Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
isband.is
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS OG JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6
270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP© OG RAM Á VETRARLÍF
Í REIÐHÖLL LÉTTIS 23. OG 24. NÓVEMBER.
BÍLASÝNING HJÁ CAR-X AKUREYRI
MÁNUDAGINN 25. NÓVEMBER Á MILLI KL. 10-14
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS OG J EP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6
270 MOSFE LSBÆR S. 534 4 3 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
STJÓRNSÝSLA Bryndís Hlöðvers
dóttir ríkissáttasemjari mun taka
við starfi ráðuneytisstjóra í for
sætisráðuneytinu um næstu áramót.
Verður hún flutt milli embættanna
samkvæmt heimild í lögum um rétt
indi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Bryndís hefur gegnt embætti
ríkissáttasemjara frá árinu 2015 en
áður var hún meðal annars rektor
Háskólans á Bifröst auk þess að sitja
á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið og
Samfylkinguna.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, núver
andi ráðuneytisstjóri, mun taka við
nýju embætti hjá fastanefnd Íslands
hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Þar
mun hún meðal annars vinna að
undirbúningi formennsku Íslands í
Evrópuráðinu 2022. – sar
Bryndís verður
ráðuneytisstjóri
REYK JAVÍK Foreldrar barna við
Kelduskóla Korpu eru ekki af baki
dottnir þó að borgarstjórn hafi
samþykkt tillögu um að leggja niður
skólahald þar næsta haust.
Foreldrar ekki
af baki dottnir
Sævar Reykjalín,
formaður
Foreldrafélags
Kelduskóla.
„Það er sárt að stjórnmálamenn
irnir tóku ekki mark á nemendum
og foreldrum. Það var ekki litið við
þeirra ábendingum og rökum. Við
erum hins vegar ekki af baki dottin
og ætlum að leita okkar réttar,“ segir
Sævar Reykjalín, formaður foreldra
félags Kelduskóla. „Við ætlum að
vera fullviss um að við höfum gert
allt sem við gátum áður en við gef
umst endanlega upp.“ – ab
NÝSKÖPUN Í dag verður undirrituð
viljayfirlýsing nýsköpunarráðherra,
Háskóla Íslands og Almannaheilla,
samtaka þriðja geirans um samstarf
til að efla samfélagslega nýsköpun.
Verður unnið að því að auka mögu
leika félagasamtaka á að starfa að
félagslegum umbótum innan stofn
unar sem fær heitið Vaxandi – mið
stöð samfélagslegrar nýsköpunar.
„Við stefnum að því að skapa vett
vang félaga og almennra borgara til
að þróa hugmyndir og lausnir við að
bæta samfélagið og gera þær sjálf
bærar,“ segir Ómar H. Kristmunds
son, prófessor á félagsvísindasviði
Háskóla Íslands, en verkefnið grund
vallast á tíu ára rannsóknarvinnu
hans og Steinunnar Hrafnsdóttur,
sem einnig er prófessor við sama
svið.
Samfélagsleg nýsköpun tengist
hinum svokallaða þriðja geira. Þriðji
geirinn, eða félagshagkerfið, er í raun
það starf sem hvorki heyrir til hins
opinbera né einkageirans. Hér eru á
ferðinni félagasamtök að stærstum
hluta en í sumum tilvikum sjálfs
eignarstofnanir, samvinnufélög og
jafnvel hlutafélög. Það sem einkenn
ir þennan rekstur er að ekki er sóst
eftir hagnaði, félagsleg gildi eru höfð
að leiðarljósi og verkefni eru unnin
að einhverju leyti í sjálfboðavinnu.
Yfirlýsingin verður undirrituð
klukkan 10 í sal Þjóðminjasafnsins.
Ávörp flytja Ómar, Steinunn, Jón Atli
Benediktsson rektor, Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir ráðherra, Jónas Guð
mundsson, formaður Almanna
heilla, og Lars Hulgaard, prófessor
við Hróarskelduháskóla. – khg
Lýsa yfir vilja til að efla samfélagslega nýsköpun
RÚV gegnir mikil-
vægu hlutverki í
íslensku samfélagi og því
brýnt að umgjörðin sé
traust og trú-
verðug.
