg á hinn veginn, fylgnin er nei- kvæð sekt gerir ólíkegra að þú hafir eitthvað af þessum neikvæðu fyrir- bærum. Það að geta séð að það sem við gerðum passar ekki við hug- myndafræðina okkar og geta lært af því, er þroskandi og stuðlar að að- lögun. Þannig að þegar við gerum mistök, ekki „ef“ því við erum víst öll mannleg, þá er skynsamlegra og hagkvæmara fyr- ir bæði einstak- linginn sjálfan og samfélagið að viðurkenna mistökin eða vanmátt- inn eða hvað það er, biðjast afsök- unar ef þess þarf, fá aðstoð eða lesa sér betur til og halda svo áfram sem betri manneskja. Niðurstaða. Við finnum öll fyrir skömm öðru hvoru, ekki dæma þig fyrir það. Eina fólkið sem ekki upp- lifir hana eru siðblindingjar, en ekki dæma þá heldur, það er ástand sem fólk velur sér ekki. Það sem við get- um gert er að reyna að góma okkur þegar við erum dómhörð við okkur sjálf og sýna okkur frekar samhygð, einkum á erfiðum stundum þegar við höfum gert einhverja bölvaða vitleysu, í staðinn fyrir að gera illt verra með hörku. munum að þetta getur komið fyrir alla, við erum bara manneskjur eins og hinir en ekki fullkomin eins og okkur langar samt svo mikið til að vera. Hættu nú að skammast þín og farðu að sýna þér sömu góðvild og öðrum. Steinunn Eva Þórðardóttir „Og skammastu þín svo!“ Heilsupistill Steinunnar Evu Fyrr á þessu ári var undirritaður samstarfsamningur til fimm ára milli slysavarnafélagsins Landsbjargar og svissneska úraframleiðandans Lum- inox. Er þetta í fyrsta skipti sem fé- lagið gerir erlendan samning sem þennan en samningurinn er hugsað- ur sem fjáröflun fyrir félagið. Lum- inox skuldbindur sig til að framleiða nýja línu af úrum sem tengjast ICE- sAR á hverju ári næstu fimm árin og Landsbjörg leggur til myndefni til markaðssetningar á úrunum. Árið 2018 verður framleidd sér- stök útgáfa tileinkuð 90 ára afmæli félagsins og verður hún seld í tak- mörkuðu upplagi, einungis 900 ein- tökum. Landsbjörg mun fá hluta af söluverðmæti seldra úra. Vöru- lína þessi fer í dreifingu í septem- ber 2018 og verða úrin seld víða um heim. Hægt verður að kaupa þau á tveimur stöðum hér á landi. mm Úraframleiðandi styður Landsbjörgu sveitarfélögin á snæfellsnesi, í sam- starfi við RARIK, slökktu öll götu- ljós og ljós í stofnunum á þeirra veg- um laugardaginn 24. mars síðastlið- inn. Var þetta gert í tengslum við Jarðarstund eða Earth Hour sem er alþjóðlegur viðburður sem haldinn hefur verið frá árinu 2007. Ætlunin með þessu er að vekja fólk til um- hugsunar um orkunotkun og lofts- lagsbreytingar af manna völdum. Fólk var hvatt til að slökkva ljós og önnur raftæki á milli klukkan 20:30 og 21:30 þetta laugardagskvöld. Það var svolítið undarlegt um að lit- ast í Grundarfirði þegar slökkt var á öllum ljósastaurum og eins gott að vera vel merktur með endurskins- merkjum ef maður ætlaði að vera á ferli á þessum tíma. Hvað þá að taka mynd af miðri götunni eins og ljós- myndari skessuhorns hætti sér út í á meðfylgjandi mynd. tfk Myrkvað Snæfellsnes Árshátíð Auðarskóla í Dölum var fimmtudaginn 22. mars. Þar tróðu nemendur úr öllum bekkjum upp með söngleikjum. Á meðfylgj- andi mynd má sjá hænsnin henn- ar Rönku úr leikriti yngsta stigs en það var vel við hæfi að ein úr hópnum verpti súkkulaðipáska- eggi svona rétt áður en nemenda- hópurinn hélt inn í páskafríið. sm Verpti súkkulaðipáskaeggi á árshátíð Varðskipið Týr kom til hafnar í Grundarfirði f i m m t u d a g s m o r g u n i n n 22. mars síðastliðinn en þá höfðu skipverjar lent í basli við Ólafsvík fyrr um morg- uninn. skipið hafði þá leg- ið við ankeri rétt fyrir utan Ólafsvík um nóttina en þeg- ar það var togað upp kom í ljós að stærðar grjót sat pikkfast í ankerinu. skip- inu var þá siglt til hafnar í Grundarfirði þar sem vinnu- vél náði að hífa ankerið upp á bryggjuna og hrista grjótið úr. Varðskipið hélt svo aftur út á miðin þegar aðgerðum var lokið. tfk Varðskipið Týr í vandræðum við Ólafsvík Grjótið sat pikkfast í akkerinu þannig að ógjörningur reyndist að ná því úti á sjó. Skipverjar fagna er grjótið losnaði loksins úr ankerinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.