Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 99
LEIKHÚS Mamma klikk! Gaflaraleikhúsið Höfundur: Gunnar Helgason Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir Leikarar: Gríma Valsdóttir, Val- gerður Guðnadóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason, Þórunn Lárus- dóttir, Felix Bergsson, Matthías Davíð Matthíasson, Agla Bríet Einarsdóttir, Vera Stefánsdóttir og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Lýsing: Freyr Vilhjálmsson Búningar, leikgervi og sviðshreyf- ingar: Björk Jakobsdóttir Frumsamin tónlist og tónlistar- hönnun: Hallur Ingólfsson Lagatextar: Hallur Ingólfsson, Þor- steinn Valdimarsson og Hjörleifur Hjartarson Klipping og hönnun á vídeóefni: Björk Jakobsdóttir og Vignir Daði Valtýsson Stella er alveg að missa þolin- mæðina. Mamma hennar er að gera hana brjálaða með afskiptasemi og furðulegu háttalagi sem náði hámarki nýlega þegar hún tilkynnti heilli fermingarveislu að Stella væri byrjuð á blæðingum. Leikritið Mamma klikk! í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur var frumsýnt síðast- liðinn mánuð í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sem hefur einbeitt sér að barnaleikritum upp á síðkastið, sem er vel. Leikritið er samið upp úr vinsælli bókaseríu Gunnars Helgasonar en Björk gerir leikgerðina. Hér kemur fram gnægð af persónum sem margir þekkja en aðrir eru að kynn- ast í fyrsta skiptið. Söguþráður sýningarinnar snýst að mestu um leit Stellu að sátt við sjálfa sig og fjölskyldu sína, eitthvað sem allir geta tengt við. Handritið gengur upp að mestu en síðasti kaflinn er eins og klipptur úr öðru verki. Hug- myndin er fín, enda er mikil þörf á að kynna klassíska tónlist fyrir ungum áhorfendum, en hana hefði þurft að útfæra töluvert betur. Grasrótarvinna skilar sér Gríma Valsdóttir í hlutverki Stellu töfrar fram persónu sem er að feta sín fyrstu spor í tilveru fullorðinna, eins og allt ungt fólk. Stella er ekki orðin nægilega gömul til að hafa vit fyrir sjálfri sér en hefur fulla getu til að skilja að heimurinn er ekki sanngjarn. Allt þetta sýnir unga leikkonan afskaplega vel og hnýtir sýninguna fallega saman. Allt unga fólkið í sýningunni stendur sig með prýði og greinilegt að grasrótar- vinna Gaflaraleikhússins er að skila sér margfalt. Grímu til halds og trausts er leikhópur sem samanstendur ekki einungis af ungu fólki að stíga sín fyrstu skref en líka reynslumiklum leikurum. Valgerður Guðnadóttir leikur hina títtræddu Mömmu klikk með miklum tilþrifum. Gunn- ar Helgason leikur Pabba prófess- or sem virðist hafa meiri áhuga á sportbílum heldur en fræðilegum rannsóknum. Valgerður f innur mannlegu hliðina á sinni persónu en Gunnar leitar of mikið í auð- veldar lausnir og spaug. Felix Bergsson mætir skelegg- ur á svið í hlutverki hins lumpna Hanna granna. Vandamálið við karakterinn er hversu óljós hann er. Sömuleiðis er Amma snobb, leikin af Þórunni Lárusdóttur, ekki nægi- lega afgerandi þó að hún sýni ágæta takta inn á milli. Bæði eru Felix og Þórunn fínustu leikarar og gera gott úr því sem í boði er en áhorfendur fá einungis snögga innsýn inn í innra líf þessara annars ágætu karaktera. Margt vel leyst Björk hefur í ansi mörg horn að líta þegar kemur að listrænni stjórnun sýningarinnar. Ekki einungis sinn- ir hún leikstjórn heldur hefur einn- ig umsjón með búningahönnun, leikgervum og sviðshreyfingum. Margt er vel leyst og heppnast í heildina nokkuð vel en óskandi væri að verkefnunum hefði verið útdeilt aðeins víðar til að skapa fjölbreyttari virkni á milli list- rænna þátta. Stígur Steinþórsson sér um leik- myndina sem er fallega hönnuð en honum reynist erfitt að leysa breidd sviðsins í Gaflaraleikhúsinu. Sviðið er litríkt en oft frekar tómt á að líta. Fallegustu augnablikin eiga sér stað þegar sviðsmyndin opnast og fjöl- skyldutréð í bakgarðinum kemur í ljós. Tónlist Halls Ingólfssonar, sem og lagatexta, hefði mátt vefa og nýta betur inn í framvinduna, enda fín til síns brúks. Fjölskyldur eru alls konar og gall- aðar. Mamma klikk! minnir áhorf- endur á að það er bara hið besta mál á meðan kærleikurinn er í fyrir- rúmi. Blessunarlega eru ekki allir eins, annars væri lífið ansi leiðin- legt. Þó er þörf á betra jafnvægi milli skilaboðanna og skopsins. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Fjörug og á köflum falleg fjölskyldusaga um umburðar- lyndi. Flækjugangur kjarnafjölskyldunnar Margt er vel leyst og heppnast í heildina nokkuð vel, segir gagnrýnandi. Höfundar Forlagsins afgreiða á básnum og árita bækur sínar báða dagana kl. 12–17. BÓK AMESSA Í BÓKMENNTABORG SJÁUMST Í HÖRPU 23.–24. NÓVEMBER Páll Baldvin Baldvinsson kynnir bók sína Síldarárin. Theodóra Mjöll greiðir gestum og gangandi og kynnir bók sína Hárbókin – 58 greiðslur fyrir öll tilefni. Kynning á bókinni Listin að vefa eftir Ragnheiði B. Þórsdóttur og vefnaður til sýnis. Sigrún Eldjárn kynnir bækur sínar Kopareggið og Sigurfljóð í grænum hvelli. Sigrún Elíasdóttir kynnir bók sína Leit in að vorinu og Margrét Tryggvadóttir kynnir bók sína Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Linda Ólafsdóttir teiknari lætur rotturnar úr Draumaþjófnum lifna við á pappír. Gunnar Helgason kynnir bók sína Draumaþjófurinn og Linda Ólafsdóttir teiknar rottumyndir. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 12–13.30 13.30–15.30 15.30–17 13–14 14–15 15–16 16–17 13–14 14–15.30 15.30–17 13–14 14–15 15–16 16–17 Ólína Þorvarðardóttir kynnir bók sína Lífgrös og leyndir dómar – lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi. Þýðendur og ritstjóri bókarinnar Prjónastund sýna flíkur úr bókinni og veita góð prjónaráð. Páll Baldvin Baldvinsson kynnir bók sína Síldarárin. Bergrún Íris Sævarsdóttir kynnir bók þeirra Ævars Þórs Benedikts- sonar, Stórhættulega stafrófið, og teiknar stafi fyrir krakka. Arndís Þórarinsdóttir kynnir bók sína Nærbuxnanjósnararnir. Snæbjörn Arngrímsson kynnir bók sína Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins. Kristjana Friðbjörnsdóttir og Halldór Baldursson kynna bók sína Rosalingarnir. LAUGARDAGUR BARNADAGSKR Á SUNNUDAGUR DAGSKR Á Á BÁS BARNADAGSKR Á M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -2 2 1 0 2 4 4 F -2 0 D 4 2 4 4 F -1 F 9 8 2 4 4 F -1 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.