Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 32
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-vík hefur starfað í 120 ár og turn kirkju hans hefur speglað sig í Tjörninni í Reykjavík sem tákn frelsis og frumkvæðis þeirra sem vildu efla og iðka trú sína með öðruvísi umgjörð en þjóðkirkjan. Samt sem áður stendur þessi söfn- uður eins og Óháði söfnuðurinn í Reykjavík og fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði á sama játningagrund- velli og hin evangelísk lúterska þjóðkirkja. Upphaf fríkirkjuhreyfingarinnar má rekja til Reyðarfjarðar árið 1880. Stór hluti safnaðarins þar var ósáttur við að stjórnvöld, svokölluð stiftsyfirvöld og endanlega danska stjórnin, skyldi fara með það vald að velja prest fyrir söfnuðinn. Bændur gerðu sér lítið fyrir og sögðu sig úr þjóðkirkjunni með vísan í trúfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Þessi hópur réð sér sjálfur prest og það var Lárus Hall- dórsson prófastur, sonur Halldórs Jónssonar prests þess sem gat sér svo gott orð sem stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar á þjóðfund- inum í Reykjavík 1851. Halldór lét það ekki trufla sig að hann sat fundinn sem fulltrúi konungs. Lárus sonur hans varð snemma mikill þjóðernissinni og segja má að sumar skoðanir hans í stjórn- málum og guðfræði hafi verið byltingarkenndar. Hann talaði fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju meðan sú hugmynd var lítt þekkt á Íslandi og vildi losa íslenska menningu og samfélag undan yfirráðum danskra stjórnvalda. Hann lagði af prests- skrúða sem hann kallaði danskt tildur og einfaldaði altarisgönguna að hætti kalvínista og kallaði hana brauðsbrotningu. Hópur framsækinna verka- manna og iðnaðarmanna í Reykja- vík sætti sig ekki við þá íhaldssemi og kyrrstöðu sem ríkti í dóm- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík í lok 19. aldar og sagði sig sömuleiðis úr lögum við ríkiskirkjuna og stofnaði sjálfstæðan söfnuð og byggði sér eigin kirkju og réð séra Lárus sem prest sinn. Lárus var það sem kalla mætti strangtrúaður og vildi beita kirkjuaga, en það fór misjafnlega í menn í söfnuði hans og þeir losuðu sig við hann og réðu merkisprest- inn Ólaf Ólafsson alþingismann í stað hans. Ólafur var sjálfur að mörgu leyti frelsishetja og barðist m.a. fyrir réttindum kvenna. Hann þjónaði söfnuðinum í fjöldamörg ár og fjölgaði mjög í söfnuðinum á hans tíma. Einkum var það fólk úr Árnessýslu sem flutti til Reykja- víkur sem sótti í söfnuð hans, en Ólafur hafði áður verið sóknar- prestur í Arnarbæli. Í raun var fríkirkjuhreyfingin á þessum árum hluti af sjálfstæðis- baráttu Íslendinga. Markmiðið var að ef ekki tækist að losa íslenska þjóðfélagið undan yfirráðum Dana þá skyldi a.m.k. freista þess að losa kirkjuna undan þessum óæskilegu tengslum við Danmörk sem flestir töldu hindra frelsi og framþróun á Íslandi. Aðferðin var að losa söfnuðina einn eftir annan undan tengslunum við danska ríkið og voru nokkrir söfnuðir stofnaðir víða um landið í þessu tilliti fram til ársins 1918, en flestir þeirra störfuðu aðeins um stuttan tíma nema fríkirkjusöfnuðurinn sem stóð áfram og starfar enn sem fyrir- mynd frjálsra lúterskra safnaða. Ýmsir sem ekki gátu – ýmist af pólitískum eða trúarlegum ástæðum – fellt sig við þjóðkirkjuna og hlutverk hennar og stöðu gengu í fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. Sumir þessara einstaklinga voru allt eins líklegir til að beita sér fyrir andkristilegum hreyfingum og hugmyndum en þeir töldu sig samt geta átt heima í söfnuði þar sem þeir voru á eigin forsendum og utan yfirráðasvæðis ríkisvalds í and- legum efnum. Þarna fékk t.d. Haraldur Níelsson og óformlegur söfnuður spíritista og guðspekinga sem fylkti sér um hann inni eftir að dómkirkjusöfn- uðurinn hafði lokað dyrum sínum á Harald, sem þó hafði þjónað þeim söfnuði athugasemdalaust sem sóknarprestur í upp undir ár. Sé litið á lúterska kristni í landinu sem heild má segja að frí- kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hafi verið ákveðinn öryggisventill. Þar fengu gagnrýnisraddir að njóta sín og andstaða fann sér annan farveg en andkirkjustefnu og veraldar- hyggju. Fyrirkomulag fríkirkjusafnaðar- ins býður enn upp á fjölbreytni og frumkvæði sem hentar vel sem umgjörð trúarlegrar starfsemi á 21. öldinni. Ég er þess fullviss að fríkirkjan í Reykjavík á eftir að upplifa fleiri afmælisdaga á þessari nýju öld. Pétur Pétursson, prófessor í kenni- mannlegri guðfræði við Háskóla Íslands Tákn frelsis og frumkvæðis Pétur Pétursson prófessor. Trúfrelsi er meginstoð í frjálsu samfélagi. Frelsi til trúleysis, frelsi til að trúa því sem maður kýs. Og félagafrelsi felst í að kalla hvern þann sem aðhyllist