Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 8
SKÓHÖLLIN FIRÐI HAFNARFIRÐI SÍMI 555 4420 20% afsláttur SIXMIX OG PIANO 21. - 23. nóvember AUSTURRÍKI Reykingabann á veit- ingastöðum og skemmtistöðum hefur loksins tekið gildi í Austur- ríki en lög þess efnis voru sam- þykkt í júlí. Andstæðingar reyk- inga hafa um árabil kallað landið „öskubakka Evrópu“. Umræðan hefur verið hörð í 13 ár en til stóð að setja reykingabannið á árið 2017 en þá kom hinn þjóð- ernispopúlíski Frelsisf lokkur í veg fyrir það. Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisf lokksins til 14 ára og sjálfur mikill reykingamaður, taldi að ríkið ætti ekki að skipta sér af reykingum fólks. Og reyndar ekki heldur hraðakstri í umferð- inni. Um 25 prósent Austurríkis- manna reykja sígarettur, sem er hæsta hlutfallið í Evrópu vestan járntjaldsins og langt yfir 18 pró- senta meðaltali álfunnar. Í fyrra hófst mikið átak til þess að fá bannið í gegn. Heilbrigðis- stofnun landsins beitti sér fyrir undirskriftasöfnun sem tæp millj- ón manns skrifaði undir. En Frelsis- f lokkurinn kom í veg fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið, þrátt fyrir að f lokkurinn væri almennt hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum um f lest mál. Þegar Frelsisf lokkur- inn hrökklaðist úr ríkisstjórninni í vor eftir spillingarmál tengt Strache gafst tækifæri til að koma löggjöfinni í gegn. – khg 25% Austurríkismanna reykja sígarettur, sem er hæsta hlutfallið í Evrópu vestan járntjaldsins og langt yfir 18 prósenta meðaltali álfunnar. Langri baráttu fyrir reykingabanni lokið í Austurríki Fótboltamaður grunaður um að vera höfuðpaur eiturlyfjahrings SPÁNN Sergio Contreas, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, var hand- tekinn á þriðjudag, grunaður um að vera höfuðpaur eiturlyfjahrings sem starfar á suðurhluta Spánar. Contreras var á ferli sínum þekktur sem Koke, en þó ekki hinn þekkti landsliðsmaður Koke sem spilar með Atletico Madrid. Handtakan fór fram í bænum Este pona, sem er mitt á milli Gíbraltar höfða og hins vinsæla ferða manna staðar Marbella. Á sama tíma fóru fram lögregluaðgerðir víðs vegar um suðurhluta Spánar, svo sem í borgunum Sevilla, Malaga og Granada. Í aðgerðunum voru alls 20 manns handteknir, hald lagt á eitt tonn af kannabisefnum og 700 þúsund evrur í peningum, eða rúm- lega 95 milljónir króna. Sa m k væmt lög reg lu n n i er Contreras grunaður um að vera leiðtogi hópsins og að skipuleggja starfsemina. Er honum nú haldið í gæsluvarðhaldi í borginni Malaga. Contreras er 36 ára gamall og lék fótbolta frá 2001 til 2016 sem fram- herji. Hann hóf ferilinn í heimabæ sínum Malaga en fór ungur til franska liðsins Marseille þar sem hann skoraði 6 mörk í 43 leikjum. Eftir stutt lán til Sporting Lissa- bon spilaði Contreras í fimm ár með gríska liðinu Aris. Eftir það varð hann hálfgerður flækingur og spilaði meðal annars með Houston Dynamo í Bandaríkjunum, FC Baku í Aserbaídjsan, Blooming í Bólivíu og NorthEast United á Indlandi. – khg Contreras skoraði 6 mörk í 43 leikjum fyrir Marseille. Contreras í leik Aris gegn AEK árið 2009. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá ESB, segir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti hafi skipað sér að beita stjórnvöld í Úkraínu þrýstingi til að hefja rannsókn á Joe Biden. Þetta kom fram í vitnisburði Sondlands fyrir nefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar embættisfærslur for- setans. Sondland sagði Trump hafa beðið sig að vinna með Rudy Giuliani, lögmanni Trumps, að stefnumótun varðandi Úkraínu. Það hafi hann gert þvert gegn vilja sínum því ann- ars hefði mikilvægt tækifæri til að bæta samskipti landanna glatast. Opnar vitnaleiðslur í málinu héldu áfram í gær en þeim lýkur í dag. Tilefni rannsóknar fulltrúa- deildar þingsins á forsetanum er símtal hans við úkraínskan starfs- bróður sinn þann 25. júlí síðast- liðinn. Snúast ásakanirnar um að Trump hafi reynt að fá úkraínsk stjórn- völd til að rannsaka viðskipti Joes Biden, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningum næsta árs, og sonar hans, Hunters. Reuters-fréttastofan segir að Sondland, sem áður hafði borið vitni fyrir luktum dyrum, hafi í gær gengið mun lengra í lýsingum sínum á þátttöku ýmissa embættis- manna í málinu. Sjálfur hafi hann lagst gegn því að 400 milljóna doll- ara hernaðaraðstoð til Úkraínu yrði frestað á meðan þrýst væri á rannsóknina á Biden-feðgum. „Það voru allir inni í þessu. Þetta var ekkert leyndarmál,“ sagði Sondland. Hann staðfesti einn- ig að Trump hefði stungið upp á að Zelenskí, forseta Úkraínu, yrði boðið í opinbera heimsókn í Hvíta húsið gegn því að rannsókn á Biden-feðgunum færi fram. Hér hefði einfaldlega verið um greiða á móti greiða að ræða. Sjálfur hefur Trump sagt að ekk- ert óeðlilegt hafi átt sér stað í sam- skiptum hans við Zelenskí. Þá hefur hann algjörlega hafnað því að hafa boðið greiða á móti greiða. Sondland vék einnig að þætti Mikes Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í málinu. Vísaði hann meðal annars í tölvupóstsam- skipti þeirra um hernaðaraðstoð- ina til Úkraínu. Pompeo vildi ekki tjá sig við fréttamenn um vitnis- burð Sondlands. Adam Schiff, formaður þing- nefndarinnar sem fer með rann- sóknina, sagði vitnisburð Sond- lands mikilvægan kaf la í sögu rann sók nar innar. Þar na vær i komið að mútum og öðrum póli- tísk um misgjörðum. „Við heyrðum líka í fyrsta sinn um hversu útbreidd vitneskja um þessa áætlun var,“ sagði Schiff. sighvatur@frettabladid.is Trump hafi þrýst á um rannsókn á Joe Biden Gordon Sondland við vitnaleiðslurnar í þinginu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Yfirheyrslur nefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings vegna rannsóknar á emb- ættisfærslum Donalds Trump héldu áfram í gær. Sendiherra Banda- ríkjanna hjá ESB segir að forsetinn hafi skipað sér að beita úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Deilt hefur verið um reykingabann í þrettán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 9 -4 3 D 4 2 4 4 9 -4 2 9 8 2 4 4 9 -4 1 5 C 2 4 4 9 -4 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.