Velferð - 01.06.2019, Qupperneq 19
Lykilvöldin færði til ármálaráðherra Erlingur Ásgeirsson,
stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf. eftir ávarp Gunnars
Svarssonar, framkvæmdastjóra NLSH, en á könnu þess fyr-
irtækisins er Hringbrautarverkefnið þar sem meginverkið er
að byggja nýjan meðferðarkjarna spítalans. Því næst afhenti
Bjarni Benediktsson ármálaráðherra Svandísi Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra lyklavöldin sem aftur afhenti þau
forstjóra spítalans, Páli Matthíassyni. Landspítala hefur verið
falið að reka sjúkrahótelið næstu tvö árin. Stefnt er að því að
opna sjúkrahótelið 1. apríl.
Fjöldi manns var við athöfnina á sjúkrahótelinu, þar á meðal
nokkrir fyrrverandi heilbrigðisráðherrar.
Nýja sjúkrahótelið stendur við nýnefnda Hildigunnargötu
sem liggur frá kvennadeild og aðalinngangi á Landspítala
Hringbraut upp að Barónsstíg. Húsið tengist kvennadeilda-
húsi með undirgöngum og þar með öðrum starfseiningum
Landspítala. Staðsetning þess í kjarnastarfseminni við Hr-
ingbraut er þannig ákafl ega góð fyrir þá sjúklinga sem þar
eiga eftir að dvelja og aðstandendur þeirra.
Sjúkrahótelið er 4.300 fermetrar á órum hæðum, alls 75
herbergi; einstaklingsherbergi, ölskylduherbergi, herbergi
fyrir fatlaða og setustofur. Á neðstu hæð er gestamóttaka,
aðstaða til veitinga og tvö herbergi sem eru ætluð fyrir þjón-
ustu hjúkrunarfræðinga.
Nýtt hlaðvarp Landspítala
Í byrjun febrúar var nýju Hlaðvarpi Landspítala hleypt af
stokkunum. Hlaðvarpið er kærkomin viðbót í þá fl óru af
upplýsingaveitum sem nýtt er til að miðla því öfl uga starfi
sem fram fer hér á spítalanum og á oft erindi við lands-
menn alla. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins var rætt við Hans
Tómas Björnsson, nýráðinn yfi rlækni erfða- og sameinda-
læknisfræðideildar, sem er framúrskarandi vísindamaður á
heimsmælikvarða.
Hlaðvarpið veitir okkur meðal annars tækifæri á að leggja
á djúpið í ítarlegri um öllun um fl ókin mál enda hentar
þessi miðlunarleið mörgum vel. Eina sem þarf er farsími,
snjalltæki eða tölva ásamt heyrnartólum eða hátalara. Hér
eru ýmis tækifæri til að alla almennt um spennandi efni,
en sömuleiðis opnar þessi möguleiki nýjar víddir í sjúklinga-
fræðslu sem spennandi verður að þróa áfram. Hlaðvarp
Landspítala er aðgengilegt á Internetinu, vef spítalans og
samfélagsmiðlum ásamt helstu hlaðvarpsveitum, til dæmis
Spotify og Podcast Addict.
Úr forstjórapistli Landspítala 8.2.2019
Innleiðing móttökukerfi s á dag- og
göngudeildir á Landspítala
Móttökustandur hefur verið tekinn í notkun fyrir innritun
á hjartaómun 14D, gang- og bjargráðseftirlit 14D og göngu-
deild hjartabilunar 14F á Landspítala Hringbraut.
Móttökustandur hefur einnig verið settur upp í almennu
göngudeildinni 10E og Hjartagátt 10D á Landspítala Hring-
braut.
Skjólstæðingar skrá sig inn sjálfi r með því að slá inn kenni-
tölu, svara spurningum varðandi smitgát og ofnæmi og fá
leiðbeiningar um hvert þeir eigi að fara, t.d. á hvaða bið-
stofu. Ekki þarf að gefa sig fram við móttökuritara. Við inn-
skráningu merkjast þeir sjálfkrafa mættir í sjúkraskrárkerfi ð
Sögu er vísað á rétta biðstofu. Sá sem veitir þjónustuna fær
boð um að skjólstæðingur sé mættur.
Þessir móttökustandar eru hluti af innleiðingu móttökukerf-
is á dag- og göngudeildum á Landspítala sem er ætlað að
skila mikilli hagræðingu og auknum þægindum bæði fyrir
starfsfólk og skjólstæðinga Landspítala.
Fréttir o g myndir teknar af fréttavef Landspítala.
Af fréttavef Landspítala
Landspítali fékk nýtt sjúkrahótel formlega
afhent við athöfn 31. janúar 2019.
Velferð 19