Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 42
Haustið 2014 ákvað ég ásamt vinkonu minni og vini að hefja fermingarfræðslu í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og eitthvað annað en allir aðrir. Eftir rosalega stuttar samræður við foreldra mína ákvað ég að Fríkirkjan væri það sem ég var að leita að. Ég var frekar stressaður þegar ég mætti fyrsta daginn en það hjálpaði mér mjög mikið að ég vissi að ég myndi þekkja einhverja. Fermingarhópurinn hittist fyrst í ágúst sem er frekar óvenjulegt og við tókum viku saman í fræðslu rétt áður en skólinn byrjaði. Þegar ég mætti var stressið voða fljótt að hverfa. Við byrjuðum á að fara í skemmtilega leiki og vorum alls ekki lengi að kynnast. Svona hélt vikan áfram, skemmtilegir leikir í bland við fræðslu. Ég man að ég hlakkaði til að mæta á hverjum degi þessa viku. Vikan kláraðist og næst á dagskrá var ferð í Vatnaskóg þar sem við gistum í eina nótt. Það var frábær ferð og ég held að hver einn og einasti hafi skemmt sér rosalega vel. Fermingarfræðslan var einu sinni í mánuði fram á vor og alltaf fylgdi messa á eftir. Einn laugardaginn hittumst við meira að segja öll í kirkjunni um kvöldið, horfðum á mynd og gistum fram á sunnudag. Allan veturinn var ég spenntur fyrir því að mæta og hitta krakkana. Ég var duglegur að fara í kvöldmessur yfir veturinn sem mér þóttu sérstaklega skemmtilegar, kertaljós og djasstónlist. Fermingin sjálf fór rosalega vel fram að mínu mati. Ég fékk að velja dag og ákvað að vera alveg einn. Þannig bjó ég til frekar óvenjulega en rosalega eftirminnilega stemningu þegar kemur að fermingu og dagurinn sjálfur var frábær í alla staði. Ég mæli algjörlega með Fríkirkjunni, þar er frábær andi og skemmtilegt starfsfólk. Í kirkjunni er mikið talað um mannréttindi sem höfðar mjög mikið til mín, það eiga jú allir að vera jafnir í þessu samfélagi. Aron Heimisson – fermingar- drengur 2015 Að fermast í Fríkirkjunni Séra Hjörtur Magni og Aron Heimisson fermingardrengur árið 2015. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er elsta kirkju-kvenfélag landsins, stofnað 6. mars 1906. Á stofnfundinum var sam- þykkt skipulagsskrá með því markmiði að ef la safnaðarlíf, styrkja málefni safnaðarins og líkna sjúkum og bágstöddum í söfnuðinum. Einnig létu þær landsmálin sig varða og styrktu byggingu Land- spítala og Vífilsstaðaspítala. Einn höfuðþáttur í starfseminni var hirðing og skreyting kirkjunnar og útvegun vandaðra kirkju- gripa. Allt frá árinu 1907 hefur kirkjan notið gjafa kvenfélagsins, altarisbúnaðar, altaristöf lu, messuklæða, og margs er að gagni hefur komið. Árið 1929 gaf kvenfélagið skírnarfont. Skömmu eftir stofnun safn- aðarins 1899 var stofnað kven- félag áhugasamra kvenna um byggingu kirkju fyrir söfnuðinn. Kristín Pétursdóttir, kona séra Lárusar Halldórssonar, var for- maður félagsins. Þessar konur lögðu fyrsta fjárframlagið til kirkjubyggingarinnar. Þegar séra Lárus lét af þjónustu við söfnuðinn lagðist félagið niður og ekkert kvenfélag var starfandi við söfnuðinn í tæp fjögur ár, þar til núverandi kven- félag var stofnað undir forystu Guðríðar Guðmundsdóttur, eiginkonu séra Ólafs Ólafssonar safnaðarprests, sem sinnti for- mennsku í aldarfjórðung. Of langt yrði að telja allar þær félagskonur sem hafa af áhuga unnið fyrir félagið og söfnuðinn öll þessi ár. En áfram halda þær í hefðirnar og hefur skipulagsskrá- in verið í heiðri höfð þótt lögin hafi verið löguð að breyttum tímum. Í lok síðustu aldar gaf kvenfélag- ið til kirkjunnar altarisbúnað, þrjá hökla og stólur, sem Hólmfríður Árnadóttir listhönnuður hannaði. Á 100 ára afmæli félagsins var kirkjunni færður standur fyrir bænakerti, unninn af Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarmanni, og garðurinn norðan megin kirkjunnar endurgerður. Undanfarið hefur verið unnið að því að blása lífi í félagið og eru félagskonur um 40 talsins. Haldnir eru sex fundir yfir árið þar sem félagskonur hittast og njóta félagsskapar ásamt því að fá til sín fræðslu og aðra skemmtun. Það verður að segja að kirkju- kvenfélög hafa oft mátt róa lífróður og var kvenfélag Fríkirkj- unnar þar engin undantekning. Starfsemi félagsins var um tíma orðin lítil en nú hafa félagskonur blásið lífi í félagsskapinn og láta á reyna hvort ekki megi hvetja f leiri konur til að koma