Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 60
Vildi gera veg Íslands sem mestan
Í Hafnarborg er yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. Pétur H. Ármannsson
arkitekt segir hann hafa verið mikilvægan geranda í nútímavæðingu íslensks samfélags.
Yf i r l i t s s ý n i n g u m Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkis-ins, stendur nú yfir í Hafnarborg. Þar eru til sýnis frumrit teikn-
inga, ljósmyndir og líkön af bygg-
ingum Guðjóns. Hlýða má á einu
varðveittu upptökuna með rödd
hans og sjá einstakt myndskeið
frá árinu 1943 þar sem Guðjóni
bregður fyrir. Sýningarstjórar eru
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðu-
maður Hafnarborgar, og Pétur H.
Ármannsson arkitekt sem vinnur
að bók um Guðjón sem væntanleg
er á næsta ári.
Tækifæri til áhrifa
„Guðjón er sá arkitekt sem f lestir
Íslendingar kannast við og helstu
byggingar hans eru alþekkt tákn
fyrir staði og stofnanir í íslensku
samfélagi. Þegar við hugsum um
Akureyri sjáum við fyrir okkur
kirkjuna og tröppurnar sem tengja
hana við miðbæinn. Sama á við um
Þingvallabæinn, skólahúsin í Reyk-
holti og á Laugarvatni. Form sem
hann mótaði eru auðkenni fyrir
Háskóla Íslands, Landspítala, Lista-
safn Íslands, Landsbanka og Þjóð-
leikhús. Á seinustu árum er turn
Hallgrímskirkju orðinn alþjóð-
legt vörumerki Reykjavíkur,“ segir
Pétur.
„Guðjóns er oftast minnst fyrir
tilraunir sínar til að móta sérþjóð-
legan, íslenskan byggingarstíl.
Hann var þó ekki síður brautryðj-
andi nýrra alþjóðlegra hugmynda
í húsagerð og borgarskipulagi hér
á landi. Hann heillaðist snemma
af hugmyndum garðbæjahreyf-
ingarinnar um fagurfræðilegt
borgarskipulag þar sem húsagerð
og bæjarskipulag mynda heil-
steypt listaverk. Þetta var ein af
þeim stefnum sem mótuðu Guðjón
á námsárunum í Kaupmannahöfn
milli 1909 og 1915. Staða Guðjóns
sem húsameistara ríkisins gaf
honum einstakt tækifæri til áhrifa
sem fáum arkitektum hefur hlotn-
ast. En verk hans voru líka umdeild
á sinni tíð og fáir listamenn hafa
mátt sæta óvægnari gagnrýni.“
Mikilvægur gerandi
Einkunnarorð sýningarinnar eru
tilvitnun í Guðjón: Það er ekki hægt
að ala upp góða menn nema í fallegu
umhverfi. Um þessi orð segir Pétur:
„Þau segja mikið um manninn og
kynslóðina sem hann var hluti af.
Menn trúðu því að efla mætti and-
lega og líkamlega heilsu fólks með
því að skapa fallegt og heilsusam-
legt umhverfi. Þessi hugsjón bjó að
baki f lestu því sem Guðjón gerði.
Hann beitti sér fyrir ýmsum fram-
faramálum, sat í fyrstu skipulags-
nefnd ríkisins og skrifaði árið 1912
fyrstu fræðiritgerðina á íslensku um
borgarskipulag. Skipulag bæjanna
var hjartans mál Guðjóns ekki
síður en húsagerðin. Sem skipu-
lagshöfundur var hann mikilvægur
gerandi í nútímavæðingu íslensks
samfélags. Hann sá uppbyggingu
bæjanna sem mikilvægasta verkefni
sinnar kynslóðar og leitaðist við að
innleiða evrópska þéttbýlismenn-
ingu í land sem verið hafði einangr-
að og dreif býlt bændasamfélag.
Hann var líka alltaf að tala um
bæina og borgirnar sem listaverk.
Við eigum honum staðsetningu
Landakotskirkju að þakka. Hann
bjó til þessa áhrifamiklu mynd af
Skólavörðustíg með kirkjuna fyrir
endanum. Hann lagði grunninn að
fyrsta heildarskipulagi Reykjavíkur
innan Hringbrautar og margar
af fallegustu götum Reykjavíkur:
Mímisvegur, Fjölnisvegur, Sjafnar-
gata, Sólvallagata, Ásvallagata og
Hringbrautin með verkamanna-
bústöðunum eru afrakstur hug-
mynda hans. Þetta er að mínu mati
eitt besta dæmi um það hvernig
hægt er að byggja manneskjulega,
þétta byggð á norðlægri breiddar-
gráðu með gróðri og fallegum götu-
rýmum þar sem tekið er ríkt tillit til
skjólmyndunar og sólarljóss.“
Fagurfræðileg hugsun
Spurður hvað læra megi af Guðjóni í
dag segir Pétur: „Það má mikið læra
af áherslu hans á fagurfræðilega
hugsun inn í mótun byggðar. Því
miður á listræn heildarsýn undir
högg að sækja í mótun umhverfis í
samtímanum. Ég er ekki að tala um
að menn eigi að gera eftirlíkingar af
verkum Guðjóns. En við mættum
taka mið af þeirri hugmynd og fal-
legu hugsjón að umhverfið eigi að
vera listaverk og að mannúðar- og
mannbætandi sjónarmið eigi að
vera í forgangi við hönnun og húsa-
gerð.“
Á sýningunni er að finna ýmsar
tillögur Guðjóns sem ekki urðu að
veruleika. Þar á meðal er skipulags-
tillaga sem hann gerði að Bolung-
arvík. „Hann teiknaði þar fyrir-
myndar sjávarþorp í anda breskra
garðbæja og gaf hverri byggingu
form svo úr varð fagurfræðileg
heild. Ef við ættum slíkan bæ væri
hann einstakt listaverk,“ segir Pétur.