Lilja Alfreðs-
dóttir, mennta-
og menningar-
málaráðherra
Þörfin fyrir sam-
félagslega nýsköpun
hefur aukist verulega á
síðastliðnum árum.
Ómar H.
Kristmundsson,
prófessor við
Háskóla Íslands
Bryndís
Hlöðversdóttir.
Nánar má lesa um málið á
frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Ríkisútvarpið brýtur
lög með því að vera ekki með sam
keppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Ríkis
endurskoðunar um starfsemi RÚV
ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV
hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði
stofnunin orðið ógjaldfær.
Lög sem kveða á um að RÚV skuli
stofna dótturfélag eru frá árinu 2013
en gildistöku umrædds ákvæðis var
frestað til 2018. Segir í skýrslunni
að ákvæðið um dótturfélag sé til að
tryggja að ríkisstyrkir renni ekki
til annarrar starfsemi en almanna
þjónustu. Samtök iðnaðarins sendu
stjórn RÚV bréf í september í fyrra
þar sem lögin voru áréttuð og sagt að
aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til
röskunar á samkeppnismarkaði.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta og
menningarmálaráðherra, sagði
í fyrra brýnt að hrinda stofnun
dótturfélaga um samkeppnisrekstur
RÚV í framkvæmd, það væri í hönd
um stjórnar RÚV. Töldu þá stjórn
endur RÚV að það dygði að aðskilja
reksturinn í bókum stofnunarinnar.
Ráðherra segir að nú sé búið að
taka af öll tvímæli um það. „Ég fór
þess á leit við Ríkisendurskoðun
að vinna skýrslu um fjárhagslega
aðgreiningu almannaþjónustu og
samkeppnisreksturs í bókhaldi Rík
isútvarpsins ohf. Það er mikilvægt
að eyða allri óvissu í þessum efnum.
Ríkisendurskoðun tekur af öll tví
mæli um nauðsyn þess að stofna
dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur
og ég mun beina þeim tilmælum til
stjórnar,“ segir Lilja.
Kári Jónasson, formaður stjórnar
RÚV, segir að nú sé komin fullvissa
fyrir því að það sé í lagi að stofna
dótturfélög en óvissa hafi ríkt um
það vegna virðisaukaskattsmála.
„Þetta er það sem við höfum verið
að bíða eftir og nú munum við bara
bretta upp ermarnar og í næstu viku
munum við setja á stofn vinnuhóp
og undirbúa stofnun dótturfélags.
Þetta átti að vera tilbúið í vor frá
Ríkisendurskoðun en hefur dregist.
Við erum mjög fegin að vera loksins
búin að fá stimpilinn frá Ríkisendur
skoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni
segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært
ef ekki hefði komið til lóðasala í
Efstaleiti. Sá hagnaður var tekju
færður á árunum 2016 til 2018. „Án
lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið
ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á
af komu félagsins fyrir tekjuskatt
og án söluhagnaðar hefði heildaraf
koma tímabilsins verið neikvæð um
61 milljón króna,“ segir í skýrslunni.
Kári bendir á að fjárhagur RÚV
hafi batnað mikið á undanförnum
árum þótt ekkert megi út af bera.
Ráðherra segir brýnt að á þessu
verði tekið. „Þessar ábendingar
Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar
er varða fjárhagsstöðuna. Það er
brýnt að á þessu verði tekið og beini
ég því til stjórnar að bregðast hratt
við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki
í íslensku samfélagi og því brýnt að
umgjörðin sé traust og trúverðug,“
segir Lilja. arib@frettabladid.is
RÚV ber að stofna dótturfélag
utan um samkeppnisrekstur
Starfshópur verður skipaður í næstu viku til að undirbúa stofnun dótturfélags. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ríkisútvarpið brýtur
lög með því að vera ekki
með samkeppnisrekstur
í dótturfélagi. Vinnu-
hópur um stofnun
dótturfélags verður
skipaður í næstu viku.
RÚV hefði orðið ógjald-
fært ef ekki hefði komið
til lóðasala í Efstaleiti.
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-3
5
0
4
2
4
4
9
-3
3
C
8
2
4
4
9
-3
2
8
C
2
4
4
9
-3
1
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K