Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201826 Lionsklúbbur Borgarness færði Brákarhlíð í Borgarnesi nýver- ið höfðinglega gjöf, í formi hús- gagna í samkomusal heimilisins. meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Á henni eru f.v. Halla magnúsdóttir forstöðumaður hjúkrunar, maría Eyþórsdóttir og Jón Haraldsson frá Lionsklúbbn- um og Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar. mm Gáfu húsgögn á Brákarhlíð Pennagrein Pennagrein Þegar leitað var til mín um að skipa annað sæti á lista sjálfstæðis- flokksins í Borgarbyggð fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í vor kom strax upp í huga minn að um stóra ákvörðun væri að ræða. Jafnframt kom upp í hugann að það væri einn- ig stór ákvörðun að segja nei og sitja hjá. Ég ákvað að taka þessu góða boði enda frábært tækifæri fyrir konu með brennandi áhuga á sam- félagsmálum í héraðinu. Ég hef búið í Borgarnesi síðan 2006, er gift Pálma Þór sævarssyni og eigum við saman fjögur börn. Ég tel að sú menntun sem ég hef muni nýtast vel í þágu Borgar- byggðar. BA í heimspeki, hagfræði, stjórnmálafræði og m.P.A í opin- berri stjórnsýslu snertir flesta þætti samfélagsins og þar vil ég leggja mitt af mörkum. Borgarbyggð er sannarlega sveit- arfélag tækifæranna. Fjölbreytni og náttúrufegurð er aðdráttarafl sem þarf að virkja í auknum mæli. Ferðaþjónustan sem og nýting lands undir hverskonar afþreyingu er vax- andi atvinnugrein og nú hyllir und- ir að vegtollur verði aflagður milli Reykjavíkur og Vesturlands. Við það skapast markaðstækifæri sem við eigum að nýta okkur vel. Við eigum að standa okkur í samkeppn- inni um atvinnutækifærin hér á þeim hluta landsins sem oft er kallað at- vinnusvæði höfuðborgarinnar. sam- hliða þeirri sókn viljum við hlúa að því atvinnulífi sem nú stendur undir velferð héraðsins. Þróun landbún- aðar í héraðinu er visst áhyggjuefni og þar munu aðgerðir hins opinbera ráða miklu Í Borgarbyggð er gott að búa. Rekstur sveitarfélagsins er traustur og því hægt að byggja áfram á því góða starfi sem unnið hefur verið. Hér höfum við fjölbreytta búsetu- kosti hvort sem fólk vill búa í þétt- býli eða sveit og allt þar á milli. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta sérkenni með því að bjóða fjölbreyttari tegundir lóða sem henta enn fleiri markhópum til dæmis minni lóðir fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig og fleiri fjölbýlis- húsalóðir til að mæta skorti á litlu og meðalstóru íbúðarhúsnæði í Borg- arnesi. Þróa verður skipulagsmál í Borgarnesi með opnum huga þann- ig að Borgarnes sem helsti þéttbýlis- kjarni sveitarfélagsins byggist áfram upp með sem bestum og feg- urstum hætti. Það mætti til dæmis efla alla íbúa saman í umhverfisá- tak með aðkomu sveitarfélagsins. mikið vantar uppá að samgöngur í sveitarfélaginu séu með ásættan- legum hætti og því hljótum við að gera kröfu um að hlutur okkar verði réttur við nú þegar stórátak er boð- að í vegamálum. samhliða því þarf einnig að huga að öryggi innanbæj- ar með fleiri göngu- og hjólastígum og að tryggja öryggi gangandi veg- farenda við þjóðveginn sem liggur í gegn um bæinn. Þá hyllir einnig undir að netþjónusta verði stórbætt og því ber að fagna. starf sveitarstjórna í ekki stærra sveitarfélagi en Borgarbyggð er í eðli sínu ekki flokkspólitískt. Þar eiga allir að leggjast á eitt og vinna saman að því markmiði að bæta sam- félagið fyrir alla íbúa sveitarfélags- ins. Í þeim anda mun ég starfa. Silja Eyrún Steingrímsdóttir. Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tækifæri í Borgarbyggð Pennagrein Fram kom í máli formanns sjálf- stæðisflokksins, að loknum lands- fundi, að krónan væri framtíðar gjaldmiðill þjóðarinnar. Þar með hefur hann, eins og vindhani á hús- þaki, snúist heilan hring frá því að hann fullyrti, ásamt einun sam- flokksmanni sínum, í fjölmiðlum að Evran væri framtíðin. Afturhaldsflokkarnir þrír sem nú sitja saman í ríkisstjórn eru reynd- ar allir sammála um það að íslenska krónan sé besti gjaldmiðill í heimi, en það viðhorf helgast líklega frek- ar af þjóðernishyggju og sérhags- munagæslu en köldu skynsemis- mati. Fyrir hvern er krónan góð? Lík- lega fyrir neytendur og íslenska ferðalanga sem nú njóta góðs af styrkingu krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum í formi lægra vöruverðs, í formi lægri kostnaðar við ferðalög til útlanda og vegna óbeinna áhrifa á vísitölu neyslu- verðs til verðtryggingar og síðast en ekki síst er hún góð fyrir banka og aðra fjárfesta sem njóta ein- hverra hæstu vaxta sem þekkjast á byggðu bóli. En ferðaþjónustan kvartar og kveinar því það er orðið æði dýrt fyrir erlenda ferðamenn að heim- sækja Ísland, sem leiðir til minnk- andi vaxtar og tekjusamdráttar. Neysla erlendra ferðamanna fer minnkandi, vegna vaxandi