Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 26
unnar vegna hefur Alþingi séð til
þess að ég fái aðstoðarmann.“
Aðspurð hvort það sé virkilega
skemmtilegt að vinna á Alþingi
játar hún það í fullri einlægni.
„Þetta er mjög gefandi starf sem
ég brenn fyrir. Það koma auðvitað
erfiðar stundir inn á milli en þarna
er hægt að móta hvernig samfélag
við viljum. Það sem sjaldan birtist í
fréttum er að oft er breið samstaða
milli þingmanna um hin ýmsu
framfaramál. Það eru deilurnar
sem rata í fréttir. Starfsandinn er
að mestu leyti góður þó að vissu-
lega komi tímar þar sem þingmenn
takast á,“ segir Steinunn.
Feðgar með ást á fótbolta
Á þessum tímapunkti er Böðvar
orðinn afar óþreyjufullur. Hann
hvíslar óþarflega hátt að viðtalið sé
leiðinlegt. Greinilegt er að þarna er
komin eindreginn stuðningsmaður
yfirvofandi verkfalls blaðamanna,
sérstaklega ef það varir um ókomna
tíð. Blaðamaður kýs þá að beygja af
leið og ræða það sem raunverulega
skiptir máli. Fótbolta.
Þá lifnar yfir Böðvari. Þeir feðgar
eiga nefnilega fótboltaáhugann
saman og þekkja ólíklegustu stað-
reyndir um enska boltann. „Böðvar
safnaði fótboltaspjöldum af mikilli
ástríðu og las þau spjaldanna á
milli. Kannski ekki viðurkennd
aðferð til þess að auka lestrarhæfni
en hún virkaði,“ segir Stefán.
Sjálfur er hann Framari út í gegn
sem og eldheitur stuðningsmaður
Luton Town, liðs sem kann best
við sig í neðri deildum enska bolt-
ans. Böðvar hefur þó valið sér lið
sem njóta öllu meiri velgengni, að
minnsta kosti nú um stundir, Val
og Manchester City. Aðspurður um
hvort að það sé ekki erfitt að sjá
soninn í rauðu segir Stefán: „Nei,
nei, við sitjum bara ekki saman á
leikjum.“
Steinunn og Nóam deila ekki
áhuganum á fótboltanum. Nóam
prófaði körfubolta og þeir feðgar
lýsa fyrstu æfingunni hlæjandi sem
hægfara lestarslysi. „Hann driplaði
boltanum beint í trýnið á sér og
f leira í þeim dúr. Ferillinn í bolta-
íþróttunum varð því ekki langur,“
segir Stefán.
Nóam hefur síðan fundið sína
fjöl í bogfimi sem hann stundar
af kappi sem og í tónlistinni, eins
og áður segir. „Ég hef verið í gítar-
námi en síðan læri ég líka bara
mikið sjálfur í gegnum YouTube,“
segir Nóam. Æfingarnar hafa borið
ríkulegan ávöxt því atriði í kringum
frumsamið lag Nóams og félaga
í Hlíðaskóla sigraði í hæfileika-
keppni Skrekks á dögunum.
Nóam segir að til greina komi
að taka lagið upp og gefa það út en
síðan eru einnig stærri landvinn-
ingar mögulega við sjóndeildar-
hringinn. „Ég er í hljómsveit og við
ætlum líklega að taka þátt í Músík-
tilraunum í ár. Það er að segja ef við
komumst inn,“ segir Nóam.
Kom út úr skápnum í sumar
Sigurlagið títtnefnda fjallar um að
koma út úr skápnum, tilfinningu
sem Nóam þekkir af eigin raun.
Hann fæddist sem stelpa en í sumar
tilkynnti hann foreldrum sínum að
hann væri strákur og ætlaði að taka
upp nafnið sem hann ber í dag.
„Ég byrjaði að átta mig á því um
tíu ára aldurinn að ég væri hinsegin.
Vinir mínir og bekkjarfélagar fóru
líka að koma með athugasemdir um
að það að tala við mig væri bara eins
og að tala við einn af strákunum.
Fólk hélt að ég væri lesbía en eftir
að ég fór að kynna mér málin betur
og hvað það væri að vera trans þá
uppgötvaði ég að mér leið þannig,“
segir Nóam.
„Þetta kom okkur pínu í opna
skjöldu en var þó ekkert mál. Við
eigum eflaust eftir að læra ýmislegt
á þessari vegferð sem fram undan
er,“ segir Steinunn. Stefán jánkar
því og bætir við að það sem sér þyki
mest til koma er hversu opnir og
fordómalausir krakkar í dag eru
gagnvart fjölbreytileika mannlífs-
ins. Nóam tekur undir það. Vinir og
bekkjarsystkin hafa tekið honum
opnum örmum. Þá hrósar hann
einnig foreldrum sínum og segir að
þau séu eiginlega alveg hætt að kalla
hana gamla nafninu eða nota vit-
laust kyn lýsingarorða! „Þau átta sig
stundum á síðustu stundu og breyta
kvenkynsendingum í karlkyns,“
segir hann.
