Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 21
Það er full ástæða til að þakka Kára Stefánssyni fyrir grein sem hann skrifaði Frétta- blaðið 7. nóv. undir yfirskriftinni „Kannski það sé í lagi þegar maður- inn sem hefur forsætisráðherra að fíf li er siðfræðingur“. Bæði er að greinin gefur mér kærkomið tilefni til að skýra þá lagasetningu sem um ræðir og svo afhjúpar hún svo skýrt skilningsleysi á málefninu að það sannfærir mig enn betur en áður um mikilvægi laganna. Í greininni er lýst mikilli furðu á því að í lög- unum sé ekki skilgreint hvað séu vönduð vísindaleg vinnubrögð. Það er reyndar með ráðum gert og fyrir því eru tvær meginástæður. Önnur er að vísindamenn viti almennt fullvel hvað séu vönduð vinnubrögð og átti sig á því hvað séu óvandaðir og óheiðarlegir starfshættir sem hindra sannleiksleit í vísindum. Það er því sérstakt áhyggjuefni að fram kemur í greininni að viðmæl- endur Kára úr vísindasamfélaginu hafi ekki hugmynd um þetta atriði. Hin ástæðan fyrir að skilgreina ekki „vandaða starfshætti“ eða öllu heldur andstæður þeirra er að þegar slíkar skilgreiningar eru settar í lög þá býður það heim því sem kalla mætti „lagavæðingu“ siðferðilegra viðmiða. Reynslan hefur sýnt að það kemur oft í veg fyrir að hægt sé að taka af siðferðilegum og faglegum myndugleika á málum af þessu tagi. Lögmenn hengja sig gjarnan í skil- greiningar í lagatextum og reyna með hártogunum og undanbrögð- um að verja skjólstæðinga sína, þótt við vísindasamfélaginu blasi að um ámælisverða hegðun sé að ræða. Í lögunum er kveðið á um að „viðurkennd siðferðisviðmið í rann- sóknum og skilgreiningar á brotum gegn þeim“ verði skráð og birt (6. gr.). Hér er líka saga að baki sem Kári á að þekkja. Fyrir nokkrum árum beitti Vísinda- og tækniráð sér fyrir því að mótuð væru „Viðmið um vandaða starfshætti og siðferði í vísindum og rannsóknum“. Fulltrúar úr vís- indasamfélaginu, þ. á m. Íslenskri erfðagreiningu, unnu þessi viðmið og leituðu vitaskuld fyrirmynda úr alþjóðasamfélaginu. Andstætt því sem Kári segir eru slík alþjóðleg við- mið til og umræða um heiðarleika í vísindum (e. research integrity) hefur verið mikil á undanförnum árum. Og ekki að ástæðulausu, því að misferli og óheiðarleiki í vísindum er því miður furðu útbreitt og hvötunum til þessa virðist fara fjölgandi. Það er því áhyggjuefni að forstjóri stærsta rannsóknafyrirtækis Íslands standi á gati þegar þetta málefni ber á góma. Eitt meginstefið í alþjóðlegri umræðu um þetta efni er að mikil- vægasta úrræðið sé að bæta mennt- un vísindamanna sem efli skilning þeirra á því að gott siðferði sé óað- skiljanlegur hluti af vönduðu vís- indastarfi. Þetta er talin árangurs- ríkari nálgun en refsileiðin sem Kári kallar eftir þar sem megináhersla er lögð á viðurlög við brotum. Þarna leggur nefndin sem samdi lagafrum- varpið aftur traust sitt á vísinda- samfélagið. Þar sé að finna skilning á heiðarlegum starfsháttum og að þar verði hægt að móta leiðir til að takast á við misferli og óheiðarleika. Andinn í lögunum er því að vísinda- samfélagið ástundi sjálft eftirlit með góðum starfsháttum og miðlæga nefndin, sem að stærstum hluta verður skipuð fólki úr rannsóknar- samfélaginu, hafi einkum eftirlit með því að þetta sjálfseftirlit virki. Til hennar má síðan vísa málum sem ekki verða leyst með viðunandi hætti á vettvangi. Lögunum er því einkum ætlað að móta ramma um þessa málsmeðferð sem og að standa fyrir ráðgjöf og fræðslu eða eins og segir í lögunum (6. gr.): „Hlutverk nefndar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftir- lit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í vísindasamfélaginu.