sömu trú til starfa í söfnuði með sínum líkum og boða erindi. Trú á ekki og má ekki vera hluti af valda- kerfi þar sem mismunun söfnuða í skjóli afls fer fram. Trú í skjóli aflsmunar er valdníðsla. Langamma mín og langafi voru meðal stofnenda Fríkirkjusafnað- arins. Halldóra Elíasdóttir fædd 20. júlí 1864 og Dagfinnur Björn Jónsson fæddur 9. júlí 1858. Þau giftu sig á gamlársdag 1889. Gengu öll níu börn þeirra í söfnuðinn, þau Einar, Agata, Sigríður, Guð- mundur, Stefán Ingimar afi minn, Elías Kristján, Sigurbergur, Ólafur Sigurjón og Sesselja Guðrún. Ekki veit ég nákvæmlega hvað forfeðrum mínum var efst í huga þegar þau stofnuðu Fríkirkjuna við Tjörnina í Reykjavík. En heyrt hef ég að þeim og öðrum af alþýðustétt hafi ekki hugnast það fyrirkomulag í Dómkirkjunni að „fína fólkið“ hefði frátekin sæti á fremstu bekkjum næst guð- dómnum og svo kæmi lýðurinn. Þetta var ekki þeirra jafnaðarguð- spjall trúi ég. Ég man að amma og afi minnt- ust stundum á Fríkirkjuna. Það er ein af bernskuminningum mínum með ömmu Júnu sem bjó við Hringbrautina að fara niður að Tjörn og gefa öndum, spá í hornsíli, horfa yfir á kirkjuna sem hún nefndi stundum, ganga svo yfir í gamla kirkjugarð að leiði afa og koma við í smáversluninni Brekku til að ná í eitt og annað í innkaupanetið. Í minningunni var kirkjan svo sem ekkert stór- veldi, en fögur á að líta í friðsemd æskuáranna og þáttur í samfélagi sem barnið skildi sem einn hluta af heild. En í orðum ömmu lá að hún væri mikilvæg. Ég gætti þess ekki nægjanlega að spyrja hana síðar meir, en skynjaði eina hug- mynd: Uppreisn. Alþýðufólk í Reykjavík tók höndum saman og byggði timburkirkju við andapoll þar sem sá Jesús sem velti borðum víxlaranna var í hávegum hafður. Fjölskyldan á þar enn rætur. Okkur getur greint á um trú Sum okkar velkjast í vafa um hug- myndina um föðurinn, eingetinn soninn og hinn heilaga anda, upprisuna og eilíft líf. Er þetta ekki bara formúla valdastofnana á sögulegum tímum til að skil- greina það sem ekki er hægt að skilgreina? Og sum okkar hugsa jafnvel að leitin að sannleikanum hafi ekki endanlega verið leidd til lykta og skráð í bók bókanna. En getum við ekki sammælst um að ræða málin og leita friðar? Að „allt það sem þér gjörið mínum minnsta bróður“ sé þess virði að íhuga sameiginlega? Á þeim griða- stað er ég ekki viss um að innsti kjarni þúsunda ára valdakerfis sé best til þess fallinn að finna lausnir fyrir mannkyn. Sjálfur fann ég slíka köllun fyrir nokkrum árum þegar leituðu á mig hugsanir um stöðu og horfur í mannkynsmálum þar sem ég bjó langt í burtu fyrir sunnan sól og austan mána. Skrifaði áramóta- hugvekju. Og fannst að Fríkirkjan væri kjörinn vettvangur fyrir slíkt erindi um áramót. Ekki veit ég hvers vegna, veraldlega þenkjandi sem ég er. Boðinn velkominn eigi að síður. Þannig skil ég Frí-kirkju. Frelsi til að leita, efast, velja og hafna, hugsa og vera hluti af sam- félagi þar sem við virðum hvert annað, eins og við erum. Og líka, verða jafn góð og framast getum. Stefán Jón Hafstein Frjáls kirkja Stefán Jón Hafstein. Auglýsing þessi er afar merki-legt kirkjusögulegt plagg. Fólk var sjálfkrafa skráð úr Fríkirkjunni við það eitt að það færði lögheimili sitt á milli svæða. Ef fólk flutti til útlanda t.d. til að fara í framhaldsnám í örfá ár en kom síðan aftur heim í sama húsnæðið þá var sjálfkrafa búið að skipta um trú- félag, óumbeðið. Mikið var um að fjölskyldur flyttu og skiptu um lögheimili á þessum tíma. Afar fáir tóku eftir aug- lýsingunni á sínum tíma en áhrif hennar voru gífurleg. Vegna hennar voru þúsundir félaga teknir af félagaskrá Fríkirkj- unnar og skráðar í þjóð- kirkjuna án vitundar eða samþykkis. Nú eru afkomendur þessa fólks orðnir margfalt f leiri og hafa þeir ómeðvitað greitt trúfélagsgjöld sín til þjóðkirkjunnar í fjölmörg ár án þess að ætla sér það. Ljóst er að ef þessi auglýsing hefði aldrei verið birt og hún ekki stuðlað að sjálfvirkri úrskráningu úr trúfélaginu í áratugi, þá væru stærðarhlutföll trúfélaga hér á landi allt önnur en þau eru í dag. Lítil þúfa sem velti þungu hlassi! Þannig skil ég Frí-kirkju. Frelsi til að leita, efast, velja og hafna, hugsa og vera hluti af samfélagi þar sem við virðum hvert annað, eins og við erum. Hann talaði fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju meðan sú hug- mynd var lítt þekkt á Íslandi og vildi losa íslenska menningu og samfélag undan yfir- ráðum danskra stjórn- valda. Auglýsing sem birtist á sínum tíma um flutning trúfélags, Fólk þurfti að gæta að rétti sínum. 4 FRÍKIRKJAN 120 ÁRA 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -F 6 A C 2 4 3 A -F 5 7 0 2 4 3 A -F 4 3 4 2 4 3 A -F 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.