Nóam segir að hið sjaldgæfa nafn
sem hann tók upp hafi verið fundið
út með útilokunaraðferðinni. „Vinur
minn sendi mér lista með mörgum
nöfnum og ég renndi vel og vandlega
yfir hann. Ég fékk leiða á mörgum
nöfnum strax en Nóam sat eftir sem
eitthvað sem ég gat tengt mig við.
Þess vegna valdi ég þetta nafn,“ segir
piltur.
Stefán bætir við að Nóam sé fyrir-
hyggjusamur og hafi þegar gengið
úr skugga um að mannanafnanefnd
leggi blessun sína yfir nafnið. Sjálfur
hafi hann verið fljótur að tileinka sér
hið nýja nafn, hann hugsar bara til
Noams Chomsky.
Á þessari stundu gefst Böðvar
endanlega upp enda augljóslega
með öllu útilokað að viðtalið verði
skemmtilegt. Hann yfirgefur því
samkunduna til að fá sér að borða.
Ekki launamaður í áratug
Blaðamaður snýr sér að Stefáni og
spyr hvort hann hafi alfarið atvinnu
af því að vera skemmtilegur.
„Ég hef ekki verið launamaður
í tæpan áratug,“ segir Stefán bros-
andi. Hann starfaði þá á fræðslusviði
Orkuveitunnar og þar má segja að
hann hafi leiðst út í bransann sem
hann starfar helst við í dag, leið-
sögn. „Hjá Orkuveitunni var reglu-
lega boðið upp á göngutúra með
fræðsluívafi um Elliðaárdalinn og ég
leiddist út í að taka þátt í því,“ segir
Stefán. Hann fann fljótt að slíkt átti
vel við hann.
„Ég hef alltaf verið sögumaður og
hef gaman af að finna litla skemmti-
lega fróðleiksmola til þess að upplýsa
fólk. Sagan er alls staðar,“ segir hann.
Hann hefur mikið að gera í sögu-
göngum um Reykjavík, helst Kvosina
og Örfirisey. „Þetta er nú ekki mjög
skipulagt hjá mér. Ég hef ekkert
auglýst né staðið í miðbænum með
skilti. Þetta hefur bara spurst út og
síðan er ég í símaskránni. Ég fer bæði
með Íslendinga og útlendinga en það
er mun skemmtilegra að ganga um
með heimafólk. Fróðleikurinn fer
bara inn um annað eyrað og út um
hitt hjá útlendingunum en maður
getur farið mun dýpra í hlutina með
Íslendingana,“ segir Stefán.
Þá hefur Stefán verið einn helsti
bjórspekingur landsins um árabil
og hefur vart undan að bóka slíkar
kynningar í jólabjórsf lóðinu. „Ég
held að ég hafi fengið áhuga á bjór
út af því að ég var á táningsaldri
þegar banninu var aflétt. Allt sem
er bannað er jú spennandi. Síðan
þegar ég fór að kynna mér söguna
á bak við hinar ýmsu bruggaðferðir
þá varð ekki aftur snúið fyrir sagn-
fræðinginn,“ segir hann.
Hann segir að þetta líf, að vinna
fyrir sjálfan sig, eigi vel við sig.
„Þetta var sérstaklega þægilegt
þegar strákarnir voru ungir og ég
gat hagað mínum tíma sjálfur,“
segir Stefán. Steinunn tekur undir
það.
„Ég fer yfirleitt í vinnuna og
Stefán sér um afganginn,“ segir
hún og hlær. Eini gallinn sem hún
kemur auga á er að hinar ýmsu
uppákomur sem Stefán er bókaður
á þýða oft mikla kvöld- og helgar-
vinnu. „Við þurfum alveg að setjast
niður með dagbækurnar af og til að
skipuleggja næstu vikur. Til þess
að tryggja að við eigum einhverjar
fjölskyldustundir öll saman,“ segir
Steinunn.
Talið berst að lokum að jólunum
og undirbúningi þeirra. Steinunn og
fjölskylda hennar hafa verið í Ása-
trúarfélaginu og þangað lá leið trú-
leysingjans Stefáns líka. „Við höld-
um hefðbundin jól en lengjum þau
svo með því að mæta á blót til þess
að fagna vetrarsólstöðum. Hátíðin
er því lengri hjá okkur. Ég get ekki
sagt að við séum trúuð en félags-
skapurinn í kringum Ásatrúar-
félagið er mjög skemmtilegur,“ segir
Steinunn. bjornth@frettabladid.is
FÓLK HÉLT AÐ ÉG VÆRI
LESBÍA EN EFTIR AÐ ÉG
FÓR AÐ KYNNA MÉR MÁLIN
BETUR OG HVAÐ ÞAÐ VÆRI
AÐ VERA TRANS ÞÁ UPP-
GÖTVAÐI ÉG AÐ MÉR LEIÐ
ÞANNIG.
Nóam
2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
F
-5
3
7
0
2
4
4
F
-5
2
3
4
2
4
4
F
-5
0
F
8
2
4
4
F
-4
F
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
1
2
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K