“ Miðað við grein Kára í Fréttablað- inu er ekki vanþörf á þeirri upplýs- ingu sem hér er kveðið á um. Í orðum hans felst að hugmyndir um gott vísindasiðferði hamli vísindalegri framþróun. Lög um vönduð vinnu- brögð í vísindum ganga hins vegar út frá þeim skilningi að þetta tvennt verði ekki sundur skilið. Ég held að sá skilningur sé raunar útbreiddur í vísindasamfélaginu og að skilnings- leysi Kára sé sjaldgæf undantekning. Skilningsleysi afhjúpað Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og stjórnarfor­ maður Siðfræði­ stofnunar Alltaf þegar stjórnmálamenn út h lut a t a k mörk u ðu m gæðum býður það spillingu heim. Þess vegna er markaðsleið eina réttláta aðferðin til þess að verðleggja kvótann. Enginn bjóst við því að horfið yrði frá spill- ingu eða sérhagsmunagæslu þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Samt kom það jafnvel mér á óvart, að þegar VG gekk inn í sérhagsmuna- bandalagið hafði f lokkurinn for- ystu um lækkun á veiðigjaldi, sem auðvitað rann í gegn. Almenningi er varla misboðið lengur. Við erum orðin vön því að stjórnmálamenn ívilni útgerðar- mönnum sem kveinka sér undan háum gjöldum til samfélagsins í formi auðlindagjalds, en verða ekki varir við að sambærileg fjárhæð rennur sem „ráðgjafakostnaður“ til vildarvina á suðlægum slóðum. Allir segjast vera sammála því að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar, enda eru það lög í landinu. En þegar kemur að því að þjóðin fái sann- gjarna greiðslu fyrir auðlindina vilja f lestir stjórnmálamenn frekar styðja lítilmagnana í útgerðinni. Viðreisn hefur engan áhuga á að „ná kvótanum“ af útgerðinni. Mark- miðið er að þjóðin fái sanngjarnt gjald fyrir auðlindina. Þeir sem aðhyllast frjálsa samkeppni vilja að markaðurinn ákveði verðið fyrir afnotin, „vinir útgerðarinnar“ vilja að stjórnmálamenn ákveði verðið. Kannski hækkar það frá því sem nú er, kannski lækkar það. Það er einföld leið til þess að nota markaðsverð strax á næsta ári. Ráðherra úthlutar núna 5,3% af kvótanum; í af lamark Byggða- stofnunar, strandveiðar, byggða- kvóta, línuívilnun, rækju- og skel- bætur og frístundaveiðar. Bjóðum þennan hluta á markaði til að byrja með. Við getum jafnvel látið and- virðið renna beint til byggðanna. Þá er styrkurinn gagnsær. Meginatriðið er þó að þá erum við komin með markaðsverð á kvót- ann og getum notað það til grund- vallar auðlindagjaldinu. Til þess að gera þetta þurfum við stjórnmála- menn sem eiga sig sjálfir og þora að standa með þjóðinni. En finnast einhverjir slíkir í sér- hagsmunaf lokkunum sem styðja ríkisstjórnina? Special Price for You, My Friend Benedikt Jó- hannesson fyrrverandi fjármála­ ráðherra Allir segjast vera sammála því að nytjastofnar á Ís- landsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar, enda eru það lög í landinu. LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Land Rover kynnir nýjan Discovery Sport með blandaðri dísil hybrid vélatækni. Nýr Discovery Sport er einn glæsilegasti millistærðarjeppi sem völ er á. Nýtt útlit minnir á stóra bróður, sjálfan Discovery, og innréttingin er öll með glæsilegasta móti. Verið velkomin í reynsluakstur því sjón er sögu ríkari. UPPGÖTVAÐU HRÍFANDI NÝJUNGAR www.landrover.is DÍSIL HYBRID VÉLATÆKNI, NÝTT ÚTLIT OG INNRÉTTING Land Rover Discovery Sport Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð frá: 6.890.000 kr. NÝR DISCOVERY SPORT M-HYBRID S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 A -C F 2 C 2 4 3 A -C D F 0 2 4 3 A -C C B 4 2 4 3 A -C B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.