Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 3-10 m/s. Dálítil væta suðaustan- og austanlands og á annesjum norðvestan til, en annars skýjað með köflum. Heldur kólnandi veður. SJÁ SÍÐU 48 Barnaþing í Hörpu Alls sækja 150 börn á aldrinum 11 til 15 ára Barnaþing í Hörpu sem ætlað er að ef la börn til lýðræðislegrar þátttöku og að móta eigið líf. Að loknu þingi verða niðurstöðurnar af hentar ríkisstjórn Íslands en embætti Umboðsmanns barna fylgir tillögunum eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAG Ný mannfjöldaspá Hag- stofunnar 2019-2068 gerir ráð fyrir að íbúar á Íslandi verði orðnir 434 þúsund í árslok 2068. Er þar um að ræða miðspá en samkvæmt háspá verða íbúar orðnir 506 þúsund. Lágspáin hljóðar hins vegar upp á 366 þúsund íbúa í lok spátímans. Til samanburðar voru íbúar landsins 357 þúsund í byrjun þessa árs. Spá Hagstofunnar er gerð á grundvelli tölfræðilíkana fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni. Miðspáin gerir ráð fyrir því að frá og með árinu 2055 verði dánir f leiri en fæddir. Þá mun meðalævi halda áfram að aukast. Stúlkur sem fæð- ast 2019 geta vænst þess að verða 84 ára gamlar en stúlkur fæddar 2068 gætu orðið 88,7 ára. Drengir fæddir 2019 geta vænst þess að verða 79,9 ára en þeir sem fæðast 2068 gætu orðið 84,4 ára. – sar Landsmenn verði orðnir 434 þúsund 2068 Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN DÓMSMÁL Réttur til að tjá ósann- gjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnar- skrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugs- son í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæsta- rétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfell- ingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dóm- aranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja veru- legar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningar- frelsisins. – aá Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg HAFNARFJÖRÐUR Ef tillögur starfs- hóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf á Ásvöllum. En sam- kvæmt þessu uppleggi á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrna- merkja það uppbyggingu á knatt- húsi og það finnst okkur ekki eðli- legt. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta afsalað sér landi til að bæta aðstöðu. Þetta er auðvitað allt saman bæjarland og peningarnir úr bæjarsjóði,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatt- hús, þá á að taka ákvörðun um það óháð öðrum breyum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatt- hússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörð- un um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumar- leyfum og dró lögmætið í efa. Haukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kapla- krika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst okkur vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður gefur fjár- hagsstaða bæjarins ekki tilefni til þess að fara í svona mikla uppbygg- ingu á stuttum tíma, enda ekkert fé áætlað í þetta verkefni á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteigna- gjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbygg- ingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leik- skólarnir þarna í kring. Þess vegna viljum við sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún. kristinnhaukur@frettabladid.is Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar Eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka, nái tillögur starfshóps fram að ganga. Oddviti Samfylkingarinnar telur gagnrýnisvert að ágóðinn af uppbyggingunni verði eyrnamerktur byggingu knatthúss Hauka. Íbúabyggð mun rísa við Haukasvæðið á Ásvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Því miður gefur fjárhagsstaða bæjarins ekki tilefni til þess að fara í svona mikla upp- byggingu á stuttum tíma. Adda María Jóhanns- dóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -1 3 4 0 2 4 4 F -1 2 0 4 2 4 4 F -1 0 C 8 2 4 4 F -0 F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.