Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201822 og hefur búsetu í Reykjavík. Þær keyra svo á milli til að komast í leiki og stöku æfingar. Andrea nýtti sér þennan valkost. Hún æfði í Reykja- vík, stundaði háskólanám og fór svo reglulega vestur á snæfellsnes til að spila leiki og æfa. Hún hætti í há- skólanum eftir fyrsta árið og stóð því enn og aftur á tímamótum. Framtíðar leikmenn Andrea segir að henni hafi þá boð- ist að koma í stykkishólm og taka að sér þjálfun yngri flokka þar. „Ég ætlaði að fara að vinna og æfa og þá var bara tilvalið að vinna og æfa með snæfelli og búa í Hólminum.“ Andrea þjálfar stelpur og stráka í fjórða og fimmta bekk og stelpur í sjötta til áttunda bekk. „Krakkarnir eru svo flottir karakterar og það er svo gaman að kynnast þeim,“ segir Andrea. Hún sér strax að einhverjir af krökkunum eigi eftir að taka við af henni í framtíðinni. „Það eru al- veg sumir þarna sem ég sé fyrir mér að spili með mér í meistaraflokki í framtíðinni, eða spili þegar ég er hætt,“ segir hún kímin. „Nokkrir þarna eru bara mjög efnilegir.“ Kynjahallinn í íþróttum Það er mikil ábyrgð að þjálfa krakka í íþróttum. Gæta þarf hlutleysis sem þjálfari og halda vel utan um hvern einstakling sem verið er að þjálfa. „Ég sem þjálfari vil gefa öll- um jöfn tækifæri til að æfa.“ Henni er hugleikin nýleg umræða í kring- um #metoo. sjálf hefur hún þó aldrei orðið fyrir óréttlæti af hendi þjálfara og hefur ekkert nema gott að segja um sína fyrrum þjálfara og liðsfélaga. „Ég hef aldrei fundið fyr- ir neinu þannig lagað. En samt tekur maður eftir óréttlæti í kringum sig,“ segir Andrea og á þá ekki við kyn- ferðislegt óréttlæti eða ofbeldi held- ur kynjamismuninn í íþróttaheim- inum. „Á Akureyri þarf stelpulið- ið til dæmis að æfa í verri aðstöðu en karlaliðið,“ bendir hún á. Þá seg- ir hún að deild stelpnanna fái minni umfjöllun en strákadeildin. „Eins og við séum einhvern veginn minna virði. Það er samt enginn þjálfari sem segir að við séum verri en strák- arnir.“ Mörg járn í eldinum Andrea ákvað að halda áfram í há- skóla, þótt í þetta sinn veldi hún annan skóla. Hún skráði sig í fjar- nám við Háskólann á Akureyri í iðjuþjálfunarfræðum. Hún hefur því nóg að gera við að þjálfa yngri flokka, stunda háskólanám, æfa af krafti með meistaraflokki kvenna hjá snæfelli og keppa reglulega með liðsfélögum sínum. Eins og það sé ekki nóg þá ætlar Andrea líka að ljúka þjálfaranámi frá ÍsÍ og er kom- in á þriðja stig og er að fara að klára þjálfunarnám 2B frá KKÍ. Hún sér þó ekki fram á að gera körfubolt- ann að aðalatvinnugrein sinni. „mig langar að læra svo mikið. mér finnst bara gaman að gera þetta og vera partur af þessu. Þetta veitir mér líka þá áskorun og þá festu sem ég þarf á að halda.“ klj Eins og greint hefur verið frá í skessuhorni flutti matarbúr Kaju og Café Kaja nýverið í nýtt húsnæði á Akranesi, frá Kirkjubraut að still- holti 23. Eftir opnun verslunarinn- ar og kaffihússins á nýjum stað hóf Karen Jónsdóttir, eigandi verslun- arinnar og kaffihússins, söfnun fyr- ir nýju sólskyggni á alla glugga hús- næðisins til að betur fari um gesti kaffihússins og „svo að allt súkkul- aðið bráðni ekki,“ eins og Karen skrifar á á söfnunarsíðuna Karol- inafund. Þar fékk söfnunin nýver- ið brautargengi, en til þess þurfti verkefnið að komast í gegnum ít- arlegt umsóknarferli. Að sögn Kar- enar fékk hún inn á síðunni út á þá sérstöðu að í versluninni væri ein- vörðungu seld lífrænt vottuð mat- vara og að Café Kaja væri eina líf- ræna kaffihús landsins. