Velferð - 01.06.2019, Qupperneq 14
14 Málgagn Hjartaheilla
Margir læra einnig grunnendurlífgun í tengslum við nám
eða starf, þannig lærir allt björgunarsveitarfólk grunnend-
urlífgun, allir atvinnubílstjórar fá kennslu tengda meira-
prófi nu, sjómenn fá kennslu í Slysavarnarskóli sjómanna,
margir framhaldsskólanemendur hafa val um að taka áfanga
í grunnendurlífgun, margir vinnustaðir hafa kosið að senda
starfsfólk sitt á slík námskeið.
Þá er óupptalið allir þeir nemar í heilbrigðisfræðum og
heilbrigðisstarfsfólk sem skylt er að læra grunnendurlífgun.
Ætlast er til að allir sem á einhvern hátt koma að aðhlynn-
ingu sjúklinga fari á slík námskeið. Áhersla er lögð á verk-
legar æfi ngar og eru námskeiðin skipulögð með tilliti til
þess hvers konar deild starfsmaður vinnur á og hvers konar
heilbrigðisstarfsmann um er að ræða. Heilbrigðisstarfsfólk
sem starfar á bráðadeildum, svo sem slysadeild, gjörgæslu,
hjartadeildum, lærir sérhæfða endurlífgun, en þar eru er
framkvæmd fl óknari inngrip eins og öndunaraðstoð og
ly agjöf. Endurlífgunarráð Íslands hefur umsjón með öllum
námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna
á landinu. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, ásamt
Sjúkrafl utningaskólanum, skipuleggja námskeiðin í
samvinnu við endurlífgunarráð.
Skoða – hringja – hnoða
Líklegt er að Ísland eigi jafnvel enn eitt metið á þessum
vettvangi, þ.e. að geta státað af því að eiga hæsta hlutfall
almennings sem lært hefur endurlífgun. Þó þarf að hafa í
huga að nauðsynlegt er að halda kunnáttunni við og fara á
endurmenntunarnámskeið. Endurlífgunarráð og þeir sem
lært hafa endurlífgun vilja vekja athygli og umræðu á þess-
um málum og hvetja alla til að læra réttu viðbrögðin. Því
alltaf er hægt að gera betur. Lærum öll endurlífgun svo við
séum í stakk búin þegar á þarf að halda í þrem einföldum
skrefum – Skoða – hringja – hnoða.
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir er sérfræðingur í bráðahjúkrun
og starfsmaður Endurlífgunarráðs Íslands.
Valgerður Hermannsdóttir er hjúkrunarfræðingur, varafor-
maður Hjartaheilla og situr í Endurlífgunarráði Íslands.
það skiptir öllu máli að þeir sem verða vitni að atburðinum kunni til verka bregðist hratt við og að hjartastuðtæki séu sem víðast.