Skessuhorn


Skessuhorn - 01.08.2018, Page 21

Skessuhorn - 01.08.2018, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGúSt 2018 21 Á Góðri stund fór vel fram Bæjarhátíð Grundfirðinga sem hald- in var um liðna helgi fór vel fram. Aldís Ásgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, var ánægð með hvernig til tókst en veður var ágætt þó að aðeins hafi rignt á með- an skrúðgöngurnar fóru fram. „Ég reikna með að það hafi verð í kring- um 2500 manns hérna,“ sagði Aldís í stuttu spjalli við fréttaritara. Eng- in alvarleg mál komu inn á borð lö- reglu og allt fór vel fram. tfk Þeir Sverrir Karlsson og Svanur Tryggvason sáu um að enginn færi svangur af hátíðarsvæðinu þegar öllum bæjarbúum var boðið til grillveislu í boði Kjörbúðarinnar. Það var golfklúbburinn Vestarr sem sá um að grilla fyrir gesti og gangangi. Sönghópurinn Mæk sló rækilega í gegn á þjófstartinu á fimmtudagskvöldið en þessar frábæru grundfirsku söngkonur hituðu upp fyrir Eyþór Inga, Jóhönnu Guðrúnu og Sölku Sól. Skrúðganga rauða hverfisins var valin besta skrúðgangan þetta árið enda mikið í hana lagt en Hjalti Allan Sverrisson var skrúðgöngustjóri. Hinrik Karlsson lögregluþjónn gerði sér lítið fyrir í golfþrautinni með því að hitta í karið sem flaut í sjónum. Ljósm. sk. Gunni og Felix héldu uppi stuðinu af sinni alkunnu snilld. Arion banki var með knattspyrnuþraut á föstudeginum þar sem gestir gátu spreytt sig í að hitta í mark og vinna sér inn glæsilegan bolta. Þessi ungi drengur fagnaði vel og innilega þegar boltinn söng í netinu. Björgvin Franz og Bíbi skemmtu krökkunum á kirkjutúninu á föstudeginum. Axel Freyr Eiríksson reyndi fyrir sér í golfþraut golfklúbbsins Vestarr með miður góðum árangri ef marka má þessa mynd. Fiskisúpa Lionsklúbbs Grundarfjarðar var vinsæl eins og áður. Hérna eru þau Rósa Guðmundsdóttir og Jón Frímann Eiríksson að afgreiða súpu. Þessi ungi drengur var alsæll með froðurennibraut Slökkviliðs Grundarfjarðar. Dorgveiðikeppni var haldin að laugardeginum þar sem ungir sem aldnir renndu fyrir fisk. Ljósm. sk. Þeir Hjörtur Halldórsson og Ingi Hans Jónsson voru kampakátir á bryggjuballinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.