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að fara inn á www.karo- linafund.com/project/view/2027. kgk Safnar fyrir sólskyggni svo súkkulaðið bráðni ekki Úr verslun Matarbúrs Kaju við Stillholt á Akranesi. Ljósm. mm. Andrea Björt Ólafsdóttir leikur körfubolta með meistaraflokki snæ- fells. Hún hefur æft körfubolta af krafti frá því hún var átta ára og byrj- aði að æfa með Grindavík en hef- ur allt sitt líf verið viðriðin íþrótt- ir. Hún bjó í Englandi milli tveggja og átta ára aldurs og var þar að læra sund, ballett og fimleika. Pabbi hennar var markvörður í atvinnu- mennsku og bjó á þessum árum í Englandi með þeim mæðgum. Körfubolti á tímamótum Eftir nokkur ár í Englandi flytur fjölskyldan heim til Íslands aftur og sest að í Grindavík. Nokkru síðar skilja foreldrar hennar og hún held- ur áfram að búa hjá mömmu sinni. Framboð af íþróttum til iðkunar var töluvert fábreyttara í Grindavík en það hafði verið í Englandi, fótbolti og körfubolti stóðu til boða. „Til að byrja með þá keyrði mamma mig í fimleika til Reykjavíkur. En þetta var löng leið og mikill akstur,“ seg- ir Andrea. Þess utan hafi krakkar í Grindavík mikið spilað annað hvort fótbolta eða körfubolta svo upp á fé- lagsskapinn þá var betra fyrir And- reu að velja annað hvort eða bæði til að spila. Andrea prófaði að leika bæði fótbolta og körfubolta, en karf- an hafði vinninginn. Nokkrum árum eftir komu þeirra mæðgna aftur til Íslands veikist mamma Andreu af brjóstakrabba- meini. Útlit var fyrir að hún hefði náð sér að fullu þegar hún greind- ist aftur með krabbamein árið 2007 og nú í heila. Þá var Andrea tólf ára gömul. Krabbameinið dró móður hennar til dauða og Andrea bjó hjá pabba sínum í tvö og hálft ár eftir það og æfði körfubolta með Kefla- vík. Eftir að mamma hennar féll frá hellti hún sér af fullum krafti í körfuboltann. „Körfuboltinn hefur gefið mér eitthvað sem ég myndi aldrei vilja skipta út.“ Hún segir að körfuboltinn hafi gefið henni festu í lífið sem hjálpaði henni að einhverju leyti við að takast á við móðurmiss- inn. Háskólanám og körfubolti síðan þá hefur Andrea spilað og æft með nokkrum liðum. Lengst af spilaði hún með Njarðvík. Árið 2016 stefndi Andrea á háskólanám við Háskóla Íslands og ætlaði sér að æfa meðfram námi með KR. „Þá hins vegar fór KR niður um deild og mér hafði boðist að æfa með snæ- felli,“ segir Andrea. Fjöldinn allur af ungum konum æfir með snæfelli Myndi aldrei vilja sleppa körfuboltanum Andrea Björt Ólafsdóttir leikur með meistaraflokki kvenna hjá Snæfelli Andrea Björt er í meistaraflokki kvenna hjá Snæfelli og þjálfar yngri flokka Snæfells í körfubolta ásamt því að stunda háskálanám í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Andrea í leik fyrir Snæfell. Körfuboltinn gefur henni festu í lífið sem hjálpaði henni að takast á við móðurmissi þegar hún var tólf ára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.