Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 36
BÍLAR
Í fyrsta skipti er kominn Must-ang fram á sjónarsviðið sem ekki er tveggja dyra, er raf-drifinn og með fjórhjóladrifi. Þessi nýi Mustang er í raun og
veru jepplingur en verður boðinn
bæði með afturdrifi og fjórhjóladrifi.
Drægni hans í grunnútfærslu eru 370
km en hann er þá með 75,7 kWh raf-
hlöðu í 255 hestafla útfærslu. Einnig
verður hægt að fá hann með stærri
langdrægari 98,8 kWh rafhlöðu með
282 hestafla rafmótor við afturdrifið
og með rúmlega 500 km drægni
samkvæmt EPA-staðlinum. EPA-
staðallinn miðar meira við lang-
keyrslu heldur en evrópski WLTP-
staðallinn sem er meira fyrir akstur
á styttri vegalengdum. Bíllinn verður
boðinn í fjórum útfærslum, Select,
California Route 1, Premium og GT.
GT-útgáfan verður hins vegar 459
hestöfl og með 830 Newtonmetra
tog. Sú útgáfa á að geta náð 100 km
hraða á þremur og hálfri sekúndu.
Með sjálfstýribúnaði
Nýi Mustang Mach E verður búinn
sjálfstýribúnaði svipuðum Tesla
Autopilot-búnaðinum. Verður bún-
aðurinn í Premium- og GT-línum
bílsins en hugbúnaðurinn verður í
boði sem aukabúnaður. Ford hefur
þó ekki ákveðið hvenær þeir muni
virkja þennan búnað en hann
notar myndavélar og leysigeisla til
að fylgjast með akstrinum. Ford
hefur ekki sagt hvað búnaðurinn
verði kallaður eða hvað hann muni
kosta. Að sögn Gísla Jóns Bjarna-
sonar, sölustjóra Ford hjá Brimborg,
hefst forsala á Mustang Mach E á
Íslandi næsta haust. „Við vonumst
til að fá bíla í lok ársins eða í síðasta
lagi byrjun árs 2021,“ sagði Gísli.
GT-útgáfan mun svo ekki koma
fyrr en vorið 2021 í Bandaríkjunum.
Grunnútgáfa bílsins mun kosta 5,4
milljónir króna í Bandaríkjunum en
GT-útgáfan 7,5 milljónir króna.
Mustang Mach E frumsýndur í Los Angeles
Toyota kynnti nýja tengil-t v innútgáf u R AV4 jepp-lingsins á Bílasýningunni í
Los Angeles í gær. Bíllinn er tæp
300 hestöfl og er með rafhlöðu sem
kemur honum 63 km í hreinum raf-
akstri. Útgáfan kallast Prime og er
aflmesta og eyðslugrennsta útfærsla
RAV4 frá upphafi. Vélin í bílnum
er 2,5 lítra bensínvél sem með raf-
mótorunum tveimur kemur honum
í hundraðið á 6,2 sekúndum. Raf-
mótorarnir eru á báðum öxlum
en bensínvélin knýr framdrifið
líka. Báðir rafmótorarnir eru með
hleðslubremsubúnaði sem hleður
rafhlöðuna og eru f lipar á stýri til
að nota það eins og við niðurgírun.
Í Ameríkuútgáfunni verður
bíllinn með veglínusk y njara,
umferðarmerkjalesara, árekstrar-
vörn, 18 tommu álfelgum og átta
tommu upplýsingaskjá sem virkar
fyrir Apple CarPlay, Andriod Auto
og Amazon Alexa. Ekki hefur verið
gefið út hvort Evrópuútgáfurnar
verða öðruvísi búnar. Bíllinn fer í
sölu snemma á næsta ári í Banda-
ríkjunum og líklega skömmu síðar
í Evrópu.
Toyota RAV4 kemur í 300
hestafla tengiltvinnútgáfu
Fimmta kynslóð RAV4 verður einnig fáanleg í tengiltvinnútgáfu á næsta ári.
Frá frumsýningu Ford Mustang Mach E í Los Angeles á mánudaginn. Bíllinn er fyrsti rafdrifni Mustanginn og keppir við Tesla Model S. NORDICPHOTOS/GETTY
Stóri skjárinn fyrir
miðju minnir mikið
á innanrými Tesla en
bíllinn verður með
sjálfstýribúnað líkt
og Tesla Autopilot.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Karma forsýndi tilraunaút-gáfu SC2 ofursportbílsins rétt fyrir opnun Bílasýning-
arinnar í Los Angeles. Bíllinn er raf-
drifinn og skilar 1.085 hestöf lum,
1.400 Newtonmetra togi og fer í
hundraðið á aðeins 1,9 sekúndum.
Ekki amalegt það.
Af lið kemur frá 120 kWh raf-
hlöðu sem samkvæmt Karma
duga r f y r ir 560 k m a k st u r.
Fjöðrun og grind er þannig búin
að þegar lagt er á bílinn í beygju
færist álagið inn á við og á grind
bílsins líkt og í Formúlu 1 bíl.
Auk þess er tilraunabíllinn búinn
keramik bremsum af sverustu sort.
Hátæknibúnaður eins og and-
litsskanni til að opna dyrnar er í
bílnum auk krómglers sem hægt
er að gera ógegnsætt. Ef bíllinn fer
í framleiðslu má búast við honum
á markað árið 2022 en fyrst mun
Karma-merkið setja Revero GT á
markað á næsta ári, en hann var
einnig sýndur í Los Angeles í upp-
færðri útgáfu.
Tilraunabíllinn Karma SC2 forsýndur
Karma SC2 er nánast framleiðsluhæfur en hvort hann fær allt sem tilraunabíllinn hefur er óvíst ennþá.
Verður með sjálf-
stýribúnaði og með
370 km drægni í
grunnútfærslu.
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
9
-2
6
3
4
2
4
4
9
-2
4
F
8
2
4
4
9
-2
3
B
C
2
4
4
9
-2
2
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K