Pétur segir Guðjón með verkum
sínum hafa lagt grunn að inn-
viðum íslensks samfélags á ýmsum
sviðum. „Hann teiknaði þjóðleik-
hús, sund- og íþróttahallir, háskóla,
kirkjur, verkamannabústaði, skóla-
hús af ýmsu tagi og alls konar bygg-
ingar. Hann hafði mikinn metnað
fyrir hönd þjóðarinnar í þessu tilliti
og vildi gera veg Íslands sem mestan
með verkum sínum.“
„Það má læra mikið af áherslu hans á fagurfræðilega hugsun,“ segir Pétur um Guðjón Samúelsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐ MÆTTUM TAKA
MIÐ AF ÞEIRRI
HUGMYND OG FALLEGU HUG-
SJÓN AÐ UMHVERFIÐ EIGI AÐ
VERA LISTAVERK OG AÐ
MANNÚÐAR- OG MANNBÆT-
ANDI SJÓNARMIÐ EIGI AÐ VERA
Í FORGANGI VIÐ HÖNNUN OG
HÚSAGERÐ.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Hnífur
HHHHH
Jo Nesbø
Þýðandi: Bjarni
Gunnarsson
Útgefandi: JPV út-
gáfa
Fjöldi síðna: 570
Vi n s æld i r nor sk a
glæpasagnahöfund-
arins Jo Nesbø eru engin tilviljun.
Lesendur hans hafa lengi gengið
að því sem vísu að hann muni
sjá þeim fyrir spennu í bókum
þar sem er að finna hroll-
vekjandi morð, áhugaverðar
persónur og óvæntar f léttur.
Allra síðustu árin er þó eins
og þreytu sé farið að gæta
hjá höfundinum. Morðin
hafa orðið óhugnanlegri og
illmennin ýktari um leið og
söguþráðurinn verður æ
ótrúverðugri. Það sem helst
hefur haldið sögunum uppi
er lögreglumaðurinn Harry
Hole, alkóhólisti sem oftar en ekki
er versti óvinur sjálfs sín.
Nýjasta bókin um Harry Hole er
Hnífur, löng og ruglingsleg glæpa-
saga. Strax á blaðsíðu 60 gerist
atburður sem hlýtur að vekja upp-
nám í hugum aðdáenda Hole. Ekki
er gott að sjá af hverju Nesbø fór þá
leið sem hann þarna velur. Kannski
vildi hann sjokkera og það tekst
honum rækilega. Meinið er að
þegar líða fer á sögu verður hún æ
kjánalegri. Persónur, sem lesandinn
þekkir úr fyrri bókum um Hole, fara
að sýna á sér áður óþekktar hliðar
og þær ógeðfelldar. Um sögusviðið
þvælist svo raðnauðgari af allra
verstu sort, nauðgar konum og
þvingar þær til að eignast barnið.
Afhjúpunin á morðingjanum undir
lokin er að sönnu óvænt en stenst
um leið enga skoðun. Eftir situr les-
andinn og veltir því fyrir sér hvað
hafi orðið um þann Nesbø sem
hann eitt sinn þekkti og sá honum
alltaf fyrir svo góðri afþreyingu.
Kannski er Nesbø orðinn of
ríkur og frægur og meðvitaður um
að hann kemst upp með næstum
hvað sem er. Kannski er enginn
lengur til að lesa yfir handrit hans
og gefa honum tiltal þegar hann
fer út af sporinu eins og hann gerir
hér. Eða kannski f innst Nesbø
þetta bara afskaplega gott hjá sér.
Í lok Hnífsins er Harry Hole að
taka ákvörðun um hvert leið hans
skuli liggja. Líklegt er að fjölmörg-
um lesendum standi algjörlega á
sama og bíði næstu bókar ekki með
eftirvæntingu. Hnífur er ekki bara
slæm glæpasaga, hún er fáránlega
vond. Það er afar leitt að sjá jafn
hæfileikaríkan höfund og Nesbø
fara jafn illilega út af sporinu.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Arfavond og kjána-
leg glæpasaga þar sem eiginlega
ekkert gengur upp.
Hvað kom fyrir Nesbø?
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
A
-F
1
B
C
2
4
3
A
-F
0
8
0
2
4
3
A
-E
F
4
4
2
4
3
A
-E
E
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K