kostnað- ar í gjaldmiðlum þeirra heimalanda. Þetta kemur sér ekki vel þegar laun og annar kostnaður hefur hækkað. sauðfjárbændur horfa upp á mik- ið tekjutap því útflutningur skilar litlu sem engu í vasa þeirra, út af sterkri krónu. En umræða forystumanna í sjáv- arútvegi, sem og vikapilta þeirra í pólitíkinni, er kaputali út af fyrir sig. Nú er það svo að tekjur sjávar- útvegsins eru í erlendum gjaldeyri. Þróun krónunnar hefur verið þessi sé tekið mið af kaupgengi Ar- ionbanka 25. mars 2015 og til við- miðunar 25. mars 2018. Að gefnu því að erlent verð- lag sjávarafurða hafi verið óbreytt þá þýðir þetta einfaldlega tekjutap þeirra í íslenskum krónum vegna styrkingar hennar er eins og sjá má af ofangreindri töflu á bilinu 17% til 30%. Að kenna veiðigjöldum um vax- andi erfiðleika í greininni stenst illa skoðun, auk þess sem sjá má af af- komutölum a.m.k. stórútgerða að vælið um veiðigjöld er vægast sagt vafasamt. Raunverulegur vandi er styrking krónunnar sem blaktir eins og strá í vindi, og er orsök vanda sjávarútvegsins og ferðaþjónust- unnar og reyndar annarra sem hafa tekjur í erlendri mynt en kostnað í krónum. Veiðgjöld hafa lítið sem ekkert með mögulegan vanda sjávarút- vegsfyrirtækja að gera, þó ef til vill sé misskift í greininni. Það er líka rétt að hafa í huga að þessir sömu aðilar og kvarta hvað hæst yfir þessum áhrifum, eru líka þeir sem nota evru eða dollar í upp- gjörum sínum, þar á meðal flest stærstu sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins. En nú blasir við vaxandi ójafn- vægi í efnahagslífi landsmanna, af ýmsum ástæðum. Líklega mun krónan „leiðrétta“ það ójafnvægi með hæfilegri lækkun, sem aftur leiðir til hækkandi verðlags, og vísi- töluhækkunar lána. Við gætum átt von á einni eða tveim slíkum „leið- réttingum“ áður en örmyntin verð- ur lögð af. Niðurstaðan er því: Krónan er góð! En fyrir hvern? Borgarnesi, 25. mars 2018 Guðsteinn Einarsson. Nú líður senn að sveitarstjórnar- kosningum og þá lita stjórnmálin umræðuna í samfélaginu meira en ella. margir kjósendur vilja kom- ast nær þeim sem eru í framboði og fá fram skoðanir þeirra á ýms- um málum og hvernig þeir hyggj- ast taka á þeim fjölmörgu áskorun- um sem framundan eru. Við sem kosin erum í bæjarstjórn hverju sinni höfum það hlutverk að hlusta á raddir bæjarbúa og fögnum því þegar íbúar deila með okkur sinni sýn. samtal við kjósendur er okkur frambjóðendum afar dýrmætt því þá fáum við fram ábendingar um það sem betur má fara, nýjar hug- myndir og hrós fyrir það sem vel er gert. Að hafa áhuga stjórnmálin eins og þau blasa við okkur í fjölmiðlum og athuga- semdakerfum þeirra er ekki sú birtingarmynd sem við bæjar- fulltrúar á Akranesi búum við í störfum okkar fyrir samfélagið hér á skaga. Því miður litar neikvæð umræða og ásakanir allt umtal um pólitík og þar af leiðandi kemur ekkert á óvart þegar maður tek- ur sumt fólk tali um bæjarmálin að maður fái svarið, æ ég hef eng- an áhuga á pólitík. En þá er gott að spyrja, hvað er pólitík? Að hafa skoðanir á skólastarfi barnanna sinna, uppbyggingu íþróttamann- virkja, umhirðu nærliggjandi um- hverfis og svo margt, margt fleira tengist allt pólitík með einum eða öðrum hætti. Opnir málefnafundir Nú í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninga eru framboð að setja saman málefnaskrá sem listar upp þær áherslur sem leggja skal af stað með í komandi kosningabaráttu. sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi mun í ár líkt og fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar standa fyrir opnum málefnafundum nú í apríl. Á þessum fundum munum við taka fyrir mörg af þeim málum sem brenna á okkur bæjarbúum fyr- ir komandi kosningar og reyna að skyggnast inn í framtíðina. Fund- irnir verða alls sjö og hver fundur með sérstakt þema. Þar gefst íbú- um tækifæri á að koma sinni sýn á framtíðina í ólíkum málaflokkum auðveldlega á framfæri við okkur frambjóðendur. sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi vill hvetja alla bæjarbúa til að mæta á málefnafundina og taka þátt í því að gera Akranes að betra samfé- lagi, við getum alltaf bætt okk- ur. Þú þarft ekki að hafa áhuga á „pólitík“, einungis áhuga á að efla samfélagið Akranes. Fundirnir fara fram á kosninga- skrifstofu okkar að Kirkjubraut 8 og verða þeir auglýstir sérstaklega. Einnig má benda áhugasömum íbúum, sem einhverjar spurning- ar hafa um framboð okkar að hafa samband í gegnum fésbókarsíðu framboðsins, undir nafninu sjálf- stæðisflokkurinn á Akranesi. Rakel Óskarsdóttir. Höf. er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Taktu þátt! Krónan góða? Table 1 25.3.2018 25.03.2015 Styrking krónunar 2015-2018 EUR 121,53 147,88 17,8% GBP 139,18 200,67 30,6% US$ 98,39 134,55 26,9% Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.