Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201816 Þó vor sé í lofti er heldur hrá- slagalegt um að litast fyrir utan stóra gluggana á kaffihúsinu Les- bókinni við Akratorg á Akranesi þegar blaðamaður sest niður með margréti Blöndal einn miðmorg- un í mars. Hún er nýkomin frá Bonn í Þýskalandi þar sem hún var ásamt manni sínum Guðmundi Óla Gunnarssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi, við- stödd tónleika með strengjakvar- tett stjúpdóttur sinnar, Hrafnhild- ar mörtu Guðmundsdóttur í Beet- hoven-Hause. Í því húsi fæddist Beethoven en Hrafnhildur nemur sellóleik í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum. Við pöntum okk- ur kaffi og meðlæti og látum fara vel um okkur á meðan margrét mælir með Bonn sem borg til að heimsækja. „Bonn er ofboðslega næs. Auðvelt að komast þangað, góður matur og hellingur af göml- um fallegum húsum, þó misgóður arkitektúr eftirstríðsáranna fylgi inn á milli. Ég skil ekki hvernig er hægt að byggja svona ljót hús ofan í svona óskaplega falleg hús,“ seg- ir hún. Við ætlum meðal annars að spjalla um fjölmiðlaferilinn, ferða- lagið með Elly Vilhjálms, teng- inguna við Akranes og drauminn sem er að rætast. En við byrjum fyrir norðan. Ættuð úr Dölunum margrét er fædd og uppalin á Ak- ureyri en foreldrar hennar Björn Brynjólfsson og Guðborg Blön- dal voru þó ekki þaðan. „Reyndar er ég varla Akureyringur. mamma var vestan úr Dölum, úr saurbæn- um, og ólst þar upp og pabbi var úr Öxnadal. Þannig að ég er ekki svona „alvöru“ Akureyringur. En mér þykir óskaplega vænt um Ak- ureyri.“ Og menntavegurinn var hefðbundinn. „Ég fór í Barna- skóla Íslands,“ segir margrét og brosir þegar blaðamaður hváir. „Barnaskóli Akureyrar hét hann auðvitað en var stundum kallaður þetta af þeim sem töldu skólann vera þann eina á landinu sem væri með einhverju viti. síðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann og mA.“ Eft- ir menntaskólaárin vantaði mar- gréti vinnu og sótti um skrifstofu- starf hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri sem þá var að hefja starfsemi. Þar hitti hún Jónas Jónasson forstöðu- mann sem vantaði einhvern til að sjá um þætti fyrir unglinga. „Hann sagði mér að fara heim og búa til útvarpsþátt, sem ég gerði. Þessir þættir voru á Rás 1 og fyrsti þátt- urinn var sendur út á 21 árs afmæl- isdaginn minn. Og ég er enn að búa til útvarpsþætti,“ segir mar- grét og brosir. Ári eftir útskrift- ina úr mA ætlaði margrét svo að gerast íslenskukennari, flutti til Reykjavíkur 1984 og hóf nám í ís- lensku við Háskóla Íslands. „Ég hafði svo dásamlega fyrirmynd í íslenskukennaranum mínum í mA þannig að ég ætlaði að reyna að verða bara eins, en var þá að- eins farin að vinna í útvarpinu. svo þegar ég flutti suður sótti ég um vinnu, með skólanum, á Rás 2 sem þá hafði starfað í eitt ár og var ráð- in á næturvaktirnar, annað hvert laugardagskvöld frá klukkan tólf til þrjú.“ Útvarpsfólk borðaði úti Á endanum þurfti íslenskunámið að víkja fyrir útvarpsmennskunni. „Vinnan tók alltaf meiri og meiri tíma. svo var útvarpið bara svo spennandi og skemmtilegt. Það var eins og að lenda í ævintýri. En ís- lenskunámið var ofsalega skemmti- legt, sérstaklega bókmenntirnar. mér fannst þær miklu skemmti- legri en málfræðin.“ En sér hún þá fyrir sér að fara aftur í háskóla eða er sá kafli búinn? „Ég finn alveg að annað slagið fæ ég einhverja svona skólaþrá. Ég lærði viðburðastjór- nun á Hólum og var að hugsa um að skrá mig í fjölmiðlafræði í Há- skólanum á Akureyri, fá próf upp á að ég kynni nú eitthvað í þessu en einhvern veginn er ég alltaf farin að gera eitthvað annað.“ Að hafa tekið þátt í að slíta barns- skónum með Rás 2 á upphafsárum stöðvarinnar segir margrét hafa verið algert æði. „Þetta var bara eins og villt heimavist,“ segir hún og hlær. „mikil vinna og mikið partí líka. Þarna var ofboðslega skemmti- legt fólk og þetta var líka alveg nýr heimur. mér fannst til dæmis mjög skrýtið að allir fóru út að borða í hádeginu. Ég hafði bara aldrei vit- að svona vitleysisgang,“ segir hún hlæjandi. Hin glænýja útvarpsstöð í Reykjavík varð margréti dýrmæt í mörgu tilliti. „Á Rás 2 eignaðist ég suma af mínum bestu vinum,“ seg- ir hún og nefnir sem dæmi Inger Önnu Aikman og Þorgeir Ástvalds- son, sem er ættaður úr Dölunum eins og margrét. „Eins varð sigrún stefánsdóttir mikill örlagavaldur því tvíeykið Bergsson og Blöndal varð til undir hennar stjórn. sigrún var líka fljót að samþykkja Gesti út um allt, þættina sem voru í beinni frá Hofi á Akureyri.