Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Veður SA-átt, víða 5-13 m/s, en dregur úr vindi á N- og A-landi. Skúrir eða slydduél S- og V-lands, stöku él við A-strönd, annars þurrt. SJÁ SÍÐU 28 Breski flugherinn í loftrýmisgæslu NATO Breski f lugherinn er staddur hér á landi til að sinna loftrýmisgæslu NATO næsta mánuðinn. Um er að ræða sögulegan viðburð en síðast var f lugherinn hér í síðari heimsstyrjöldinni árið 1940. Með í för eru 120 liðsmenn og fjórar Eurofighter Typhoon FGR4 orrustu- þotur. Auk f lugmanna eru hér verkfræðingar og aðrir sérfræðingar sem sjá um f lugrafeindabúnað og viðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 31. okt — 14. nóv hverfidmitt.is Kosning SAMFÉLAG Sex verslanir í strjál- býli verða styrktar um alls tæpar 15 milljónir króna á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2022. Alls bárust sjö umsóknir að fjárhæð um 41,5 milljónir króna. Valnefnd um verkefnastyrki gerði tillögu sem samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra hefur nú stað- fest. Verslanirnar sem um ræðir eru staðsettar á Borgarfirði eystri, Bakkafirði, Stöðvarfirði, Kópaskeri, Drangsnesi og í Ásbyrgi. Markmið styrkjanna er að styðja verslun á stöðum sem eru skil- greindir sem strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum. Er framlögunum ætlað að bæta rekstur verslananna og skjóta frekari stoðum undir hann. – sar Styðja verslanir í strjálbýlinu STJÓRNSÝSLA Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning á búvörum hefur hafnað erindi Félags atvinnurek- enda (FA) um að fella niður tolla á túlípönum. Í svari til FA segir starfsmaður nefndarinnar að hún telji „ljóst að ekki er vöntun á túli- pönum“ í skilningi búvörulaga. Liðnar eru tæplega fimm vikur frá því að erindið barst ráðuneytinu. Ól a f u r St ephen s en , f r a m- kvæmdastjóri FA, segir að kallað verði eftir rökstuðningi nefndar- innar, enda sé niðurstaðan óskilj- anleg. „Það er niðurstaða ríkisins að ekki sé vöntun á túlípönum þó að enginn hafi séð túlípana í búð í þær fimm vikur sem nefndin hefur haft til að fjalla um málið,“ segir Ólafur. „Ég auglýsi eftir þeim túlí- pönum. Hvort einhver hafi séð þá í verslun.“ – ab Auglýsir eftir túlípönum UMHVERFISMÁL „Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverf- isfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísinda- tímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kol- efnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfis- vitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu við- horfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því f leiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumála- kunnáttu, tala fjögur eða f leiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bíl- notkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast f lug- ferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. birnadrofn@frettabladid.is Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira. Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsa- áhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir. Áróra Árnadóttir doktorsnemi +PLÚS Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er bara niður- staða ríkisins að það sé ekki vöntun á túlí- pönum þó að enginn hafi séð túlípana í búð í þær fimm vikur sem ráðuneytið hefur þurft til að fjalla um málið. Ólafur Steph- ensen, fram- kvæmdastjóri FA Er framlögunum ætlað að bæta rekstur verslan- anna. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -B 6 7 C 2 4 3 A -B 5 4 0 2 4 3 A -B 4 0 4 2 4 3 A -B 2 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.