Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201828
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is
Hönnum, prentum og merkjum
fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki
Smáprent
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Í kjölfar Parísarsamkomulagsins
2015 setti Ísland sér metnaðar-
full markmið um 40% samdrátt í
nettólosun gróðurhúsaloftegunda
fyrir árið 2030. Núverandi ríkis-
stjórn bætti um betur og auk áður-
nefnds samdráttar er stefnt að kol-
efnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi
árið 2040.
Er kolefnishlutlaust Ísland raun-
hæft markmið og ef svo er, hvað
þarf þá að gera? Ljóst er að draga
þarf úr losun með öllum tiltækum
ráðum en til þess að gera Ísland
kolefnishlutlaust er ekki síður mik-
ilvægt að binda kolefni í gróðri og
jarðvegi.
Nýskógrækt, eða ræktun skóga
á skóglausu landi, er viðurkennd
aðferð til að draga úr nettólosun
gróðurhúsalofttegunda með bind-
ingu koltvíoxíðs (CO2) úr and-
rúmslofti. svo hefur verið frá upp-
hafi í umræðum og í alþjóðasamn-
ingum um loftslagsmál. Ísland býr
yfir einstökum tækifærum til að
binda koltvíoxíð með skógrækt og
landgræðslu.
segjum sem svo að sú ákvörðun
yrði tekin að auka framlög til skóg-
ræktar verulega og fjórfalda fram-
kvæmdir í skógrækt á næstu árum.
Ef horft er til baka má reyndar segja
að fjórföldun sé í raun ekki nema
tvöföldun miðað við árlegar gróð-
ursetningar árin fyrir hrun. Raun-
in er nefnilega sú að framlög til ný-
skógræktar hafa dregist saman svo
um munar. En með fjórföldun frá
því sem nú er væri hægt að binda
tæp 600 þúsund tonn af CO2 á ári
um miðja öldina til viðbótar við það
sem yrði að óbreyttu.
Til þess að þetta sé gerlegt þá
þarf eftirfarandi: land til að rækta
skóg á, gróðrarstöðvar til að fram-
leiða plöntur, vinnufúsar hendur,
„dass“ af þolinmæði og „bunch of
money“.
Nú liggja fyrir ríflega 620 þing-
lýstir samningar um nytjaskógrækt
á lögbýlum og er samningsbund-
ið land um 54 þúsund hektarar. Af
þeim er búið að gróðursetja í um 26
þúsund hektara. Aðsókn í verkefni
sem þetta er mikil en á síðasta ári
var tekið á móti um 40 nýjum um-
sóknum. Því er ljóst að á árinu 2018
mun enn bætast við samningsbund-
ið land til skógræktar. Auk nytja-
skógræktar á lögbýlum eru fjölmörg
svæði tilbúin til skógræktar innan
landa skógræktarinnar, skógrækt-
arfélaganna og samstarfsverkefna
skógræktarinnar og Landgræðslu
ríkisins. má þar nefna sem dæmi
athafnasvæði Hekluskóga sem eru
tugir þúsunda hektara. Það er því
ljóst að skortur á landi stendur ekki
í veginum fyrir fjórföldun nýskóg-
ræktar og bindingu CO2.
Þegar gróðursetningar voru hvað
mestar á Íslandi, á árunum fyrir hrun,
þá voru gróðursettar um 6 milljón-
ir plantna árlega. Plöntuframleið-
endur voru á annan tug talsins og
mikil þekking varð til auk aðstöðu
og búnaðar. Nú er öldin önnur. Það
er áhyggjuefni að á síðustu árum
hafa fjölmargir plöntuframleiðend-
ur helst úr lestinni vegna samdrátt-
ar í greininni. Þetta hefur haft í för
með sér að þekking í skógarplöntu-
framleiðslu er að glatast og nýliðun
er engin enda „bransinn“ ekki fýsi-
legur þegar ekki er öruggt að auk-
ið verði í nýskógrækt. Þær gróðrar-
stöðvar sem enn eru starfandi geta
framleitt það magn af plöntum sem
verið er að gróðursetja í dag án þess
að fara út í frekari fjárfestingar. Enn
þá er aðstaða og þekking til staðar
víðs vegar um land en ljóst að frek-
ari samdráttur í framleiðslu skóg-
arplantna muni fara langt með að
ganga af þessari grein dauðri. Því
fyrr sem stjórnvöld gefa upp hvort
auka eigi nýskógrækt, því líklegra er
að skógarplöntuframleiðendur haldi
húsunum í rekstri og geti hafið tím-
anlega undirbúning að því að stækka
við sig. Það tekur nefnilega 1-3 ár að
framleiða skógarplöntur. Því þarf að
liggja fyrir áætlun um aukningu sem
staðið verður við, að orðum fylgi
gjörðir.
Ekki er nóg að velta eingöngu
fyrir sér peningahliðinni og fram-
boði lands til skógræktar. mannafli
er órjúfanlegur hluti af þessu starfi.