til liðs við okkur og vinna að málefnum líðandi stundar af auknum krafti. Á 25 ára afmæli kvenfélagsins orti félagskona: Það félag sem bæta vill framtíðarmál og fúslega að marki því styður að glæða hið fagra í göfugri sál, svo geymist þar eining og friður. Kvenfélag Fríkirkjunnar Kvenfélagskonur eftir vel heppnaða verslunarferð. Formaðurinn, Ágústa Sigurjónsdóttir, sem og fyrrverandi formaður, Ebba Margrét Magnúsdóttir, Hrefna Einarsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir glaðar í bragði. Fríkirkjan í Reykjavík er merkilegur og einstakur vett-vangur. Hún er ekki bygg- ingardjásn á sama hátt og Harpa en sálin er stórkostleg. Eftir að hafa starfað í 20 ár í Suður-Afríku hef ég kynnst sál þeirrar fallegu þjóðar, sem einnig er skrifað í skjaldarmerki hennar: „Eining í fjölbreytileika“. Þetta gætu ein- mitt mjög vel verið einkunnarorð Fríkirkjunnar. Tónlistarmenn úr ólíkum áttum, óháð tónlistarstíl, menn- ingararf leifð og tjáningu, geta auðveldlega fundið sig heima og velkomna í þessari kirkju. Við Helge Nysted upplifðum þetta strax þegar við unnum okkar fyrsta SNØ-verkefni hér með Gunnari og Sönghópnum við Tjörnina í desember 2014. Gunnar Gunnarsson er lítillátur, fjölhæfur og glöggur tónlistarmaður, ætíð skapandi og fús til að prófa nýtt efni. Og kórinn er sjaldgæf náma af hæfileikaríkum atvinnusöngv- urum. Verkefni okkar Eldmessa árið 2017 með tveimur ítölskum tónlistarmönnum og tveimur norskum, ásamt Gunnari og söng- hópnum, voru fyrir mér tíma- mót hvað varðar nýja tjáningu í kirkjutónlist. Ég óska Fríkirkj- unni alls hins besta um ókomin ár og vonast til að halda áfram okkar frábæru samvinnu. Arne Hiorth tónlistarmaður Bygging með sál Arne Hiorth djasstrompetleikari, tónskáld, stjórnandi og upptökustjóri. Ljúfar samverustundir Sonur okkar ákvað eftir að hafa sótt nokkrar messur í Fríkirkjunni í Reykjavík að hefja þar fermingar- fræðslu að hausti 2014. Þegar maður er tæplega 14 ára gamall er alls ekki sjálfgefið að taka sig út úr hópnum í hverfinu og sækja fræðslu í allt öðru hverfi, í allt annarri kirkju en allir vinirnir. Hann var ákveðinn og vinkona og vinur fylgdu honum. Fermingar- fræðslan hófst með viku í ágúst fyrir skólabyrjun, drengurinn kom alsæll heim eftir hvern dag, allt ótrúlega skemmtilegt að hans sögn. Skemmtilegir krakkar úr öðrum hverfum á höfuðborgar- svæðinu sem hann kynntist. Frábær prestur og aðrir leiðbein- endur einnig. Eftir því sem á leið veturinn var fræðsla um það bil einu sinn í mánuði og svo messa í kjölfarið. Við vorum auk þess dugleg að sækja kvöldmessur, við kerta- ljós og yndislega tónlist að hætti Hjartar Magna prests og Gunnars Gunnarssonar organista – ljúfar samverustundir sem við kunnum að meta og nutum til hins ýtrasta. Við fundum að í Fríkirkjunni er mikil áhersla á mannréttindi – allir eru jafnir og allir velkomnir. Þar er áhersla á ljósið innra með okkur – eða fyrir utan. Frelsi og jafnræði sem hentar okkur fullkomlega. Persónulegt og afslappað and- rúmsloft. Þegar kom að fermingunni sjálfri höfðum við engar áhyggjur, ekkert stress á tíma, bóka athöfn, sal eða annað. Börnin eru miklu færri en venjulega og athafnir geta því dreifst á lengri tíma. Við þurftum sem sagt ekki að bóka tíma í fermingu eða sal með árs fyrirvara eins og virðist tíðkast í flestum kirkjum. Þegar leið á varð niðurstaðan svo sú að sonurinn hafði hug á að fermast einn, hafa sína eigin at- höfn og bjóða sinu fólki til kirkju í athöfnina sjálfa, þar á eftir að rölta með gestum yfir í safnaðar- heimili kirkjunnar til veislu. Þetta gekk allt eftir, Hjörtur Magni tók vel í bón hans. Dagur- inn var fullkominn í alla staði, drengurinn og fjölskylda alsæl. Við hefðum ekki getað hugsað okkur betra umhverfi í þessu til- felli en í Fríkirkjunni. Öll samskipti við prestinn og annað starfsfólk var til fyrirmyndar. Nú stefnir í að yngri sonur okkar velji sér sama farveg næsta vor – byrjunin lofar góðu – allir afslappaðir ennþá, hvorki búið að velja dag né sal. Við mælum heilshugar með Frí- kirkjunni – hún er fyrir alla – alltaf. Sædís Guðmundsdóttir – móðir fermingarbarns 2015 Sædís og Aron. 14 FRÍKIRKJAN 120 ÁRA 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 A -F B 9 C 2 4 3 A -F A 6 0 2 4 3 A -F 9 2 4 2 4 3 A -F 7 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.