Fréttablaðið - 21.11.2019, Side 38
ÉG VAR MIKIÐ AÐ
HUGSA UM PÁFA-
GAUKA OG ÞÁ SAMFÉLAGSLEGA
LÆRÐU HEGÐUN SEM VIÐ
SÝNUM OG MEINAR OKKUR AÐ
NÁLGAST ÞÁ SEM VIÐ VILJUM.
„Verkið var lengi í mótun og tók miklum breytingum,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Málleysingjarnir er fyrsta skáld-s a g a Pe d r o s G u n n l a u g s Garcia en fyrir h a n a h l a u t
hann nýræktarstyrk Miðstöðvar
íslenskra bókmennta. Sagan gerist
á árunum 1989 til dagsins í dag og
sögusviðið er Rúmenía og Ísland.
Pedro er fæddur í Portúgal. Faðir
hans er Portúgali og móðir hans
íslensk. Hann hefur búið hér á
landi frá fimm ára aldri. Spurður
hvenær hann hafi byrjað að skrifa
segir hann: „Ég byrjaði að skrifa sem
unglingur en hafði áður gert teikni-
myndasögur og skrifað brandara-
bækur sem voru eingöngu ætlaðar
fjölskyldunni og ævintýri fyrir
mig og bróður minn. Þegar ég var
fimmtán ára fór ég að skrifa ljóð
og smásögur og gerði meira að
segja atlögu að skáldsögu. Þegar
ég lauk menntaskóla vildi vinur
minn endilega brenna allar stærð-
fræðibækurnar sínar úr náminu. Á
þeim tíma var ég orðinn fráhverfur
skáldskap og fann enga hvatningu
til að halda honum áfram. Ég fór
því með honum og hann brenndi
stærðfræðibækurnar um leið og ég
brenndi allar smásögurnar mínar
og ljóðin. Eftir það sinnti ég ekki
skáldskap í tæpan áratug en þrí-
tugur áttaði mig á því að ég væri að
sóa lífi mínu. Það væri skáldskapur-
inn eða dauðinn.“
Verk sem var lengi í mótun
Málleysingjarnir, sem er gríðar-
lega áhugaverð skáldsaga, var
lengi í vinnslu. „Árið 2014 fór ég að
safna hugmyndum og skrifa eitt og
annað hjá mér. Í byrjun var sagan í
allt öðrum stíl og þegar hún þróað-
ist fann ég að það sem höfðaði mest
til mín var ekki gróteska eða grall-
aralæti sem ég ætlaði að yrðu mínir
styrkleikar heldur frekar karakter-
sköpun og það hvernig við reynum
að ná tengslum við annað fólk og
hvað gerist þegar það heppnast
ekki. Verkið var lengi í mótun og
tók miklum breytingum,“ segir
Pedro.
Spurður af hverju hann hafi gert
Rúmeníu að sögusviði segir hann:
„Hugmyndin var að sagan ætti sér
stað á Íslandi og einhvers staðar
annars staðar. Sjálfur er ég annars
staðar frá. Það urðu algjör skil í lífi
mínu þegar ég f lutti frá Portúgal til
Íslands. Við tók annað land, önnur
menning, annað fólk og allt annað
landslag. Ég vildi setja hugmyndir
mínar í skáldsagnaform en fannst
fullsjálf hver ft að hafa landið
Portúgal þannig að Rúmenía varð
staðgengill.
Rúmenía er heillandi land sem
ekki er mikið talað um í okkar
heimshluta. Fyrir tilviljun bauðst
mér að fara þangað á tungumála-
námskeið. Ég var þar í mánuð og
reyndi eftir bestu getu að læra
tungumálið. Ég naut þess að vera
þar með öðru fólki í nýju umhverfi.
Þegar ég kom heim hugsaði ég með
mér að Rúmenía gæti verið kjörinn
staður fyrir hluta framvindunnar
í skáldsögunni. Ég las mér til um
sögu landsins án þess að ég vildi
gera bókina að sögulegri skáld-
sögu. Saga Rúmeníu er bakgrunnur
fyrir persónur og örlög þeirra.“
Hin lærða hegðun
Dýr eru áberandi í skáldsögunni
og þá sérstaklega fuglar, jafnvel
talandi, og hluti verksins fjallar
um samskipti manna við þau. „Ég
var mikið að hugsa um páfagauka
og þá samfélagslega lærðu hegðun
sem við sýnum og meinar okkur
að nálgast þá sem við viljum. Við
erum apategund sem þráir kær-
leika og nánd en áhrif samfélags-
gerðar, hugmyndafræði, kyngervi
og ýmsir innri þættir koma í veg
fyrir að við njótum þessa. Við
komum í heiminn með þarfir og ef
við finnum þeim ekki farveg páfa-
gaukum við það sem okkur skilst
að sé rétt, en það skilar okkur litlu.
Án kærleika minnum við líka á
páfagauk sem skrækir eitthvað sem
hann skilur ekki. Persónur bókar-
innar ná ekki tengingu við annað
fólk, fá ekki kærleika og ná ekki að
sýna hann og því fylgir einmana-
leiki, kvíði og reiði sem brýst út í
of beldi hjá sumum.“
Hrikalegt viðfangsefni
Reiðir karlmenn breiða úr sér í
bókinni og básúna þar skoðanir
sínar. „Þetta er texti sem var skrif-
aður fyrir nokkrum árum og end-
urspeglar æ meir það sem maður
heyrir í kringum sig. Núna virðist
þetta vera mjög uppskrúfuð útgáfa
af Klausturmálinu. Þetta eru menn
sem upplifa sig valdalausa og það
dynur á þeim orðræða sem þeir
snúa við og reyna að beita sem
vopni. Fyrir mér átti þetta að vera
skopstæling en þetta er samt hrika-
legt viðfangsefni.“
Pedro er greinilega vel lesinn í
heimsbókmenntunum því í bók-
inni vísar hann í marga meistara,
meðal annars í Dickens og Tolstoy.