Í stuttu máli má ætla að um 20,6
ársverk skapist vegna hverrar einn-
ar milljónar gróðursettra plantna.
stór hluti þessara starfa skapast í
nágrenni skóganna og ef rétt er á
spilum haldið getur skógrækt ekki
bara verið mikilvæg leið til binding-
ar kolefnis, heldur einnig skapað at-
vinnu í dreifbýli og þannig stuðlað
að eflingu byggðar.
stóra málið er að með aukningu
skógræktar erum við að byggja
upp skógarauðlind sem bindur kol-
efni og skapar störf. Við erum líka
að búa í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir því úr öllum þessum skógum
koma verðmæti. Um leið og ég óska
landsmönnum til hamingju með al-
þjóðlegan dag skóga 21. mars segi
ég: minna kjaftæði, meiri skóg!
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Höf. er sviðsstjóri skógarauðlinda-
sviðs Skógræktarinnar.
Minna kjaftæði – meiri skóg!
Af hverju á að fjórfalda skógrækt?
Pennagrein Pennagrein
síðastliðið vor hafði fyrrverandi
þingmaður NV kjördæmis, Teit-
ur Björn Einarsson, frumkvæði að
umræðu um stöðu sjávarútvegs á
Alþingi. Tilefnið var ærið. Verkfall
sjómanna, lækkandi verð á fiski,
staða gengismála og sú staðreynd
að veiðigjöld voru að stórhækka.
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjöld-
um hækka gríðarlega á milli ára,
á sama tíma og afkoma útgerðar
hrynur. Álagning og fjárhæð veiði-
gjalda sem nú er verið að greiða er
á framlegð og afkomu sem ekki er
í neinu samræmi við veruleikann
í dag. Hækkun þeirra gjalda er úr
5,5 milljörðum í ríflega 10 millj-
arða, það er högg.
segja má að höggið sé tvöfalt
fyrir mjög margar útgerðir í NV
kjördæmi, og víðar, þar sem af-
sláttur vegna skulda hefur fallið
niður.
Niðurstaða þeirrar umræðu sem
Teitur Björn hóf var að sjávarút-
vegsráðherra lét vinna greiningu á
stöðu útgerðar. Helstu niðurstöð-
ur þeirrar greiningar Deloitte eru
eftirfarandi:
Tekjur í sjávarútvegi drógust •
saman um 25 milljarða króna
eða 9% milli áranna 2015 og
2016. Tekjur lækkuðu hlutfalls-
lega mest hjá sjávarútvegsfyrir-
tækjum með mestu aflaheimild-
irnar.
EBITDA sjávarútvegsfyrir-•
tækja lækkaði um 22% milli ár-
anna 2015 og 2016. sjávarút-
vegsfyrirtæki náðu þó að ein-
hverju marki að vega upp nei-
kvæða tekjuþróun með lækkun
kostnaðar.
skuldastaða greinarinnar í heild •
þróaðist með jákvæðum hætti
árið 2016 að því leyti að heild-
arskuldir lækkuðu og eigin-
fjárhlutfall hækkaði. Greiðslu-
geta versnaði hins vegar heldur
þar sem skuldir sem hlutfall af
EBITDA lækkuðu.
með hliðsjón af hreyfingu •
helstu hagstærða og útflutn-
ingsverðmætis sjávarafurða
eru allar líkur á því að afkoma
versni nokkuð á rekstrarárinu
2017. Þetta má m.a. rekja til
óhagstæðrar þróunar ytri hag-
stærða. Verðlag sjávarafurða
hefur lækkað verulega í íslensk-
um krónum og launavísitala
hækkað töluvert. Lækkun olíu-
verðs hefur haft nokkuð jákvæð
áhrif á afkomu ársins 2016, en á
árinu 2017 hefur olíuverð tekið
að hækka að nýju.
Deloitte telur að EBITDA sjáv-•
arútvegsins geti árið 2017 hafa
lækkað um 20-37% frá fyrra ári
og nemi á bilinu 37 til 45 millj-
arðar króna. Gangi það eftir
mun EBITDA hafa lækkað um
42-59% frá 2015 til 2017.
Við þetta mætti bæta, að hafi
hugmyndin um veiðigjald sem væri
nálægt 10% af framlegð, má vel
rökstyðja að hún sé komin vel yfir
50% nú. Það rekur enginn fyrirtæki
til lengdar sem þarf að greiða slík-
an skerf í skatt, það mætti allt eins
kalla þjóðnýtingu.
Útgerðarfyrirtæki í NV kjördæmi
eru mörg og misstór. Ég segi það
hér; staða þeirra er mjög alvarleg.
Afleiðingin af þessari stöðu getur
orðið mjög alvarleg. Það mætti vel
kalla það hamfarir af mannavöld-
um.
Ég var mjög áfram um að lands-
hlutasamtök sveitafélaga í NV kjör-
dæmi myndu gera sjálfstæða grein-
ingu á stöðu mála í kjördæminu
sérstaklega. Að því er nú unnið.
Eftir páskahlé þingsins verður að
fara fram umræða um þessa alvar-
legu stöðu.
Það er ekki í boði að grípa ekki
til aðgerða. Ég get ekki hugsað til
þess að ekki verði mætt ákalli um
skilning, um aðgerðir til að bregð-
ast við. Verði það ekki getum við
ekki ímyndað okkur hvernig hlutir
þróast. Allt frá upptöku þess kerfis
sem við búum við eigum við eftir
að sjá mestu tilflutninga aflaheim-
ilda, með tilheyrandi röskun fyrir
byggðir landsins.
Það er ekki í boði að gera ekki
neitt.
Haraldur Benediktsson
Höf. er 1. þm. NV kjördæmis.
Hamfarir af
mannavöldum