“ Af sjónvarps- þáttum margrétar má nefna Áhöfn- ina á Húna þar sem hún og Felix Bergsson sigldu í kringum landið á 50 ára gömlum eikarbáti ásamt hljómsveit og fylgdarliði. Þessi misserin eru þættirnir Fram og til baka á dagskrá Rásar 2 á sunnu- dagsmorgnum. „Það er bara svo- lítið eðlilegt framhald af því sem við Felix Bergsson höfum verið að gera. mér finnst ofsalega gaman að grúskast og þarna gröfum við eftir efni og tónlist 40 ár aftur í tímann. svo erum við að gera sex þátta sjón- varpsseríu sem verður eins konar óvísindaleg mannlífsstúdía Bergs- son og Blöndal. Fyrsti þátturinn verður sýndur í ágúst.“ Í útsendingu með tárin í augunum En það hefur ekki alltaf verið gam- an í vinnunni. margrét segir frá erfiðum dögum árið 2013 þegar 60 starfsmönnum var sagt upp störf- um hjá RÚV. margir af vinnufé- lögum og vinum margrétar fengu uppsagnarbréf, sen sjálf slapp hún. „Þessar uppsagnir eru bara það versta sem maður hefur lent í. Þetta var bara alveg ömurlegt, al- veg hrikalega sorglegt ástand. Það var grátandi fólk um alla ganga og maður var sjálfur með tárin í aug- unum. svo bara snýtti maður sér og fór í útsendingu. Þetta var rosa- lega slæmur tími. Ég var verktaki, annars hefði mér eflaust verið sagt upp líka. Það hentar mér vel að vera verktaki því mér finnst voða gott að ráða mér sjálf. Það þýðir kannski stundum að maður er alltaf í vinnunni. Ég er aðeins byrjuð að læra það núna að kúpla mig út og draga andann. maður upplifir ein- hvern veginn verkefnin þannig að það sem maður er að vinna að í það og það skiptið sé alltaf síðasta verk- efnið sem maður fær.“ Ömmuleikur dásamlegur En hvernig slakar margrét þá á? „Núna geri ég það bara þannig að ég segi stundum nei. svo er ég bara heima hjá mér. mér finnst dásam- legt að fara heim og elda og vera í ömmuleik. Ég vanda mig við það að vera ekki alltaf að lesa tölvupóst- inn minn. stundum skil ég símann bara eftir einhversstaðar, er ekki alltaf með hann nálægt mér.“ Hún hefur þá fundið á sjálfri sér ef hún hefur gengið of nærri sér og unn- ið of mikið? „Ég hef gengið allt of nærri mér stundum og ég hef veikst af álagi og lent í ýmsu varð- andi það. Af því að maður er allt- af svo ofsalega mikið að vanda sig og það er það sem er svolítið erfitt. Hvenær á maður að stoppa? Fjöl- miðlastarfið er þannig að maður er alltaf að keppast við tímann og svo kvittar maður alltaf fyrir með nafn- inu sínu. Og þegar maður er alinn upp við það að maður eigi að vanda sig og gera sitt besta verður maður líka að vita að það er enginn heims- endir þó að manns besta sé ekki al- veg nógu gott. Og að læra það var kannski það erfiðasta fyrir mig. Ef maður veit inni í sér að maður hef- ur gert sitt besta. Þetta snýst um það.“ Gafst nánast upp á Elly snemma árs 2011 var margrét beð- in um að skrifa ævisögu, eitthvað sem henni hafði aldrei dottið í hug að hún ætti eftir að gera. Og þessi bók átti ekki að vera um hvern sem er heldur um Elly Vilhjálms, eina ástsælustu söngkonu þjóðarinnar fyrr og síðar. „Já, auðvitað skal ég skrifa bók, sagði ég við útgefand- ann en ég vissi náttúrlega ekkert út í hvað ég var að fara. Þetta var bara einhverskonar sambland af hrika- legri bjartsýni og fávitagangi, eða ég veit ekki hvað á að kalla það, ég segi ekki greindarskorti,“ segir mar- grét og brosir. „Ég trúði því bara að það væri með þetta eins og ann- að. Ef ég væri bara nógu dugleg þá mundi þetta auðvitað hafast. En ég hef aldrei lent í neinu verkefni sem hefur tekið eins á mig. Bókin átti að koma út fyrir jólin en ég gaf þetta verkefni frá mér í ágúst. Þá sagði ég útgefandanum að ég bara gæti ekki gert þetta. En útgefandinn ákvað að bjóða mér annað ár til að ljúka við bókina, sem ég er óskaplega þakk- lát fyrir núna. Það hefði verið voða vont fyrir mig að gefast upp, sem Margrét Blöndal á fjölskyldu á Akranesi, keypti land í Leirársveit og byggir hús í sumar: „Það skemmtilegasta sem ég veit er að stússast fyrir fólkið mitt“ Margrét í Skarfavör á Akranesi. Ljósm. Heiðar Mar Björnsson. Gestir út um allt í Hofi á Akureyri. Felix Bergsson og Margrét í góðum gír. Ljósm. Þórgnýr Dýrfjörð. Þrír samferðarmenn Ellyjar á tónleikum sem haldnir voru árið 2012 eftir útkomu ævisögunnar. Guðmundur Steingrímsson, Ragnar Bjarnason og Jón Páll Bjarnason ásamt Margréti. Ljósm. Mummi Lú.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.