„Inn á milli læði ég að ástarbréfum
til höfunda sem ég er hrifinn af.
Þetta er virðingarvottur til þeirra
sem á undan fóru. Ég er að trana
mér fram og get ekki annað en
tekið ofan fyrir þeim.“
Spurður hvort hann sé farinn að
huga að næstu bók segir hann: „Ég
á tilraunakennd prósaljóð og svo
er ég nýfarinn af stað með skáld-
sögu. Það er sagt að tími nóvellunar
sé að renna upp og ég var að velta
fyrir mér að gera eitthvað í styttri
kantinum. Það lítur samt út fyrir að
það sé að verða til annað fjögurra
ára verkefni. Við sjáumst þá eftir
fjögur ár!“
Skáldskapurinn
eða dauðinn
Pedro Gunnlaugur Garcia sendir frá sér
fyrstu skáldsögu sína sem gerist bæði í
Rúmeníu og á Íslandi. Skrifar um týnt
fólk sem nær ekki tengingu við aðra.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
TÓNLIST
Tónlist eftir Ingibjörgu Ýri Skarp-
héðinsdóttur við ljóð eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur. Ingibjörg
Fríða Helgadóttir söng.
Kaldalón í Hörpu
fimmtudaginn 14. nóvember
Einu sinni sátu þrjú tónskáld á
kaffihúsi. Það voru þeir Rimskí-
Korsakoff, Skrjabín og Rakhman-
ínoff. Umræðuefnið var hvernig
tónlist er á litinn. Hinir tveir síðar-
nefndu sögðust sjá tónana ekkert
síður en að heyra þá. Fljótlega voru
þeir farnir að rífast heiftarlega um
það hvort E-dúr væri appelsínu-
gulur eða blár. Rakhmanínoff var
jarðbundnari og horfði hneyksl-
aður á félaga sína, en sagði fátt.
Tvær konur sem báðar heita Ingi-
björg, kváðust líka vera ósammála
um hvernig tónar og lög væru á lit-
inn. Þetta var á tónleikum í Kalda-
lóni í Hörpu á fimmtudagskvöldið.
Þær voru þó sammála um að eitt
lagið, sem bar titilinn Angist, væri
brúnt.
Ég verð að viðurkenna að ég sá
ekki neitt slíkt á tónleikunum.
Lagið var engu að síður fallegt,
draumkennt og innhverft, mel-
ódían hrífandi og innileg, undir-
spilið kliðmjúkt og fínlegt.
Margbrotin áferð
Þessi draumkennda stemning var
ráðandi á tónleikunum, en lögin
voru f lest eftir aðra listakonuna,
Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur.
Hún útskrifaðist í tónsmíðum frá
LHÍ fyrir þremur árum. Tónlist
hennar ber miklum hæfileikum
vitni. Margbrotinn hljóðheimur,
sem framkallaður var með ólíkum
hljóðfærum, myndaði fjölbreytt
tónbrigði. Tónskáldið spilaði sjálft
á næstum öll hljóðfærin, sem voru
píanó, klarinetta, lítið stofuorgel,
þumlapíanó, langspil og hvað eina.
Hljóðfæraleikurinn var ávallt vand-
aður; helst mátti finna að píanó-
leiknum, sem var dálítið varfærnis-
legur.
Textinn var úr ljóðum Ingibjargar
Haraldsdóttur og þriðja Ingibjörg-
in, sem einnig heitir Fríða og er Har-
aldsdóttir, söng, en nafna hennar
tók líka af og til undir. Ljóðin eru
meitluð, stundum bara fáein orð
sem samt segja heila sögu. Í takt við
það voru laglínurnar grípandi. Þær
voru einfaldar og byggðust gjarnan
á markvissum endurtekningum.
Takmarkaður söngur
Ingibjörg Fríða söng í eins konar
vísnasöngsstíl, söngurinn var
hreinn en nokkuð takmarkaður.
Ekki mikil breidd var í tilfinn-
ingum, lögin voru of keimlík í með-
förum söngkonunnar. Ákveðin
krúttstemning var ríkjandi í túlk-
uninni, sem fór lögunum misvel.
Þessi stemning var undirstrikuð
víða með spiladósum og undir
einu laginu heyrðist barnshjal úr
hátölurunum, sem gerði ekkert fyrir
tónlistina.
Ríkulegur hljóðheimur mismun-
andi hljóðfæra skapaði samt sem
áður margt fallegt; upphafslagið,
þar sem píanóið líkti eftir brimi,
var til dæmis heillandi, og bað-
stofustemningin í laginu Húm við
langspilsundirleik var sterk. Þannig
mætti lengi telja. Skáldavíman var
alltaf til staðar í lögunum.
Listakonurnar hyggja á upptökur
á lögunum, sem er góð hugmynd;
brothættur söngurinn kemur
örugglega betur út í hljóðupptöku
en á lifandi tónleikum, og lögin
sjálf, brún, appelsínugul og blá, eiga
það svo sannarlega skilið að heyrast
víðar. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Viðkvæmur söngurinn
var misáhugaverður, en lagasmíðarnar
voru innblásnar.
Ingibjörg, Ingibjörg og Ingibjörg
Lög við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur voru flutt í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
9
-2
1
4
4
2
4
4
9
-2
0
0
8
2
4
4
9
-1
E
C
C
2
4
4
9
-1
D
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K