Velferð - 01.06.2019, Qupperneq 12

Velferð - 01.06.2019, Qupperneq 12
12 Málgagn Hjartaheilla Alþjóða endurlífgunardagurinn („Restart a Heart Day“) er haldinn um allan heim 16. október ár hvert. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikil- vægi þess að allir læri grunnendurlífgun og geti brugðist við þegar á þarf að halda. Í yfirlýsingu sem Evrópuþingið sendi frá sér 2012 var kall- að eftir verkefnum sem stuðlað gætu að aukinni lifun eftir skyndilegt hjartastopp. Meðal þeirra verkefna var að auka þjálfun og kunnáttu almennings í grunnendurlífgun,  ölga sjálfvirkum hjartastuðtækjum á opinberum stöðum, breyta löggjöfum þar sem þörf krafði, til að öðrum en heil- brigðisstarfsfólki væri leyfi legt að he a meðferð og nota hjartastuðtæki, og vekja almenning til vitundar um mál- efnið. Endurlífgunardagurinn sameinar öll þessi verkefni en herferðin var sett á laggirnar af Evrópska endurlífgunar- ráðinu (ERC) 16. október 2013 sem íslenska endurlífgun- arráðið er aðili að. „Við getum öll bjargað lífi “ var yfi rskrift alþjóðlega endurlífgunardagsins, 16. október árið 2018. Það ár var dagurinn í fyrsta sinn haldinn hátíðleg- ur á heimsvísu og tóku allir samstarfsaðilar Alþjóða endur- lífgunarráðsins (ILCOR) þátt í verkefninu. Alþjóða endurlíf- gunarráðið samanstendur af endurlífgunarráðum um allan heim, þar á meðal þeim evrópska, ameríska, kanadíska, ástralska auk endurlífgunarráðs Asíu, Nýja Sjálands og Suð- ur-Afríku. Verkefnið, og herferðin sem því fylgir, hefur því vaxið mikið á fáum árum. Það er til mikils að vinna, því hjartastopp utan spítala deyð- ir þrjár milljónir manna í heiminum á ári, þar af 700.000 manns í Evrópu. Talið er að á Íslandi fari um 150 – 200 manns í hjartastopp á ári , en hjartastopp er þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum. Allt að sjö af hverjum tíu hjartastoppum eiga sér stað í heimahúsi, þar sem einhver nákominn einstaklingur verður vitni að atburðinum í meira en helmingi tilfella. Lífslíkur þessara einstaklinga hafa verið undir 10% í Evrópu en sú meðhöndlun sem einstaklingur fær á fyrstu þremur til  ór- um mínúturnar eftir hjartastopp getur bætt lífslíkur hans um allt að 50%. Lífslíkur einstaklings byggja því að miklu leyti á því hvort einhver nálægt honum geti veitt honum hjartahnoð og rafstuð sem fyrst. Líklega eru fl estir einstaklingar sem fara í hjartastopp utan spítala upphafl ega í sleglatifi eða sleglahraðtakti. Sleglatif einkennist af hraðri og óreglulegri afskautun í hjartanu. Hjartað missir samhæfi ngu sína og hættir að dæla blóði. Kjörmeðferð við hjartastoppi af völdum sleglatifs er hjartahnoð og hjartarafstuð eins fl jótt og hægt er. Með því að he a hjartahnoð strax er blóðfl æði, og þá um leið súrefnisfl æði, haldið við í líkamanum. Einstaklingar geta því lifað af hjartastopp ef nærstaddir bregðast strax við á réttan hátt á meðan sleglatif er enn til staðar. Því skiptir öllu máli að þeir sem verða vitni að atburðinum kunni til verka, bregðist hratt við og að alsjálfvirk hjartastuðtæki séu sem víðast. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og Valgerður Hermannsdóttir Við getum öll bjargað lífi

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.