Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 51
forsenda þess að tryggja að íslensk fyrirtæki njóti ætíð bestu mögulegu viðskiptakjara. Eitt af skilgreindum hlutverkum utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna íslensks við- skiptalífs og við kappkostum að vera öflugur bakhjarl í samskiptum íslenskra fyrirtækja við útlönd. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar er til þjónustu reiðubúið, bæði hér á landi og á sendiskrifstofum Íslands erlendis. Við höfum sérstaka við- skiptafulltrúa við störf á ellefu sendiskrifstofum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku sem hafa það hlutverk að kynna Ísland, íslensk vörumerki, vörur og þjónustu, auk þess sem þeir veita viðskiptaþjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja. Utanríkisþjónustan aðstoðar þannig við að opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki og við sókn á nýja markaði. Íslandsstofa gegnir hér sömuleiðis lykilhlutverki. Markmið mitt með þeim breytingum á Íslandsstofu, sem Alþingi samþykkti í fyrra, var að ef la Íslandsstofu og samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Með þeim var stefnt að auknu samstarfi við markaðsstarf á erlendum mörk- uðum, aukinni samþættingu og sam- starfi þeirra aðila sem koma að þess- um verkefnum. Þannig var búinn til vettvangur þar sem atvinnulífið og stjórnvöld geta stillt saman strengi og náð saman um stefnumótun. Við viljum heyra það frá fyrstu hendi hvað gengur vel og hvað má betur fara; hvort og þá hvernig stjórnvöld geta aðstoðað við að leysa f lækjur í viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Á þeim nótum býð ég, ásamt Íslandsstofu, til sam- talsfundar um allt land um samstarf og þjónustu við íslenskar útflutn- ingsgreinar. Fyrsti fundurinn var haldinn á Egilsstöðum þar sem við áttum samtal við útf lytjendur á Austurlandi, í gær áttum við góðan fund með útflytjendum á Norður- landi í höfuðstaðnum, Akureyri, og fleiri fundir eru á teikniborðinu.Farsæl utanríkisviðskipti eru forsenda þess að lífskjör Íslend-inga haldist áfram góð. Sem utanríkisráðherra hef ég því lagt ríka áherslu á að tryggja íslenskum fyrir- tækjum bestu mögulegu viðskipta- kjör og sem greiðastan aðgang að alþjóðamörkuðum. Þar sem Ísland er lítið opið hagkerfi, skiptir aðgengi að erlendum mörkuðum okkur höfuðmáli. Góð samvinna atvinnu- lífs og stjórnvalda er grundvallar- Samstarf í þágu útflutningshagsmuna  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis­ ráðherra JÓLA FJÖR 1. desember Kl. 17.00 Silfurberg stjórnandi og útsetjari Haukur Gröndal gestasöngvari Ragnheiður Gröndal með Bergrúnu Írisi Frábær jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna! Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu Á sunnudaginn er alþjóðlegur minningardagur um fórnar-lömb umferðarslysa. Því boða Samgöngustofa, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Slysa- varnafélagið Landsbjörg til athafnar þann dag klukkan 14.00 við þyrlu- pall bráðamóttökunnar við Land- spítalann í Fossvogi. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða um land á vegum Landsbjargar. Hér á landi hefur skapast sú hefð að heiðra við- bragðsaðila á þessum degi og færa þeim þakkir fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við aðhlynningu og björgun mannslífa – oft við mjög erfiðar aðstæður. Slys í umferðinni eru þjóðfélaginu öllu afar dýrkeypt og hleypur áætl- aður kostnaður þeirra á tugum millj- arða. Þar vegur þungt tjón vegna alvarlegra slysa sem oft og tíðum er óafturkræft. Sú fjárhagslega sóun segir hins vegar lítið um persónu- legan skaða þeirra sem í slysunum lenda eða eftir standa. Við eigum ekki að sætta okkur við umferðar- slys sem fórnarkostnað fyrir sam- göngukerfið og fækkun þeirra á að vera forgangsmál samfélagsins alls. Margt hefur færst í rétta átt. Öryggi vega og ökutækja eru tvær mikilvægar stoðir þess að auka umferðaröryggi. Gerðar eru mun meiri kröfur um öryggi skráðra ökutækja en áður var. Með því er öryggisbúnaður orðinn betri sem dregur úr líkum á alvarlegum afleið- ingum af yfirsjónum ökumanna. Við hönnun og endurbætur vega er megináherslan á að vegurinn þyrmi þeim sem um hann ferðast ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Þriðja stoðin og jafnframt sú mikil vægasta er hegðun okkar sjálfra – vegfarendanna. Flest slysin má rekja til vanmats okkar á aðstæð- um og ofmats á eigin hæfni. Hvað sem líður réttmætri kröfu um öryggi umferðarmannvirkja og ökutækja þá er óumdeilanlegt að ábyrgðin er mest okkar sjálfra. Öflugt fræðslu- starf í þágu almennings hefur skilað breyttu viðhorfi til hátternis í umferðinni svo það sem áður þótti dirfska er nú álitið áhættuhegðun. Að lokum vil ég biðja þig að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa og leiða hug- ann að þeirri ábyrgð sem við berum sem þátttakendur í umferðinni. Þökkum því fólki sem við heiðrum á sunnudaginn með ábyrgri hegðun því þannig tryggjum við best öryggi okkar allra. Hver er ábyrgð okkar? S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -D 4 1 C 2 4 3 A -D 2 E 0 2 4 3 A -D 1 A 4 2 4 3 A -D 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.