Velferð - 01.06.2019, Side 3

Velferð - 01.06.2019, Side 3
Velferð 3 Frá ritstjóra Í íslenskri orðabók er sagt að málgagn sé: „blað eða rit sem túlkar málefni eða málstað.“ Þetta hefur verið hlutverk Velferðar í þrjá áratugi. Fljótlega eftir stofnun Landssamtaka hjarta- sjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, kom í ljós að nauðsynlegt var að koma skilaboðum til félagsmanna og landsmanna allra. Skilaboðum um störf og hlutverk LHS, sem var ærið þýðingar- mikið á fyrstu áratugunum, þegar verið var að vinna að því að fá hjartaaðgerðir fl uttar hingað heim til Íslands. Það tókst og þar með skapaðist næsta verkefni; að safna peningum til þess að auðvelda kaup á nauðsynlegum tækjabúnaði á spítölunum. Það þurfti líka að  ölga félagsmönnum og auglýsa félagsstarfi ð, sem þá var í miklum blóma. Velferð hefur verið vettvangur fyrir allt þetta og miklu meira. Stjórnendur hins unga Landssambands hjartasjúklinga áttuðu sig snemma á þessu, en töldu bolmagnið ekki fyrir hendi til að he a sjálfstæða útgáfu. Þá naut LHS velvildar SÍBS, og pistlar, fréttir og tilkynningar voru skrifaðir í málgagn SÍBS, sem fyrst var blaðið Reykjalundur, sem kom út einu sinni á ári. Fljótlega eftir það tóku SÍBS fréttir við, og var ætlunin að gefa þær út nokkrum sinnum á ári. Einnig þar voru fréttir frá LHS vel- komnar og birtust þar í nokkur ár. Árið 1989 var ákveðið að he a sjálfstæða útgáfu og fyrsta tölublað Velferðar leit dagsins ljós. Blaðið reyndist ekki einungis vera gott málgagn og kærkomin tenging við félagsmenn, heldur líka drjúg tekjulind fyrir samtökin, öfugt við það sem talið hafði verið. Það kom nefnilega í ljós að Landssamtök hjartasjúklinga og árangursrík barátta þeirra fyrir bættri aðstöðu í heilbrigð- iskerfi nu naut mikils stuðnings og velvilja í samfélaginu. Þess vegna varð auðvelt að safna peningum með styrktarlínum og auglýsingum. Útgáfa blaðsins hefur staðið undir sér öll þessi ár og frekar styrkt rekstur Hjartaheilla en að vera baggi á honum. Það er nokkur vinna að gefa út blöð. Allan þennan tíma hafa valist mjög hæfi r menn til að ritstýra blaðinu og auglýsingaöfl un hefur verið á hendi fagfólks, nú mörg síðustu ár í höndum Öfl - unar, sem hafa unnið gott starf í þágu blaðsins. Í vaxandi umróti nútímans, heimi tölvutækni, margmiðlunar, snjallsíma og ótal nýjunga á þessu sviði má það teljast gott að geta haldið sjó með gamaldags og góðan prentmiðil. Mat okkar á þessu er, að það er enn þörf fyrir blaðið Velferð og í samræmi við það verður starfað enn um sinn. Hvort útgáfutíðni, blaðsíð- u öldi eða önnur atriði munu breytast verður tíminn að leiða í ljós. Velferð stendur enn keik í umróti  ölmiðlunar, komin á miðjan aldur og lætur engan bilbug á sér fi nna. Til hamingju Hjartaheill með málgagnið ykkar! Pétur Bjarnason. Velferð í þrjátíu ár Velferð málgagn og fréttabréf Hjartaheilla. Útgefandi: Hjartaheill, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, sími: 552 5744. Heimasíða Hjartaheilla: hjartaheill.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Bjarnason. Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason, Sveinn Guðmundsson Prentun og umbrot: GuðjónÓ Forsíðumynd: 1. tbl. Velferðar 1989 Upplag: 7.100 Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda. Velferðarráðuneytið styrkir starfsemi Hjartaheilla. Efni blaðsins 3 Frá ritstjóra 4 Velferð geymir sögu okkar 5 Velferð í þrjátíu ár 8 Endurlífgun 12 Við getum öll bjargað lífi 15 Einkenni hjartasjúkdóma önnur hjá konum en körlum 19 Af fréttavef Landspítala 20 Rafrettur – eru bragðefnin varasöm? 21 Heimsleikar líffæraþega 23 Golfmót Hjartaheilla 2019 25 Salt: Ertu að fá of mikið af því? 27 Næring eldra fólks sem er við góða heilsu

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.